Færsluflokkur: Bloggar

Sá lærir sem lifir

...einhvernvegin svona hljóma þessi vitru orð sem hafa fylgt mér frá því ég man eftir mér - það er angel_noviaekki fyrr en núna, í dag, að þau skipti einhverju máli, að þau merki eitthvað fyrir mér, að ég skilji þau. Alveg sama hversu fullorðin ég held ég sé, nái 14 ára, 18 ára, 20 ára, 35 ára 50 ára ... Að lifa ekki, takast ekki á við lífið, spá ekki í hlutina og sjálfan sig þá lærist fátt - enn ef svo er gert þá lærist svo ótrúlega margt...

kaffið

kaffið vekur hverja sál
nauðsynlegt í hvert morgunsár...

er að vakna með kaffibolla mér við hönd og koma efni gærdagsins saman til að taka upp þráðinn að nýju og byrja að skrifa. Það er alltaf sama sagan, tíminn líður hratt og tvær ritgerðir verða að vera tilbúnar á föstudaginn. Blogg rúnuturinn er nauðsynlegur en alltof sjaldan farin. Þessi hér er skemmtileg og fékk ég þennan frábæra linka og myndband þaðan.

Það er sorglegt til þess að hugsa hvernig þetta hefur allt saman farið, en þessi gas-man er alveg hreint...


Björgunarsveitakerru stolið

Fékk þennan póst frá vinkonu minni - get ekki annað en sett hann hérna inn og tilkynnt um stuldinn. Það er ekki gott til þess að vita að fólk sjái sér fært um að gera svona hluti.  

Hvítri tveggja sleða vélsleðakerru Hjálparsveitar Skáta Kópavogi var stolið á mánudaginn eða um helgina þar sem hún stóð fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn.sledakerra-stor
Um er að ræða hvíta tveggja sleða sleðakerru frá Vögnum og þjónustu og er númerið LY-300.
Grindin er galvaníseruð með sérstyrktu beisli og er kerran með sturtu og yfirbyggingin úr hvítu trefjaplasti.
Stór merki HSSK eru aftaná kerrunni, en engar merkingar eru á hliðinni þar sem hún var að fara í merkingu.
 
Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna þá vinsamlega hafið samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins eða beint við formann sleðaflokks, Reyni, í síma 899-3132.
Einnig getið þið haft samband við undirritaðan í 660-9951.
 
Öll hjálp vel þegin.
Vinsamlega sendið þetta áfram.
Kveðja,
Ólafur Arnar Gunnarsson
Hjálparsveit Skáta Kópavogi
660-9951.


uppgötvun

í fallegu birtunni í gær gerði ég mér grein fyrir að mig langar ekki í ljós blátt hús - það passar ekki við himininn, það rennur einhvernvegin saman og verður bara lit-laust

Að ég skuli hafa misst af þessu...

Það er alltaf gaman að kíkja í heimsókn til Bigga og sérstaklega núna þar sem hann á æðislegt robocopsjónvarp, er að tala um hreinlega geggjaðar græjur! Við kíktum á allskyns HD efni og hversu stórkostlegt það er í tækinu hans. Myndin sem varð síðan fyrir valinu að horfa á var Robocop(1987). Byrjað var að horfa á hana í HD gæðum en þar sem fællinn var bilaður urðum við að hætta. Þá var val á milli DVD og Laser disks og var laser diskurinn tekinn fram yfir. Aldrei á ævi minni hef ég séð þessa mynd og var hún nett fín miða við 21 árs gamla mynd. Verð að nefna það hversu snilldarlegt það var af leikstjóranum og hans fólki að nota geisladisk (DVD) í stað VHS í myndinni, sem gerir henni sennilega kleift að funkera enn þann dag í dag. Kosturinn við að sjá Robocop á Laser er sá að stór skemmtilegt aukaefni fylgdi með, og þá er ég að tala um alvöru auka efni. Efni sem segir manni á nákvæmann hátt hvernig myndin var gerð. Einnig kíktum við á auka efni af Terminator 2: Judgment Day (1991) enn þar er á ferðinni eitt ýtarlegasta aukaefni sem ég hef séð. Þar eru allir þættir kvikmyndagerðar teknir fyrir, frá upphafi hugmyndar þangað til hún er komin á borð neitandans. Gríðarlegur skóli fyrir áhugamenn- jafnt og kvikmyndagerðarmenn. Ég er á leiðinni að finna mér Laser disk - veistu um einn?


Survivor

...aldrei að gefast upp

 


mig langar svo, mig langar svo...

Mig langar svo mikið til að eiga mjóa en langa korktöflu sem passar á vegginn minn fyrir ofan skrifborðið mitt. Mig langar svo mikið í þessa töflu að hugmyndir sem hanga í höfðinu á mér festast þar og daga uppi - ef ég ætti svona korktöflu, eins og mig langar í - þá væru hugmyndirnar mínar komnar á blað, upp á vegg sem að ég tel, sé rosalegur munur.
Ég verð endilega, að fara að drífa mig í að...

Á allra vörum

 

a_allra_vorum

Það er mikið áfall fyrir konur að greinast með brjóstakrabbamein. Sem betur fer bjóðast konum á Íslandi mörg úrræði til meðferðar á brjóstakrabbameini en góður árangur af meðferð ræðst ekki hvað síst af því að  brjóstakrabbamein sé greint nógu snemma. Greiningartæki Krabbameinsfélagsins þarfnast nú endurnýjunar og í ráði er að kaupa nýjan stafrænan röntgenbúnað sem greinir brjóstakrabbamein betur en hægt hefur verið fram að þessu.

 

„Á allra vörum" er kynningar- og fjáröflunarátak sem hefur að markmiði að leggja Krabbameinsfélaginu lið við að safna peningum til að koma nýjum tækjum sem fyrst í gagnið. Annars vegar verður vakin athygli, með ýmis konar kynningarefni,  á því hversu alvarlegur  sjúkdómur brjóstakrabbamein er og hins vegar verður safnað fé til að styrkja leitarstöð Krabbameinsfélagsins með kaupum á búnaði sem eykur möguleika á greiningu krabbameins í brjóstum á frumstigi.

 

Verkefnið og samstarfsaðilar

Fjármunum verður safnað með því að selja bleikt varalitagloss frá Yves Saint Laurent - merkt  átakinu - en allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Krabbameinsfélaginu. Heildverslun Halldórs Jónssonar, umboðsaðili fyrir vörur frá YSL og Saga  Boutique, tollfrjáls verslun Icelandair, eru aðal styrktaraðilar átaksins ásamt Flugfélagi Íslands.

 

Varalitaglossin verða seld frá maí - ágúst 2008 um borð í flugvélum Icelandair og einnig í fríhafnarverslunum Flugfélags Íslands í Reykjavík og á Akureyri. Að auki verða varalitaglossin seld til fyrirtækja sem vilja styrkja átakið með kaupum á vörunni fyrir starfsfólk sitt.  Með kaupunum styrkja fyrirtækin í landinu átakið "Á allra vörum"

 

Reynsla mín í vetur af því að greinast með brjóstakrabbamein kveikti þessa hugmynd og löngun til að leggja þessu mikilvæga málefni lið og vekja upp enn frekari umræður í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að Krabbameinsfélagið sé vel búið tækjum og geti greint brjóstakrabbamein snemma. 

 

Með von um góð viðbrögð og að átakið verði "Á allra vörum".

 

Virðingarfyllst,

Gróa Ásgeirsdóttir

 

Undirritaðar eru stoltar af þessu verkefni og þakka þér sýndan áhuga.

Gróa Ásgeirsdóttir gsm 896 5064 og Guðný Ólafía Pálsdóttir gsm 898 5870

merki
                   

...

 


smack the poney

stórkostlegir þættir - læt fylgja með nokkur stór skemmtileg myndbrot


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband