Færsluflokkur: Bloggar

Léttleiki fyrir vikuna

Himneskt er að sjá / það snjóar gluggan á og jólin færast nær / það léttir mér lífsins mær

En þar sem það er ný vika, enn einu sinni, framundan ... og erfið af minni hálfu þá ætla ég að bjóða upp á smá léttleika. Það er hann vinur okkar, Weird Al Yankovic, frá því í hitt í fyrra dag sem flytur fyrir okkur lagið Amish Paradise

 


Myndir - Pólland

Jæja þá fer að styttast í ferðasöguna en áður en hún verður sögð bendi ég á linkin hérna til að skoða nokkrar myndir úr ferðalaginu

I´m fat - I´m bad

Hvort heldur sem er ... yndislegur gaur


I´m back

Póllands vikan liðin og alvaran tekin við á ný.
Stór skemmtileg vika þar sem kynni við Pólverja, vodka og bjór voru endurnýjuð. Mikið er gaman að vera í Póllandi. :)
Við bjuggum til frábæran hlutverkaleik, Wheelers´World - fórum í Salt Námum frá 1248 - gistum í Bochnia (bær) - eyddum næstum heilum degi í Krakow - vorum á löngum en fjörugum fyrirlestrum - og svo eitthvað fleira ... set inn nokkrar myndir og ferðasögu seinna ...


Pólland

Hvar annarsstaðar en í Póllandi ... vodka og zywiec ... nammi gott! WinkDSC07226

Alþjóðakvöldið var stórkostlegt, Ísland átti það algjörlega! Hákarlinn og brennivínið kláraðist! Shocking Tópasinn og Ópalið líka, harðfiskurinn og nammið næstum því! Áfram Ísland!

Krakow á morgun - því miður styttist í heimkomu!


Framundan

bookspoland_eagle

 

 

 

 

 

 

Lærdómur - vinna - Pólland

Svo það verður sennilegast lítið um bloggfærslur í bili! Nema mér skapist rúm til þess og eitthvað skemmtilegt og ferlega verðugt eigi sér stað!

Bestu í bili! Smile


Þakkar-færsla

NautNaut: Nú er rétti tíminn til að heiða þá sem hafa hjálpað þér að ná svona langt. Sendu þakkarbréf, hringdu eða hugsaðu til fólksins með þakklæti í hjarta.
Samkvæmt stjörnuspá mbl.is í dag.

Til að fyrirbyggja allt ...
Þakka hér með kærlega fyrir mig, gott er að þekkja gott fólk!
Þessi spá er áhugaverð í ljósi þess draums sem mig dreymdi í nótt. En hann var einkar furðulegur og ósættanlegur og tengist vináttu sem endaði með góðu knúsi.
Allt er gott sem endar vel, segir máltakið og er ég sammála því. Smile


sveitasæla

Þegar ég var 12 ára spurði ég mömmu að því hversvegna hún hafi aldrei sent mig í sveit. Foreldrar mínir, systkini þeirra, frændsystkini og vinir voru send í sveit þegar þau voru yngri. Ég sá sveitina í dýrðar ljóma og rómantískri sælu. Heyannir, dýrin og náttúran var e8itthvað sem mig dreymdi um. Mamma var frekar hiss yfir því að ég hafði áhuga á að fara í sveit. sjálf var hún send í sveit 5 ára og allan sinn sumar barns aldur sleit hún þar. Það var nú aðeins öðru vísi þá en nú þegar börn fóru í sveit á sumrin. Lýtið var um sumarnámskeið og alltaf voru einhverjir ættingjar bændur sem tóku fegins hendi við börnum til aðstpðar við búskapinn. En þegar ég var tólf ára höfðu flestir ætingjar lagt niður bústörf og komnir í borgina. Svo við mæðgurnar skunduðum niður í bændasamtökin eða eitthvað þannig og mamma borgaði fólki fyrir að taka mig í viku í sveit. Ég gleymi seint þessari viku sem var yndisleg og enn dreymir mig um að fara í sveit og fá að vera lengur. Amma sendi mig með kveðju gjöf, prjónavettlinga og sitt hvorn hundrað karlinn sem var lagður inn í vettlingana (þá var hundrað kallinn bréf peningur). Ég fór út (hér klikkaði netið áðan þannig að ég man ekki hvað var hér).... morgni til kvöld (reyndar eins og venjulega), komsta að því að ég væri með heyofnæmi eftir allt heyið, sofnaði á kvöldin við traktorinn og vaknaði við gaggið í hænunum og margt fleira. Já, einn stór draumur sem einhver tíman verður að veruleika þegar ég gerist skóarbóndi! :)


Þurðr

...og þá er ég ekki að tala um veðrið eða gefa neitt í skin þar...
nú er vandi á höndum, blogg þurð komin í búið enda mikil tíð að baki.

annars fer ég að ganga í stígvélum eða gúmítúttum ef þetta veður hættir ekki, og gref upp "þjóðhátíðar galla íslendinga" (66°N pollagallinn)

Annars er lítið að ske svona þannig séð ... fullt og nóg að læra í skólanum, vildi að ég hefði tíma til að deila því með ykkur! En þannig er nú það ... skófla í sig kvöldmatnum og gera allt klárt fyrir morgundaginn! :D


Hinn lofsverði maður?

,,"There is only one complete, unblushing male in America ... a young, married, white, urban northern heterosexual Protestant father of college education, fully employed, of good complexion, weight, and height, and a recent record in sports."" segir; Erving Goffman - úr grein; The Mask of Benecolence: Disabling The Deaf community.
Langaði bara að deila þessu sjónarmiði með ykkur, gott að fá útlistingu, svart á hvítu, á hinn ráðandi föður.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband