Færsluflokkur: Bloggar
3.7.2007 | 00:49
Speed warning
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.7.2007 | 00:37
Bíó, öl, böl og ættarmót
Eftir margar kvöldvaktir og föstudags morgunvakt skellti ég mér í Kringluna að kaupa afmælisgjöf handa Daníel. Litli maðurinn fékk smábarnabókina um slökkviliðsbílinn og ermalangan bol, allt eftir óskum móðurinnar. Enda hefur maður lítið að segja þegar maður er aðeins að verða 1 árs.
Shrek hinn þriðji varð fyrir valinu sem mynd kvöldsins, og stóð hún bara fyrir sínu. Furðu fyndin, enda hélt sami húmorinn áfram frá því sem frá var horfið. Verst þó með gelluna sem talaði allan tímann. Fólk sem vill tala og horfa á mynd á bara að leigja sér spólu.
Föstudags kvöld og stefnan var tekin á Ölstofuna. Það er satt sem þeir segja, það er prumpulykt þarna
Laugardagurinn fór svo í ættarmót fyrir vestan. En það var stór skemmtilegt. Alltaf gaman að hitta ættingjana sína, þó ég þekki ekki nærri helminginn. Kvíð alltaf smá fyrir svona stórmótum. Veit ekki af hverju, en svo er þetta alltaf skemmtilegt.
Hið óvænta gerðist svo á sunnudeginum. Gamalt brot úr fótbolta tók sig upp og brotnaði aftur. Svo ég komst að því að það er ekkert sniðugt að brjóta tennur um helgar, því maður kemst ekki til tannlæknis, nema það sé neyðartilfelli og þá er það slysó.
Þannig fór nú það...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2007 | 00:09
Bugur óttans?
Ég veit ekki hvað ég var að hugsa þegar ég játaði því að taka að mér að þrífa fuglabúrið í vinnunni. Ég er ekkert mjög hrifin af fuglum, held mig eins langt frá tjörninni eins og hægt er og svona. En kannski mun þetta lagast þegar ég hef vanist á þetta. Þeir fara ekkert út úr búrinu, svo ég er örugg með það. Sjáum hvernig þetta fer.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
25.6.2007 | 17:49
Vinirnir og fyrirheitin sem aldrei urðu
Er að fara yfir gamla bloggið mitt! Ásamt því að færa það á pappír er ég að lesa ýmsar færslur. Bloggið byrjaði sumarið áður en ég fluttist til Chicago og eru færslur þaðan góð heimild um líf mitt fyrir förina, á meðan henni stóð og eftir. Það er gaman að lesa þetta og rifja hlutina upp, sér í lagi þar sem ég mun ekki fara til Chicago í sumar.
Eitt sem ég rakst á er ljóð sem ég fékk sent og birti á blogginu. Og ætla að birta það hér líka. Mér finnst ágætt að lesa það og rifja upp, maður ætti alltaf að hafa boðskap þess á bakvið eyrað. Því það er gott að eiga góða að og aldrei að skella á frest því sem hægt er að gera í dag. Njóta þess að gera hluti með vinunum og gefa sér tíma í það.
í víðáttu stórborgarinnar.
En dagarnir æða mér óðfluga frá
og árin án vitundar minnar.
Og yfir til vinarins aldrei ég fer,
enda í kappi við tímann.
Sjálfsagt þó veit hann ég vinur hans er,
því viðtöl við áttum í símann.
En yngri vorum við vinirnir þá,
af vinnunni þreyttir nú erum.
Hégómans takmarki hugðumst við ná
og hóflausan lífróður rérum.
"Ég hringi á morgun", ég hugsaði þá,
"svo hug minn fái hann skilið",
en morgundagurinn endaði á
að ennþá jókst milli okkar bilið.
Dapurleg skilaboð dag einn ég fékk
dáinn sé vinurinn kæri.
Ég óskaði þess, er að gröf hans ég gekk,
að í grenndinni ennþá hann væri.
Sjálfur, ef vin þú átt góðan í grennd,
gleymd ekki hvað sem á dynur,
að albesta sending af himnunum send,
er sannur og einlægur vinur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2007 | 16:18
Hlíðin mín fríða
Næringarrík helgi að baki þrátt fyrir vinnu. En ég lét þó ekki því til skipta og skelli mér í Hlíðina strax eftir vinnu á laugardeginum. Við stóru frænkurnar fórum saman og rótuðum og sáðum í garðinum, hjá frænkunni. Ég hlakka bara til uppskeruhátíðarinnar sem ég bauð sjálfri mér í eftir að við vorum búnar með garðverkin. Út troðið matarborðið beið okkar, í bústaðnum, þegar við komum inn. Gríðarlegar kræsingar og geggjað gott! Eftir meltingin tókum við til við að spila Nertz sem var stórskemmtilegt og alveg nýtt fyrir mér. Seint og síðar meir, endurnærð eftir útiveruna, gróðurinn og fjöllin fór ég í háttinn, ferlega sæl! Sunnudagurinn byrjaði snemma, tíðinda laus og fagur. Við héldum okkur til í róleg heitunum, göngutúr og afslappelsi áður en við fórum í bæinn í fyrri kantinum því ég þurfti að mæta til vinnu upp úr þrjú. Miða við umferðarþungan alstaðar að af landinu var ég fegin að hafa þurft að fara svona snemma.
Í fríi í dag, endurnærð eftir fjalla og sveita loft helgarinnar, og hef það gott í sólinni heima! Mikið hlakka ég til að komast aftur út úr bænum og eyða meiri tíma í Hlíðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2007 | 12:13
Leikstjórinn sem gerði mynd úr draumum sínum
Dreymdi verulega súrt í nótt ... Draumar eru alltaf skemmtilegir, og en þá skemmtilegri ef þeir segja manni eitthvað. Draumar eru líka oft úrvinnsla hugans ... ef mig langar t.d. í fótbolta þá dreymir mig bara að ég sé að spila fótbolta, aðeins svona verið að svala þorstanum fyrir tuðrunni.
En þegar ég var í kvikmyndaskólanum þá sýndi, að mig minnir, Kristín Jóhannes okkur mynd. Ég er búin að gleyma hvað myndin heitir og því auglýsi ég eftir heiti hennar. En það sem ég man um myndina var að leikstjórinn skrifaði niður draumana sína og bjó síðan til mynd úr þeim. Myndin var að vonum súr, enda draumar oft á tíðum mjög súrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.6.2007 | 18:37
„Andlit án frekna er eins og næturhiminn án stjarna!“
Þá hafa freknurnar látið ljós sitt skína! Ég er ein stór frekna. Langt síðan ég hef verið svona útitekin, en það er sundferðunum að þakka! Ég hef aldrei sérlega haft mikla komplexa yfir freknunum mínum, eins og stundum vill kannski verða með freknótt fólk. Ég fæddist rauðhærð, varð ljóshærð og núna bara man ég ekki hvernig háralit ég ber, og hef alltaf verið freknótt. Kannski sagði það mér eitthvað þegar Fríða frænka sagði mér sögu af Halla frænda mínum. Hann varð svo freknóttur á sumrin. Þegar hann var lítill var hann voða miður sín yfir þessu og bar það undir mömmu sína. Þá sagði hún að þegar maður væri með freknur þá kyssti sólin mann oftar, en bara einu sinni hjá þeim sem ekki væru með freknur. Ég hugsa oft um þetta þegar ég sólbaða mig, verð rauð, síðan bleik og öll út í freknum. Sólin sem sagt búin að kyssa mig svona oft!
...og ég fyrir löngu hætt að telja!
Og hérna koma smá upplýsingar af vísindavef Háskóla Íslands
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.6.2007 | 18:59
Eins og draumur í dós
Datt inn á myndasafnið mitt og óstjórnleg löngun tók sig upp ... Ég bara hreinlega trúi því ekki að ég hafi verið þarna (þar sem þessi mynd er tekin)! Mikið sakna ég Fence lake og fjölskyldunnar, afslöppuninar við vatnið, bókanna, sólarinnar og alls! En ég verð að láta sundlaugina duga í bili.Stefni bara á að komast að ári.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
11.6.2007 | 18:23
Vel líðun og sjóskíða söknuður
Var að byrja í nýrri vinnu ... ætla að notafæra mér sundlaugina sem er fyrir neðan í sumar. Hjóla til og frá vinnu, og í sund, fyrir eða eftir!
Mikil tilhlökkun ... var að koma frá fyrsta vinnu degi og fyrsta hjóla og sund deginum og mér líður ekkert smávegis vel ... gríðarleg vellíðun og ró yfir líkama og sál ... ég hlakka svo til að halda þessu áfram í sumar! Vonandi gengur það eftir!
