Á allra vörum

 

a_allra_vorum

Það er mikið áfall fyrir konur að greinast með brjóstakrabbamein. Sem betur fer bjóðast konum á Íslandi mörg úrræði til meðferðar á brjóstakrabbameini en góður árangur af meðferð ræðst ekki hvað síst af því að  brjóstakrabbamein sé greint nógu snemma. Greiningartæki Krabbameinsfélagsins þarfnast nú endurnýjunar og í ráði er að kaupa nýjan stafrænan röntgenbúnað sem greinir brjóstakrabbamein betur en hægt hefur verið fram að þessu.

 

„Á allra vörum" er kynningar- og fjáröflunarátak sem hefur að markmiði að leggja Krabbameinsfélaginu lið við að safna peningum til að koma nýjum tækjum sem fyrst í gagnið. Annars vegar verður vakin athygli, með ýmis konar kynningarefni,  á því hversu alvarlegur  sjúkdómur brjóstakrabbamein er og hins vegar verður safnað fé til að styrkja leitarstöð Krabbameinsfélagsins með kaupum á búnaði sem eykur möguleika á greiningu krabbameins í brjóstum á frumstigi.

 

Verkefnið og samstarfsaðilar

Fjármunum verður safnað með því að selja bleikt varalitagloss frá Yves Saint Laurent - merkt  átakinu - en allur ágóði af sölunni rennur til styrktar Krabbameinsfélaginu. Heildverslun Halldórs Jónssonar, umboðsaðili fyrir vörur frá YSL og Saga  Boutique, tollfrjáls verslun Icelandair, eru aðal styrktaraðilar átaksins ásamt Flugfélagi Íslands.

 

Varalitaglossin verða seld frá maí - ágúst 2008 um borð í flugvélum Icelandair og einnig í fríhafnarverslunum Flugfélags Íslands í Reykjavík og á Akureyri. Að auki verða varalitaglossin seld til fyrirtækja sem vilja styrkja átakið með kaupum á vörunni fyrir starfsfólk sitt.  Með kaupunum styrkja fyrirtækin í landinu átakið "Á allra vörum"

 

Reynsla mín í vetur af því að greinast með brjóstakrabbamein kveikti þessa hugmynd og löngun til að leggja þessu mikilvæga málefni lið og vekja upp enn frekari umræður í þjóðfélaginu um nauðsyn þess að Krabbameinsfélagið sé vel búið tækjum og geti greint brjóstakrabbamein snemma. 

 

Með von um góð viðbrögð og að átakið verði "Á allra vörum".

 

Virðingarfyllst,

Gróa Ásgeirsdóttir

 

Undirritaðar eru stoltar af þessu verkefni og þakka þér sýndan áhuga.

Gróa Ásgeirsdóttir gsm 896 5064 og Guðný Ólafía Pálsdóttir gsm 898 5870

merki
                   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband