Færsluflokkur: Bloggar
25.10.2007 | 12:53
Leiðréttum kjör öryrkja og aldraðra - undirskrifta söfnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.10.2007 | 14:49
Rosalegt
Þetta ætti að vera til á vídeó og sýna öllum þeim sem vilja sjá.
Tók eftir því í gær að fólk var ekki alveg að átta sig á því að það er hált í mikilli rigningu. Nokkrum sinni á leið minni úr Grafarvoginum og í vesturbæinn sá ég næstum bílslys þar sem fólk rétt náði að stoppa áður en það kom að næsta bíl.
Getum við aldrei lært af leiðsögn annara? Þarf fólk alltaf að upplifa hlutina sjálft áður en það lærir?
Ökumaðurinn ber ábyrgðina og oftast er það þannig að farþegar hans lenda vest í slysunum.
Lögreglan: Ótrúlegt að ekki skyldi verða stórslys | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2007 | 14:43
Djókur
Miðaldra maður í Ameríku keypti sér nýjan Mercedes Benz til að halda uppá það að konan hans fór frá honum. Fór svo í bíltúr um kvöldið til að sýna sig og sjá aðra. Topplúgan var dregin niður og vindurinn blés í þær hárlýjur sem ennþá prýddu höfuð hans. Hann gaf hressilega í og þegar hraðamælirinn sýndi 180 sá hann skyndilega að baki sér lögguna með blikkandi ljósin. Hmrmff... þeir ná mér aldrei á Mercedes Benz, og hann gaf í... og gaf aftur í .. Þá tók skynsemin völdin og hann sagði við sjálfan sig "Hvað er eiginlega að mér?" ..hægði á og keyrði út í vegarkantinn.
Löggan kom að honum leit á ökuskírteinið og grandskoðaði bílinn: "Þetta hefur verið langur vinnudagur" sagði hann "ég er að ljúka vaktinni og það er föstudagurinn 13. Ég nenni ekki meiri pappírsvinnu, og hef engan áhuga á yfirvinnu, - ég gef þér séns. Ef þú getur komið með góða afsökun fyrir þessum ofsahraða sem þú fórst á ,betri en ég hef nokkru sinni heyrt, þá læt ég þig sleppa í þetta sinn" Kallinn hugsaði sig um nokkra stund og segir loks: "Kellingin stakk af fyrir nokkrum dögum með lögreglumanni. Ég var bara svo rosalega hræddur um að þú værir að skila henni" "Góða helgi" sagði löggan.
(tekið af bloggrápi í dag)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 18:09
Erum við svona fljót að gleyma?
Sá tvær alveg magnaðar heimildarmyndir í dag!
Sú fyrri var Night and Fog gerð árið 1955 eftir Alain Resnais og fjallar um útrýmingarbúðir seinni heimstyrjaldarinnar. Mjög sjokkerandi myndefni og heimildir. ... ,,The film takes its title from the German Nacht und Nebel (Night and Fog) political prisoners during World War II. It deals only briefly with the prisoners' conditions, focusing primarily on questions of hate and human responsibility. The film shows disturbing footage of prisoners and victims from the camp." meira hér
Seinni myndin var alls ekki síðri og á óspart við í dag, Hearts and Minds frá árinu 1974 eftir Peter Davis. Og fjallar um Víetnam stríðið ...,,"It's ironic that we're here at a time just before Vietnam is about to be liberated" and then read a "Greetings of Friendship to all American People" from the North Vietnamese government. Frank Sinatra retaliated later by reading a letter from Bob Hope, another presenter on the show, "The academy is saying, 'We are not responsible for any political references made on the program, and we are sorry they had to take place this evening.'"" nánar
Sömu hlutirnir eru að gerast aftur og aftur! Fyrir WWII, fyrir Víetnam og núna! Er í lagi að gleyma slæmum hlutum svona fljótt?
Móðir hins látna reynir hvað hún getur að fá að fara með honum í gröfina.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 18:23
Glæpsamlegt
Við vitum það öll hversu skammarleg staða kennara er og að börnin okkar fái ekki þá menntun og undirbúning fyrir framtíðina sem þau þurfa á kostnað slæms kjara kennara er glæpsamleg!
Kennarar og alþingismenn ættu að vera á sama staðli í launum. Það ætti að vera eftir sóknarvert að vera kennari.
Skólastjórar segja ekki lengur hægt að halda úti lögboðinni kennslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 13:52
leiðin til hugsuna
Held bara að í félgasfræði 101 hafi ég lesið þetta.
Það er verið að tala um Vesturlönd Vs. Afríku ... þetta er bara sitt hvor póllinn
Þekktum vísindamanni vikið úr starfi eftir umdeild ummæli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 13:44
Long Kiss Goodnight
Var annars í morgun að endurvekja kynni mín að Long Kiss Goodnight. Hörku mynd um kvenhetju karlaveldisins. Fylgjumst með því hvernig hún sem kennari (típísk kvennastaða) brýtur upp fjölskylduna sína til að finna sjálfa sig (var minnis laus). Gerist ,,karlmaður", en í fyrra starfi var hún morðingi (assassin) á vegum ríkisins. Lendir í að klára gamalt verkefni og bjarga bæ í New Jersey, sættist við dóttur sína á ný. Endar sem kennari upp í sveit, fjölskyldan sameinuð. Konan á sem sagt heim ,,bak við eldavélina" eins og einhver sagði, og halda utan um fjölskylduna. Ekki hlaupa um með byssur og tól, það er fyrir karlmenn.
Er sem sagt í kvenna- og kynjafræðum þessa vikuna. Greinum kvikmyndir út frá stöðu, hlutverki og samskipti kynjanna. Tókum Jurassic Park fyrir í vikunni og vá hvað það er áhugavert að lesa greinin Adam og Eva í Júragaðrinum eftir Torfa H. Tulinius.
Langar bara að benda lesendum á smá skoðana könnun sem er hér til vinstri. Smá svona kvikmyndaleg ... bara af því ég var svo ótrúlega hrifin af þessari mynd!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2007 | 10:17
Áfram ...
Lægra vöru verð í ÁTVR og lengri opnunar tíma. Lokað á sunnudögum! Er verið að stýra fólki í messuvínið frekar? Það er svo mikil aftur haldsstefna í áfengissölu hér. Áfengi er meðhöndlað sem munaðarvara. Ég vil geta farið út í búð og keypt mér vín með matnum þegar mér hentar, alveg eins og ég get keypt í matinn þegar mér hentar, já eða keypt mér tóbak þegar mér hentar! Koma þessu í gegn og leyfa fólki að kaupa eins og það vill. Eins og annarsstaðar þá liggur það fyrir þeim eldri, að kenna þeim yngri (t.d. að drekka).
Landlæknir: Afnám einkasölu ÁTVR mun auka áfengisneyslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.10.2007 | 14:29
Hvo er livet? Hvo er programmet?
Ég er svo aldeilis hissa! Ég trúi því ekki að þetta eigi fram að ganga! Ég neit að búa í landi þar sem réttur fólks er brotinn út frá efnahag þess og stöðu innan þjóðfélagsins! (þó það sé nú alltaf að færast í aukan). Þetta er stefna niður á við! Ég mun flytja og gráta mitt ástkæra ilhýra land, sem verður það þá ekki lengur!
"Nálgumst hratt ameríska kerfið" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2007 | 13:59
Skemmtistaðir grípa í taumana
Hvaða ár er í Keflavík?
Vandræði leysast ekki nema til skamms tíma sé lokað á þau!
Er þetta framtak virkilega til fyrirmyndar og lausnar? Eykur þetta ekki fordóma og skilningsleysi í garð útlendinga á Íslandi?
Hefur fólk virkilega spáð í hvað það er sem hefur leitt til þessara slagsmála? Er þetta kannski eins og eftir stríð þegar hermennirnir voru hér? Eru íslenskir karlmenn í hetjuleik og fara yfir um af karlmennsku við að passa dömurnar? Eða er þetta útilokunar starfssemi?
Það minnir á ,,engir svertingjar hér"
Það er ljótt að skilja útundan. Það sagði mamma mín alla veganna!
Sjá frétt hér er birtist í Víkurfréttum í dag!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)