Færsluflokkur: Bloggar
28.8.2007 | 12:55
Sannarlega stórbrotið
Það gerist undantekningar laust að ég upphugsa frábært blogg - geggjaða sögu - tónverk - bíómynd eða sjónvarpsþætti þegar ég fer að sofa.
Í gær fann ég pottþétta fyrirsög og grípandi inngangs orð að bloggi yfir ferðalagið mitt síðustu daga. En svo sofnaði ég, sem gerist jafnan, og allt farið fyrir bí ... eins og svo margar snilldar hugmyndir ;)
Í staðin geri ég mitt besta í þriðjudags hádeginu, enþá í sumarfríi sem ég er að teyga síðustu sopana, hægt en örugglega fram á mánudag.
Nú ferðalagið byrjaði í Þakgili á miðvikudeginum. Bíllinn var aðeins að stríða okkur svo við lögðu afstað tveim tímum á eftir áætlun. Aksturinn inn gilið var stórbrotinn og ekki spilti fyrir rigningin fyrr um daginn. Litirnir voru djúpir, skuggalegir en jafn fram bjartir. Við vorum fljót að finna okkur stað fyrir tjaldið. En þegar hælarnir voru rekknir niður runnu á okkur Sverri tvær grímur. -Erum við að tjala á réttum stað eða ekki?- Það var óhugsandi að setja niður þessa hæla nema með hjálp hamarsins. Stuttu eftir byrjaði svo að rigna og hætti ekki fyrr en við hugðum okkur, næsta dag, til flutnings. Og jafn óðum og við rendum úr hlaði í Þakgili tóku skýin sig saman á ný og úr varð úrhelli. En við alsæl, eftir góða dvöld og lofuðum að koma aftur.
Við stefndum nú í Hólaskjól. Þar voru móttökurnar með hinu besta móti, sól, þurrt og yndislegt veður. Heldur betur gekk að tjalda í þetta skiptið enda undirlendið með besta móti. Við fengum okkur fínan göngu túr upp og meðfram ánni. Átum dýrindis borgara og nutum veðursins til hins ítrasta. Litli grallarinn var ótrúlega hress og ófeiminn að fara sjálfur í könnunnar leiðangur. Mér var pínu eftir sjá í að halda afstað undir hádegissólinni næsta dag. Komin í stuttbuxur, alveg að kafna úr hita undan ullarbolnum. En leiðin lá inn í Eldgjá að Ófærufossi, þaðann inn í Landmannalaugar í sturtu og svo loks á áfangastað, Landmannahelli. Ófærufossinn er kominn eftst á blað hjá mér yfir fallegustu fossa sem ég hef séð. Baðaður í einu sólarglætunni sem umlék gjána varð litadýrð hans svo magnþrungin að auðvelt var að huga sér til sunds. Eftir sturtuna í Landmannalaugum héldum við endurnærð inn í Landmannahelli þar sem Þóra skvís tók vel á móti okkur. Fram á sunnudag vorum við í hellinum eða nágreni hans. Á föstudeginum bættist vel í hópinn og uppúr hádegi laugardags þegar við vorum orðin fullskipuð héldum við afstað í lítiðferðalag. Fórum góðan hring, upp hjá Krakatindum og komum niður Pokahrygginn. Þaðan var stefnan tekin í Landmannalaugar til sýningar fyrir Eyrúnu sem aldrei hafði komið þangað. Ferðin reyndist vera dýrkeypt þar sem bíll í hópinum tók svo mikið vatn inn á sig að hann komast aldrei í gang. Upp úr því hófust miklar ,,drukkningar" inn í Landmannahelli þar sem tveir bílar eyðilögðust við að fara yfir ána þar. En við komumst þó höll heil og höldnu í bæinn. Mis seint þó.
Ánægjuleg ferð --- jarðsamband komið á --- get ekki beðið eftir Þórsmörk síðustu helgina í september! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2007 | 11:49
My 'hood like a war zone
Það er greinilega margt í gangi í heiminum ...
Þegar ég kom til Chicago var mér sagt að þar kæmu aldrei 'stormar' eða fellibylir. Annað reynist það nú vera.
Í fyrra var rosalega mikil 'tornado warning' en í ár ' it hit very hard'.
Ég er svo yfir mig hissa.
Hvar endar þetta eiginlega?
Kathy var í fréttunum og hele fjölskyldan. Skelli slóðinni hérna með.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2007 | 11:30
Hvernig kaffi er ég!
Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Latte!
og samanstend af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Latte!
Þú ert skapstór og íhaldsamur einstaklingur sem lætur ekki bjóða sér hvað sem er. Undir vissum kringumstæðum leyfirðu þér að prófa nýjungar, en þó aðeins að vel athuguðu máli.
Þú samanstendur af tvöföldum espresso og flóaðri mjólk.
...þetta er alls ekki svo vitlaust ;)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
20.8.2007 | 15:39
Að baki
Eins og eflaust margir borgarbúar tók ég þátt í Menningarnótt á laugardaginn. Ég gaf mér þó lítið tækifæri á því að skoða hvað var um að vera heldur gekk ég á samt öðrum sjálfboðaliðum URKÍ-R með ruslatunnur um bæinn og bauð fólki að losa sig við fordóma sína. Á leiðinni gerðist ég geitar eigandi sem mér finnst ótrúlega spennandi þar sem ég þekki ekkert inn á bústörf. En það aftraði mér ekki fyrir kaupunum því inn í þeim var fjölskylda í Malaví sem sér um geitina fyrir mig! Og munar það öllu.
Um kvöldið var ég svo mætt á Klambratún á slaginu átta til að hlíða á tónlistarfólkið. Ég vék mér einu sinni frá, en það var út í Eskihlíð að pissa, og var ég mun fljótari að því en að bíða í klósettröðinni á Kjarvalsstöðum. Það sem af var kvöldinu var svo teigað í góðu tómi hjá Sibbu vinkonu ...
Takk fyrir mig!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 13:10
Fyrirsögn
Það helsa í fréttum er kannski það að Mennignarnótt er á morgun. Hef persónulega ekki fundið mér neitt sérstakt að gera, en verð á vappi með ,,Hendum fordómum í ruslið" verkefnið ásamt fleirum sjálfboðaliðum URKÍ-R. Þið getið séð okkur á milli 13:00 og 16:00 með stórar ruslatunnar að bjóða fólki að losa sig við fordóma sína - vonandi fyrir fullt!
Að því loknu býst ég við að stefnan verði tekin á Miklatún og njóta tónleikanna þar. Enda yndislegt að geta verið úti og hlustað á "live" tónlist. Einhver hafði svo verið að tala um grill, og ætla ég að leita hann uppi og rukka fyrir það. Því ég væri ótrúlega til í að skella mér á glóðar-grillaðan borgara og öllara með ;)
Er annars núna í ,,hinni" vinnunni. Sit og skrifa DVD diska, sem er svo sem ekkert nýtt. Þetta er einn stór vinnudagur, því næst tekur svo við kvöldvakt. Og jafnframt síðasta vaktin mín. Verð að segja að ég er orðin heldur þreytt. Næturvaktir í síðustu viku sem þýddu að sólarhringurinn varð allur í rugli. ,,Stíf" dagsskrá kærleiksdaga var um helgina, og ,,fór hún alveg með mig". Ef ég gæti sagt sem svo. Er bæði þreytt og að melta ýmiskonar upplýsingar sem ég innbyrgði. Bæði um sjálfa mig og aðra. Ásamt því að vera að vinna og mæta á námskeið, undir búning fyrir akademsík vinnubrögð. Enn ein vakt eftir :D
Mesta tilhlökkunnar efnið er útilegan sem er framundan. Þakgil og Landmannahellir. Það verður yndislegt að komast út í náttúruna og innbyrgða hana fyrir komandi vetur. Sem ég hef grun um að gæti orðið ansi stífur. ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.8.2007 | 00:44
Dýrafjörður - Núpur
Mikið átti ég yndislega helgi í faðmi vestfirskra fjalla, fallegs veðurs og góðra vina hóp.
Ferðin vestur gekk vel fyrir sig! En tók heldur á bílinn enda vegir til háborinnar skammar. Veður var gott og yndislegt að horfa á milli fjarða og upp og niður fjöll. Heimleiðin var ekki af verri endanum. Lokuðum hringnum með því að fara Ísafjarðardjúpið. Þar voru vegir heldur skárri. Ennþá var veðrið hreinn unaður og sást yfir og allt um kring. Þegar komið var efst á Þroskafjarðarheiðina og stefnan tekin niður í Þorskafjörðin og blasti allt við okkur fram að sjóndeildar hring, og Snæfellsjökullinn tók á móti okkur í öllu sínu veldi. Fyrir Reykvíking sé ég þessa hlið á honum mjög sjaldan og var hún hreint stórkostleg.
Það er hálf dræmt að vera komin aftur í bæinn. Ég var rétt að byrja að njóta mín, enda elska ég vestfirði, og hefði verið til í að hafa nokkra daga í viðbót. En það styttist í að ég fari aftur út úr bænum, enda mikil þörf á því. Náttúran kallar enn sterkar. Þrjár vaktir eftir, menningar nótt, og svo út úr bænum í næstu viku. Stefnan tekin á Þakgil og svo upp í Landmannahelli að hitta Þóru skvís, sem hefur dvalið þar í allt sumar.
Held að það sé kominn tími á svefn. Góður svefn er undirstaða góðs geðheilbrigðis og þess þarf á að halda hjá tannsa á morgun! Annars er hann iðulega góður. Vonandi verður sama í gangi á morgun. Nema hann ákveði að fara að krukka eitthvað í þessum endajöxlum mínum.
--- Yfir og út ---
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
8.8.2007 | 05:45
Í fréttum er þetta helst;
Ég er orðin nokkuð fær varðandi fuglabúrs þrifin. Get sett höndina inn í búrið án þess að skjálfa af hræðslu. Áttaði mig á því að greyin væru hræddari en ég. En þessu ævintýri fer að ljúka, og verð því fegin. Að eiga fugla er þreytandi til lengdar. Allt gott tekur enda, og ég læri af þessu.
Bíó-myndir --- er eitt af því besta sem ég veit --- Ég horfði á Ghostbuster 1 & 2 í gær dag. Mikið var það ljúft. Fór þá að rifja upp aðrar barna myndir sem ég horfði á. Man ekki eftir mörgum, en Goonies er í uppáhaldi --- út frá þessu fór ég að pæla aðeins, og vá hvað mér finnast margar skemmtilegar myndir hafa verið gerðar á þessum tíma (ca. ´80-´90) (En þó er aðeins eldra tímabil mér mun ofarlega í hug og í ennþá meira uppáhaldi) --- mér finnst hálf rómantískt og frábært að sjá hversu "effecta" tæknin var "ófullkomin" á þessum tíma --- miða við það sem við sjáum í dag. Það var allt svo notalegt eitthvað. --- Mér finnst vera kominn tími á rómantíska tímabilið í kvikmyndum --- Er þetta fortíðar þráhyggjan sem kallar?
Undirkyndingin vikunnar er; Allir að fylgjast með Hendum fordómum í ruslið og Lifandi bókasafni á GayPride, um komandi helgi, og á menningarnótt. Þar gefst fólki kostur á að velta fyrir sér hvað fordómar eru, og jafnvel skoða sína eigin.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 05:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2007 | 17:29
Heimilistónar
Loksins - loksins - loksins hef ég fjárfest í disknum Herra ég get tjúttað með Heimilstónum
Er að renna honum í gegn í þriðja skiptið! Finnst hann magnaður! Hann bjargaði mér alveg um daginn í eldhúsinu þegar ég nennti ekki að gera kvöldmatinn. Þá var bara allt sett í botn, og ekkert mál að framreiða matinn
Svo verður hann pott þétt notaður fyrir tjúttið og svona.
Nú er bara að fá að vita um tónleika með stelpunum ... hef farið á nokkra og þær eru svo flottar! Síðan er ekkert verra að myndin Heimilstónar í Ameríku fylgir með! En þar eru þær ótrúlegar.
Fann hérna heimasíðu ... en ekkert notuð mikið, síðast skrifað árið 2005.
,,Ég vil ekki vera ein í nótt - svo ég varð að hringja í einhvern sem var skotinn í mér."
Góða verslunnarmanna helgi allir! Ég ætla mér að vinna um helgina! Enn; ,,Herra ég get tjúttað" fyrir því
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.8.2007 | 20:18
Sundferðirnar
Eins og ég hef áður sagt er yndislegt að fara í sund! Þar er hægt að sjá alla skala þjóðfélagsins sem leggur leið sína á baðstaðinn. Það sem stendur mér ofarlegast í minni eru;
Maðurinn sem næstum eyðilagði fyrir mér heitapotts slökunina. Hann tuðaði svo yfirmáta mikið í sundlaugarverðinum, að ég flúði pottinn.
Sumir eru heldur einrænir og meta sig ekki út frá umhverfi sínu, frá þeim sem fyrir eru. Svamla út í miðri laug með ungviði sín svo allt stíflast.
Aðrir eru frekar pervertískir og synda full stutt á eftir manni.
Og enn aðrir láta sér ekki nægja að sápa sig aðeins í sturtunni, heldur bursta tennurnar líka svo allt verður á flotti í froðu, slefi og tannkremi.
...og svo eru eftil vill fleiri sem ég man ekki eftir í bili...
Eins og ég segi þá er gaman að fara í sund ...og ekki sakar að næla sér í smá brúnku líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)