Færsluflokkur: Bloggar
8.9.2007 | 14:30
skyndilega
Var að skoða póst frá Apple.
Ég var búin að fá nóg af iPod-um, aðalega vegna allra galla sagnanna sem ég hef heyrt.
Minn er samt stór kostlegt undur. Einn daginn fraus hann, nokkrum mánuðum seinna datt hann í gólfið og ,,þiðnaði". Stuttu eftir það datt hann aftur í gólfið og skjárinn brotnaði, en hann spilar lög í dag! Vandamálið er bara að hafa ekki skjáinn.
Ég hef verið að velta því fyrir mér að fjárfesta í mp3 og svona. En í dag óska ég þess að búa í USA og þá gæti ég skellt mér út í búð og keypt mér nýja iPodinn, á aðeins $349. Fallegur og stórkostlegurgripur sem mig langar í.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2007 | 16:34
Plötuspilarinn og fegurð
Í plötuspilaranum hefur undanfarið verið spilaðir; Roger William og Andy Williams. Undur fögur og hugljúf tólist. Alveg hreint stórkostlegir. Pabbi rifjaði upp við mig að þeir hafi spilað fyrir okkur tvíburana þegar við vorum oggu litlar. Svo ekki hef ég langt að sækja áhugann á þessari tónlist! :)
Fór á fornar slóðir í dag er ég gekk út í Háskólaprent. Hafði keypt mér Wrigley´s Spearmint tyggjó um morguninn. Sem var vel við hæfi. Því þegar ég var lítil fékk ég oft svoleiðis hjá ömmu og afa á Kvisthaga og bláan ópal. :D Allt þetta og fleira rifjaðist upp á leiðinni. Ásamt því að þar sem Háskólaprent er var einu sinni ,,Kaupmaðurinn á horninu". Man að ég var einu sinni í strætó á leið út í Einarsnes, til hinnar ömmu minnar og afa, þegar bílstjórinn stoppaði þarna og fór inn og fékk sér að borða. Og ég, pínu lítil al ein í strætó, og mér stóð ekkert sérlega á sama. Annars tengi ég þessa búð, fyrrum búð, við Trúðaís með kúlutyggjói. :D
,,OG SKÁLD NOKKURT SAGÐI:
Segðu okkur frá fegurðinni.
Og hann svaraði:
Hvar ættir þú að leita fegurðar og hvernig ættir þú að finna hana, ef hún sjálf er ekki
vegur þinn og leiðarljós?
Og hvernig ættir þú að yrkja um hana,
ef hún er ekki vefari orðsins?
Mæddir menn og þjáðir segja:
,,Fegurðin er ljúf og mild.
Eins og ung móðir, hálffeimin í dýrð sinni,
stígur hún niður meðal vor."
Og hinir kappsfullu segja:
,,Nei, fegurðin er eitthvað ógurlegt og máttugt.
Eins og stórviðri hristir hún jörðina undir fótum okkar og himininn yfir höfði okkar."
Þreyttir menn og lífsleiðir segja:
,,Fegurðin er mjúk og lágróma rödd.
Hún talar í sál okkar.
Rödd hennar fellur inn í þögn okkar eins
og dauft ljós, sem skelfur af ótta við skuggann."
En hinir friðlausu segja:
,,Við höfum heyrt kall hennar milli fjalla,
og í rödd hennar voru ofnir hófaskellir,
vængjagnýr og öskur ljóna."
Á kvöldin segja útverðir borgarinnar:
,,Fegurðin mun rísa í austri í líki morgungyðjunnar."
Og í erfiði dagsins segja verkamenn og
vegfarendur. ,,Við höfum séð hana lúta yfir
jörðina úr gluggum sólsetursins."
Og á veturna segir bóndinn:
,,Hún mun koma yfir roðnandi fjallshnúka
með vor í faðmi."
Og í önnum sumarsins segja kaupmennirnir:
,,Við höfum séð hana dansa í fallandi haustlaufi með jómfrúmjöll í hári."
Allt þetta hafi þið sagt um fegurðina, og þó töluðu þið ekki um hana, heldur um þörf, sem ekki var fullnægt.
Og fegurðin er ekki þörfin, heldur leiftur guðdómsins.
Hún er ekki þorsti eða fátækt, sem biðst afsökunar, heldur er hún sál, slegin eldi, hjarta, heillað af töfrum.
Hún er ekki mynd, sem menn sjá, eða ljóð, sem þeir heyra, heldur er hún mynd, sem lifir í hjartanu, þótt augunum sé lokað, og ljóð sem ómar í sálinni, þó að eyrað nemi ekkert hljóð.
Hún er ekki safinn bak við skorpin börk eða vængjuð ránfuglskló, heldur er hún garður, sem aldrei fölnar, og hópur engla, sem fljúga að eilífu.
Synir og dætur Orphalesu, fegurðin er lífið, þegar lífið tekur blæjuna frá helgu andliti sínu.
En þið eruð lífið og þið eruð blæjan.
Fegurðin er eilífð, sem horfir á sjálfa sig í spegli.
En þið eruð eilífðin og þið eruð spegillinn. "
Kahlil Gibran - Spámaðurinn
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2007 | 19:54
drottinn minn dýri
er að horfa á kastljós umræðuna um Jesú auglýsinguna ... með öðru auganu ... því líkt og annað eins ... og spyrjandinn er ekki einu sinni málefnalegur! hræðilegar spurningar, barnalegar ... það er ekki hvað má og hvað má ekki, heldur hvað sé málefnalegt!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 21:24
Er þetta raunin?
Hef þetta eftir kennaranum mínum í dag;
- Veldi á uppleið hefur karlmannlegt gildi og lögmál hins sterka.
- Veldi á niðurleið hefur kvennlegt gildi og þjóðfélag á niður leið.
- Hnignun er sama og hamingja. Í hnignun felst hamingja.
Ég er ekki alveg að skilja þetta!
Ef kona getur gert hlutinn - þá hlýtur karlmaður að geta það líka - og öfugt - það er jafnrétti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.9.2007 | 19:46
Minnir á ...
Blautir skór og lausar reimar minna mig á barnæskuna mína. Hopp í polla, gusu gangur og sakleysislegur hlátur barns.
Köttur í þykku trjárjóðri að gæða sér á nesti barns sem hefur fleygt því. Tröllvaxnir fætur manns ganga hjá og kötturinn skíst burt. Minnir mig á það sem ekki má. Læðu pokast í hættuna í leit að spenningi. Hungrinu svalað.
Afvikinn ormur á miðri blautri stéttinni. Minnir mig á það sem mann langar mest í en nær aðeins hálfa leið, því dæmið var ekki reiknað til enda. Óskin um meiri rigningu til að komast að leiðarenda knýr hann áfram. Markinu verður náð á einn eða annan hátt. Réttlætið knýr hjálpandi sálir áfram í að aðstoða. Taka hann upp og setja hann í moldina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2007 | 12:53
Íslenskt í bíó
-Já takk!-
Ég gerði enga stórleit af sjálfri mér svo ég held ekki áfram með færsluna hér að neðan. En í staðin fór ég að sjá Astrópíu í gær.
Við í kvikmyndaklúbbnum Bíódagar höfum verið ótrúlega dugleg að fara á íslenskar myndir í bíó. Og erum við mjög ánægð með það úrval mynda sem hefur verið og hversu góðar þær eru. Íslendingar eru greinilega í útrás þar.
Astrópía er svolítið öðruvísi mynd. Svona fullorðins ævintýra mynd, en samt ekki, því það er allur aldurshópur sem hefur áhuga á hlutverkjaleikjum í formi borðspils. Svo myndin nær til breiðs áhorfendahóps, og er örugglega súper skemmtun fyrir þá sem þekkja til. En ég þekki ekki til þessara leikja en fannst ég alls ekki út úr. Ég gat þá skemmt mér að öðru.
Húmorinn var skemmtilegur í myndinni og það tók suma í hópnum að átta sig á honum alveg út á bílastæði Háskólabíós. Þar var aðallega fattarinn í Playmolas vs. Legolas - en það var algjör snilld. Svo hafa örugglega verið fl. svona djókar, en aðeins ,,innanbúðar maður" hefði fattað það.
Fyrir mig var myndin svolítil háðs deila á ævintýra myndir og karlmennsku. Konurnar voru bestu bardagamennirnir, og flottastar.
Mesta effortið fór þó í búninga og förðun, enda stórskemmtilegt og vel gert.
Kvikmyndatakan var frekar einföld, svona eftir á að hugsa, og persónulega hefði ég viljað sjá gert meira út á tignarlegt landslagið, þar sem það væri ýkt og stækkað á bak við persónurnar. Til að undir strika háðið á aðrar ævintýra myndir --- en hey, kannski er ég bara komin út fyrir efnið.
Myndin datt líka stundum út úr takti, eða hökti aðeins, það vantaði pínulítið upp á snerpu leikara og klippingar, eða myndatöku. Aðallega til að hjálpa leikara í aðalhlutverki að skila sínu betur. Þó hún hafi staðið sig ágætlega. Ég upplifið ekkert vandræðalegt móment, en það hefði stundum mátt vera meir innri tilfinning. En það er eitthvað sem lærist bara. Annars voru vel flest aðrir leikara stór góðir og skemmtileg persónusköpun hjá mörgum.
Stór góð skemmtun fyrir alla. Þá sem hafa áhuga á íslenskum myndum - hlutverkaleikjum eða bara langar í góða "entartainment" mynd til að horfa á.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2007 | 20:50
Butch Cassidy and the Sundance Kid.
Alveg skemmti ég mér stór vel yfir þessari mynd ... sumum atriðum hefði mátt sleppa eða endur hugsa tónlista ... Hef ég misskilið lagið "Raindrops are falling on my head" ? Eða hvað? Því mér finnst ekki passa að hafa það lag undir þegar það er ekki rigning eða ekki vottur af rigningu eða hún ekki einu sinni að skella á. Svo voru sum atriði alveg óþörf og eins og þegar byrtist ljósmynda sería af þremeningunum. Þar sem ég hélt að parið hafði gift sig, en svo var ekki. Veislan í skipinu var bara svona! En vá hvað þeir Paul og Robert eru sætir. Ég er svo heilluð af Paul eftir þáttinn sem ég sá um hann um daginn að ég bara sá ekki Robert. ... eða svona þannig séð ... da da da... hugsa - hugsa - hugsa - öööööö man bara ekki alveg hvað ég ætlaði að segja ...
vá ég bara datt út ... og ekki búin að finna sjálfa mig ... hef ekki þolin mæði í að leita svo ég skelli bara hérna inn mynd og held áfram með þessa mynda umfjöllun þegar ég hef fundið mig aftur!
En, ég mæli með þessari mynd!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2007 | 22:33
Vestrarnir
Ég hélt því lengi fram að faðir minn væri áhugamaður um vestra. Svo mikill að ég hóf að kaupa handa honum myndir með gömlum hetjum eins og Roy Rogers og classa myndir á borð við How the West Was Won.
Það er ekki svo langt síðan að ég uppgötvaði að hann hefur bara ósköp venjulegan áhuga á þessum myndum - svona hvorki né.
Ég held að ég hafi þá bara farið að rugla saman því sem hann horfði á sem strákur og mínum undirliggjandi á huga fyrir vestrum. Faðir minn hefur í rauninni áhuga á ævintýramyndum --- svona almennt.
En ég afhjúpaði sjálfa mig og finnst vestrar hreint æðislegir. Sérstaklega þá myndin How the West Was Won.
Í kvöld leigði ég mér myndina Butch Cassidy and the Sundance Kid.
Ég hlakka ótrúlega að sjá hana. Sá um daginn þátt á Stöð2 um Paul Newman. Og nú er bara að bíða og sjá!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2007 | 16:35
,,Alltaf sígil - alltaf ljúf"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)