...í svona veðri langar mig á sjóskíði og tubing... mikið sakna ég þess... það eru að koma tvö ár síðan ég fór síðast á þau ... vonandi er ég ekki farin að gleyma neinu ... ...annars er meðfylgjandi mynd af mér á leiðinni yfir "the wake" ... og er ekki enþá búin að læra hvernig á að skíða aðeins á öðru, náði svona 2 sek og svo "plaff" dottin
eigið góðan sólríkan dag ... ég og syss ætlum að fagna síðasta heros þættinum sem sýndur er í kvöld ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.6.2007 | 15:33
Hjólastóla gellan í nýjum stól, umferðatafir og stjórnlaus hundur
Það sem er frásögu færandi af helginni sem er að líða undir lok, er gærdagurinn. Ég ákvað að kíkja til tvíbura míns þar sem hún hafði verið að fá nýjan rafmagnshjóla stól, NB sinni fyrsta. Og var því spenningurinn samkvæmt því. Litla systirin og hundurinn voru líka tekin með. Ég var þegar búin að heyra að hjólastóla gellan væri nú þegar búin að valda smá usla hjá foreldrum okkar þar sem hún var búin að smella einu stykki gati á veginn í eldhúsinu heima hjá sér. Enn, sagan hefst á því að við systurnar og hundurinn erum komin í hús. Við förum fljótlega út til að prufu keyra stólinn og svo að hjólastóla gellan geti æft sig. Þetta gengur allt ágætlega fyrir sig, gott veður og rólegt. Við ákveðum í miðjum göngutúr að kíkja til mömmu sem var út í garði að vinna.
Við erum komnar að hringtorgi og þurfum að fara yfir það á tveimur stöðum sem hvor um sig er skipt í tvennt. Við erum að fara yfir á fyrsta staðnum, fyrri helming þegar strætó stoppar fyrir okkur. Eins og ég sagði áðan þá erum við að æfa okkur í stólnum og förum ekki hratt yfir. Svo við löllumst þarna yfir götuna, strætó stopp ásamt tíu bílum. Við og litla systir flissum yfir þessu, gott að vera góður og allt það, en ekki þegar maður tefur alla hina. Og þá var komið að síðari helmingnum. Hérna stoppaði nágranninn okkar fyrir okkur. Og áfram löllumst við þetta. Þangað til litla systir kallar á mig. ,,Stopp, það er eitthvað að. Við erum rafmagnslausar" Ha! Þetta er martröð hvers sem gengur fyrir rafmangi. Við vorum rafmagnslausar út á miðri götu og bílaröðin stækkaði bara og stækkaði. Ég ríf upp síman og hringi í pabba. Við hringsnúumst í kringum okkur og fussumst yfir því að vera rafmagnslausar á versta stað í heimi. Allt í einu sé ég unlock og lock haka og eins og í teiknimynd byrtist ljósaperan fyrir ofan höfuð mitt. Ég færi hakan niður í unluck. Og okkur tekst að draga stólinn út af götunni. Okkur var borgið. Við komumst svo að því í gegnum pabba sem er nett stressaður í bakaríunu rétt hjá að það er snúra sem fer stundum úr sambandi, og þurftum því að festa hana aftur.
Allt orðið klárt og við rétt ókomnar til mömmu. Pabbi ekur fram hjá okkur og "bíbbbbbbbbbbb" hundurinn tekur á rás á eftir bílnum og sinnir ekkert um kall okkar og blístur um að snú við. Þarna var pabbi kominn og ekkert gat stöðvað hundinn í að fagna því. Sem betur fer var lítil umferð og hæg.
Þetta var svona það helsta í sögunni, rafmagnsleysi á miðri götu toppar allt og stjórnlaus hundur en þetta var svo sem ekki alveg búið, en við héldum það þegar við fórum frá mömmu og pabba og fylgdum hjólastóla gellunni heim. -Allt er þá þrennt er, afsannaðist þarna- Þá fór hún bara að klessa á litlu systur sína og rétt áður en ferðin okkar var búin, vorum að fara yfir síðustu götuna, alveg að komast upp á gangstéttina, tveir bílar stopp og. Haldfangið fór af, ekkert hægt að stýra. En ,,öllu" vanar smellum við því á og drífum okkur afstað. Þessi ótrúlega ferð okkar hérna í Grafarvoginum, var stór skemmtileg. Góður dagur, endaði svo í pizzu áti og horfðum á Happy Feet. Núna er það svo bara afslappesli fyrir morgun daginn þar sem ný vinna tekur við. Heimilistölvan er komin í hús og ætla ég að sóa tíma mínum í sims ... með vituð um tímaþjófnað tölvuleikja og þá sér í lagi sims réttlæti ég þetta fyrir mér ... og sims notast aðeins í "neyð" sem að er, ekkert að hugsa tímabilið sem verður stundum að vera ... :p
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)