Björgunarsveitakerru stolið

Fékk þennan póst frá vinkonu minni - get ekki annað en sett hann hérna inn og tilkynnt um stuldinn. Það er ekki gott til þess að vita að fólk sjái sér fært um að gera svona hluti.  

Hvítri tveggja sleða vélsleðakerru Hjálparsveitar Skáta Kópavogi var stolið á mánudaginn eða um helgina þar sem hún stóð fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn.sledakerra-stor
Um er að ræða hvíta tveggja sleða sleðakerru frá Vögnum og þjónustu og er númerið LY-300.
Grindin er galvaníseruð með sérstyrktu beisli og er kerran með sturtu og yfirbyggingin úr hvítu trefjaplasti.
Stór merki HSSK eru aftaná kerrunni, en engar merkingar eru á hliðinni þar sem hún var að fara í merkingu.
 
Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna þá vinsamlega hafið samband við lögreglu höfuðborgarsvæðisins eða beint við formann sleðaflokks, Reyni, í síma 899-3132.
Einnig getið þið haft samband við undirritaðan í 660-9951.
 
Öll hjálp vel þegin.
Vinsamlega sendið þetta áfram.
Kveðja,
Ólafur Arnar Gunnarsson
Hjálparsveit Skáta Kópavogi
660-9951.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

ohhh glatað, vona að fábjánarnir sem stálu henni verði fastir uppá hálendi á vélsleðunum sínum 

Gleðilegt sumar annars!  

Davíð S. Sigurðsson, 24.4.2008 kl. 15:02

2 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Hverjum dettur í hug að stela merktri björgunarsveita kerru? Hefur annars eitthvað frést af kerrunni?

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 26.4.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: María

hef ekkert fleira heyrt - vonandi er hún bara fundin

María, 27.4.2008 kl. 12:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband