Færsluflokkur: Bloggar

Rafknúið ævintýri

Þá er fyrsta Kringluferð, okkar tvíburana, í rafmagns-hjóla-stólnum afstaðin og tókst hún feikna vel. Ég var eiginlega sú eina sem gerði einhvern skandal. Ég var að leggja í mjög svo þrönt stæði fyrir fatlaða og klesti bara á skiltið Tounge sem segir til um að þetta sé fatlaða stæði ... en þetta var mjög svo gaman og er ég ótrúlega stolt af okkur að komast þetta ... stólnum upp í bílinn ... festa hann í bílinn ... fara út úr bílnum og ekki hafa ekið á neinn í Kriglunni. Þó munaði minnstu við afgreiðsluborðið í Kringlunni. Annars er fólk hálf smeikt við þessa stóla og eins og það sé bara ekki vant því að sjá fólk á þeim ... sem kannski er alveg rétt ... sumir bara gengu næstum því á okkur ... aðalega var það unga fólkið sem tók seinast tillit til okkar, og færði sig á síðast snúning, því því miður getum við rosalega lítið fært okkur þegar við erum á ,,gangi". ... kannski er þetta bara hluti af egótík unglingsárana. ... Annars ætla ég aðfara að hætta þessu og horfa á Boogie nights!

 


Fyrirlitning

...var að vakna... ...var að lesa Fréttablaðið...
Fyrsta sem ég rek augun í þegar á tek ,,allt" blaðið er þetta; ,,Bílbelti - Ekki er sama hvernig vanfærar konur nota bílbelti..." VANFÆRAR KONUR! Er það nú hallærislegt og gamaldags orðalag - af hverju ekki bara óléttar? Mér finnst þetta niðurlægjandi. Mér finnst þetta dónalegt. Ekkert er fallegra en ólétt kona - sammála - ég sjálf get ekki beðið eftir því að vera ólétt, en að ég verði kölluð vanfær, það er svo af og frá að ég verði vanfær, óléttar konur geta vel gert hluti og verið 100% þátttöku aðili í samfélaginu, og því ekki vanfærar.
Annað...
Auglýsing frá Árborg ... Maður stendur með hestinn sinn, að koma heim úr útreiðar túr - horfir yfir sundlaug í húsgarðinum og þar eru hálf naktar konur --- skilaboðin eru; kauptu þér svona hús! Bryntu folanum þínu og svo sjálfum þér! Mjög hallærislegt

ooooooooooooo hvað ég er sár út í fólk að hafa svona fyrir augum á fólki --- vil ekki að fólk finnist þetta sjálf sagt!

Stórskemmtilegt á leiðinni heim í nótt ... hitti Lilju ... kjaftaði við hana heil ósköp um bara ekki neitt, og fannst eins og við höfðum sést í gær! Smile ótrúlega skemmtilegt! ótrúlega óvænt!


Heilsa þetta, heilsa hitt, heilsa bara hinum og þessum

Átti skilið að sofa út í dag, þó svo ég hafi gert mér full seint grein fyrir því.
Skellti mér í Heilsuhúsið og keypti mér fótakrem frá Villimey. (mæli með kremum þaðan)
Þaðan lá leiðin í Yggdrasil að kaupa bað olíu og andlits krem og prufa nýjan maskara!
A cross the street fór ég svo í 12 Tóna og skellti mér á Haxan með Barða Jóhannssyni. Hefur lengi langað í þennan disk og hann er svo þess virði ... fæ alveg gæsahúð þegar ég hlusta á síðasta lagið (sem ég set hérna inn) verst bara að það er ekki lengra!
Annars er kominn tími að lesa heilsu póstinn ... spá í helgina ... og þvo!
Svo verður bara laugardags fílingur í kvöld þar sem ég átti ekkert helgarfrí, en á frí í dag Tounge


aldrei - aldrei - aldrei ...

Aldrei að segja aldrei því aldrei getur aldrei orðið aldrei...
...ég er búin að lofa mér því eftir miklar hvalir að taka ofnæmislyfin mín samviskusamlega næsta sumar! Í þessu tók ég lengsta hnerra kasstið mitt, 7 sinnum, þetta voru góðar magaæfingar Tounge 
...ef þið haldið að ég sé sólbrunnin á nefinu "take it back" því þá var ég bara að klóra mér

 


,,...vorum skuldu nautum..."

...ætti að standa fyrir ofan hvert rúm hæstráðanda hvers banka
...og fyrir ofan hvert rúm ,,venjulegs borgara" ,,...eigi leið þú oss í freistni..."
...og fyrir ofan hvert rúm rithöfunda sjálfshjálpar bóka ,,...heldur frelsa oss frá illu..."

Ég er komin í fullorðinna manna tölu.
Ég fékk nefnilega gjöf frá bankanum mínum.
Ég er mikils metin viðskipta vinur --- bankinn minn vill mig Grin 
Núna get ég tekið á móti hvers konar yfirgreiðslu og sjóð heitu vísa krotinu án þess að finna fyrir því! Ég fékk nefnilega grill hanska! Wink
Bankinn er að undirbúa mig fyrir útsölurnar og bókakaupin í haust!
Takk fyrir mig


Allt að gerast?

DSC00145Já það er nú spurning ... Hef nú þegar þrifið fuglabúrið 2 sinnum í vinnunni ... Fyrsta skiptið var lang erfiðast og beið alltaf eftir að fuglarnir réðust á mig FootinMouth  En svo gerðist ekki ... og nú síðast þorði ég að fara með höndina aðeins inn í búrið, og það var allt í lagi. DSC00156Sjáum hvernig gengur aðfara nótt þriðjudags, þá er það næturvakt og fuglabúrs þrif. Ég verð þó að segja eitt að ég finn til þegar ég mæti í vinnuna og fuglarnir eru hálf vatns og fóðurslausir Undecided  
Tvíburinn minn bauð mér og litlu systur á kaffihús í dag. Grasagarðurinn varð fyrir valinu, alveg spontant ákvörðun og lukkaðist þetta með ein dæmum vel. Hlýtt og notalegt að sitja úti í trjánum og spjalla og svona. Við eignuðumst lítinn vin, sætar fugl sem sníkti af okkur kjúkkling. Tounge  Svoldið kaldhæðnislegt.

Bíódagar - Stella í Orlofi og Heimilistónar

Um síðustu helgi varð bíóklúbburinn Bíódagar eins árs. Að því tilefni ætlar klúbburinn að hittast í kvöld og halda upp á það og horfa á Bíódaga. Grin  Við höfum undan farið verið heldur dræm í hittingunum, en í vetur stóðum við okkur vel og hittumst 2 sinnum í mánuði og fórum á allar íslensku myndirnar í bíó. Það er alveg stór skemmtilegt að fylgjast með íslenskri kvikmyndasögu á þennan máta, en því miður er stundum erfitt að finna íslenskar myndir á leigunum.lolla
Eyrun á okkur systrunum stækkuðu þegar við heyrðum í auglýsingum fyrir fréttir að Stella í Orlofi væri loksins komin út. W00t  ví hí...!!! Á fimmtudaginn hafði ég svo loksins tíma til þess að renna við í Bergvík og kaupa hana. Og svei mér þá, myndin lítur betur út á DVD en á gömlu pylsu pakka spólunni.
Heimilistónadiskurinn er kominn út! Ég er ekki enþá orðin svo fræg að fá mér hann, því hann var ekki til í Hagkaup í fyrradag. En ég hlakka ekkert smávegis til að kaupa hann og eignast þar með myndina með þeim. Smile  Þær eru svo æðislegar að orð fá því ekki lýst. Í staðinn kemur bara mynd af Ólafíu Hrönn syngjandi Tounge  (mynd sem ég fann á netinu)

Sagan þín, sagan mín

Öll höfum við okkar sögu.
Öll langar okkur á einn eða annan hátt að segja hana.
Sumir segja okkur hana frá degi til dags.
Mig langar að deila með ykkur því sem ég las í bók um daginn.
Like the flowing river, Paulo Coelho. 
A Japanese story;
A great Zen master, in charge of the monastery of Mayu Kagi, Owend a cat, who was the real love of his life. During meditation classes, he always kept the cat by his side, in order to enjoy its company as much as possible.
One morning, the master, who was already quite old, was found dead. The oldest disciple took his place.
´What shall we do with the cat?'  asked the other monks. In homeage to the memory of his former teacher, the new master decided to allow the cat to continue attending the classes on Zen Buddhism.
Some disicples from neighbouring honasteries, who travelled widely in the region, dicovered that, in one of the most famous temples in the area, a cat took part in the meditations. The story began to spread.
Many years passed. The cat died, but the students at the monastery were so used to its presence that they acquired another cat. Meanwhile, other temples began introducing cats into their meditations classes; they believed that the cat was the one actually responsible of Mayu Kagi´s fame, and for the quality of its teaching, forgetting what an excellent teacher the former master had been.
A generation passed, and technical treatises on the importance of the cat on Zen meditation beg to be published. A university professor developed a thesis, accepted by the academic community, that the cat had the ability to icrease human concentration and to eliminate negative energy.
And thus, for a cenutry, the cat was considered to be an essential part of the study of Zen Buddhism in the region. Than the master arrived who was allergic to cat hair, and he decided to remove the cat from his daily practices with the students.
Everyone protested, but the master insisted. Since he was a gifted teacher, the students continued to make progress, despite the cat´s absence.
Gradually, monasteries - always in search of new ideas and weary of having to feed so many cats - began to remove cats from the classroom. Over the next twenty years, revolutionary new theses were written, bearing persuasive titles like 'The Importance of Meditating Without a Cat´or ´Balacing the Zen Universe by the Power of One´s Mind Alone  and Without the Aid of Animals´.
Another century passed, and the cat vanished completely from the Zen meditation ritual in that region. But it took two hundred years for everything to return to normal, and all because, during that time, no one thought to ask why the cat was there.
How many of us, in our town lives, ever dare to ask: why do I beave in such and such a way? In what we do, how far are we, too, using futile 'cats' that we do not have the courage to get ride of because we were told that the ´cats´were important in order to keep everything running smoothly?
Why do we not find a different way of behaving?


Fatlaðir á almennum vinnumarkaði

Langaði bara að setja inn þessa frétt sem birtist á mbl.is í dag.
Áhugavert að vita til þess að þeim sé ekki greidd full laun. Það er mikilvægt fyrir hvern og einn að fá að taka þátt í hinu daglega lífi, óháð því hversu fær hann er. Þetta er hluti af því að vera þátttakandi í samfélaginu. Að fá ekki full greind laun jafningja sinna, er skerðing á þátttöku í samfélaginu, og það er ekki sanngjarnt.
mbl.is Fötluð ungmenni fá ekki full laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Speed warning taka 2

linkurinn í síðstu færslu virkar ekki en ef þið farið inn á hann og setjið í "leit" Speed warning þá sjái þið videóið sem ég ætlaði að setja inn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband