Færsluflokkur: Bloggar

Með sól í hjarta

Vaknaði upp fyrir allar aldir í morgun, enda orðin vinnandi manneskja og skrifastofudama - bara í nokkra daga þó - og því þurfti ég að taka mig til og vera mætt klukkan 9. Allt fór rólega afstað heima fyrir og rölti ég svo í strætó í morgunsólinn og blíðunni. Yfir mig streymdi rómantísk tilhlökkunar tilfinning um sumarið og komandi dag. Allt var svo rólegt og yfirvegað, mest allt morgun stressið úr umhverfinu yfirstaðið. Ég líð einhvern vegin áfram á sólargeislunum og sest svo inn í strætó. Læt hugan reika um ósýnileg ský, liðnar stundir og komandi tækifæri. Skyndilega ranka ég svo við mér í Foldahverfinu. Á örstuttum tíma hefur huganum mínu fleygt úr ljósum og litríkum draumaheimi í martraðakenndar hugsanir og bölvanir yfir hinum og þessum hlutum. Ég var sokkin ofan í svartnættið og hugsunarlaust tóm þar sem neikvæðni ríkti.Q95CANIULC6CASJDI9WCA7YLYPDCAHKSA08CAAZ045PCA07DOZJCABN9OHXCAY38IUUCAA0WX1GCAIC50CYCAX2CQXNCA25S2UCCA2RX57NCA93K18ICALJ9051CAK53QJSCAV9IB34CAZBKUJWCA0JX79F Hvað olli þessu, hugsaði ég og leit furðu lostin upp og í kringum mig. Hvað veldur slíkum breytingum? Ég er orðin yfir mig spennt og finn pirringinn og spennuna magnast innra með mér. Þegar ég fer að hlusta betur skella bylgjur útvarpsins á eyrum mér með tilheyrandi látum. Það er auglýsingatími og allt á að seljast, allir ætla að selja. Selja mig, selja þig, seljast eða selj´an. Tónlistin á er á eiturgrænum nótum og keppist um að poppa allt upp. Pirra mig nógu mikið til þess að fara bara og kaupa þetta. Enn ég verð bara rugluð, pirrast út í bílstjórann fyrir að bjóða upp á svona læti, lofa iPodinn minn og því að koma honum í lag svo ég sitji ekki uppi með boðflennu áreiti strætó-útvarpsins. Auglýsinga gildið hafði misst mark sitt, ég keypti ekki neitt, ég vildi ekki vera með í maníunni. Ég vil geta valið hvenær ég meðtaki hlutina og hvenær ekki.
Annars er rómantíski fílingurinn sem fylgdi mér út úr dyrum í morgun að koma aftur. Ég bíð spennt eftir helgin og þeirri óvissu sem hún býður uppá. Ég óska þess heitast bara að Þóra fái startkapla svo jeppinn komst í gagnið og förum saman tvær upp í bústað. Liggjum í leti, drekkum bjór, lærum, spilum, förum í göngutúr og borðum yndislegan mat. - Góðar stundir-

Grænaljósið

Bíódagar Græna ljóssins eru 11-30 apríl - mæli með að allir skoði hvað sé í boði og kíki.

þegar lestin fer framhjá

Hugmyndir eru góðar - en að framkvæma þær er ennþá skemmtilegra! Hér hefur það einmitt verið gert.


Ekki dæma of fljótt


Fucking söngvarnir

Sarah Silverman and Matt singing "I'm fukin' Matt Damon" I'm Fucking Ben Affleck Jimmy Kimmel I'm Fucking Obama - Hillary Clinton feat. Sarah Silverman

1. apríl

Langt síðan ég hef verið mér meðvituð um 1. apríl. Þó sjálfur dagurinn hafi farið fram hjá mér reyndi ég að fylgjast með göbbum dagsins. Þóra vinkona fær 10 í einkun fyrir sitt apríl gabb enda hlupu ansi margir fyrsta apríl sökum þess.
Fyrsti apríl er einn af mínum uppáhaldsdögum því þá líðst ekki að vera fýlupúki. Sjálf er ég ferleg í að finna upp apríl gabb og finnst skemmtilegt að komast að hinum og þessum. Besta apríl gabb fyrr og síðar er þó þegar McDonalds átti að vera í Kópavogskirkju vegna þess að hún leit eins út og McDonaldsmerkið. Tounge

Lentir þú í einhverju skemmtilegu gabbi í gær eða gabbaðir einhvern?


fellega menningarleg

Mæli með Stóra Planinu - sá hana á föstudaginn. Ferlega skemmtileg og hlægileg gangstermynd.
Fór loksins með Bíódögum að sjá Brúðguman á laugardaginn. Sá Ivanov um daginn og skemmtilegt að sjá sömu leikarana leika allt að því sömu persónurnar í svipuðu verki, annað í leikhúsi og hitt í kvikmyndahúsi.
Svo er alltaf gaman að skella sér í fermingarboð og hitta fjölskylduna. Í gær var það sérlega skemmtilegt því veislan var með japönsku yfirbragði þar sem fjölskyldan er hálf japönsk. Stór gott og nauðsynlegt "kridd" í íslenskar hefðir :p

Sá skemmtilega mynd í tíma dag eftir þýska nýbíóleikstjórann Fassbinder The Bitter Tears of Petra von Kant. Leikstjóri sem vinnur bæði í leikhúsi og kvikmyndum með sama leikhópinn og fjallar mikið um samkynhneigð í verkum sínum. Hann nýtir miðillinn vel en þó er einnig hægt að sjá einskonar leikhús áhrif í verkum hans sem spilla als ekki fyrir.

 


misnotkun


og ég sem var að bóka far í morgun

vissi lengi að Chicago er ein af hættulegustu borgum í bandaríkjunum en þetta er alveg sláandi frétt. ætli ég fjárfesti ekki í skotheldu besti og buxum bara við fyrsta tækifæri svo ég get sótt krakkana í skólann :p
mbl.is Ofbeldi beinist gegn yngra fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óskar kominn heim

Það er kvöldið fyrir síðasta skila dag á skattaskýrslunni og Kristín hugsar til mín þegar hún prentar skýrsluna sína út. Gamli prentarinn orðinn gamall og nýji prentarinn, sem er nýr, fær ekki notið sýn upp á skrifborði fyrir gamla prentaranum sem er þó ekkert hræðilega gamall, hann er bara hættur að skrifa í lit. Sem sagt, prentarinn sem ég hef óskað eftir, er kominn í hús! Grin  Héðan í frá mun Óskar minn sjá um að verkefnin mín komist til skila!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband