Færsluflokkur: Bloggar

Sjálfsagðir hlutir

Stundum gleymist að vera athugull á umhverfi sitt og daglegir hlutir verða viðteknir. En það er nauðsynlegt að staldra aðeins við og velta hlutum fyrir sér, jafn vel einföldustu hlutum. Ég fór að spá hvort fuglar syngi á veturnar, mér fannst ég bara aldrei heyra í þeim. Ég lagðist nú ekki í neina vísindalega rannsóknar vinnu en komst að því núna áðan er ég var út í garði, að fuglar syngja, eða heldur tísta á veturnar.

,,Myndin hennar Lísu"

Fékk lánaða nokkra diska hjá systur minni til að hlusta á. Það var á mörgu að taka og meðal annars nokkrir dúndur og klassískir barnadiskar. Skellti Babbidíbú á og þá rifjaðist þetta tilfinninga mikla lag fyrir mér. Langaði að deila því með ykkur og setti það því í tónspilarann hérna. Njótið Smile  Mæli eindregið með þessum disk.

Pólland - seinnihluti

jæja ég held ég bíði ekkert meira með þessa ferðasögu .. þó hálf kláruð sé ... langar ekkert að bíða með hana alveg fram til 21. des þegar ég klára prófin og svona Svo hér kemur það.

Alvara Póllandsferðarinnar hófst snemma næsta dag og stóð fram yfir helgina. Við lærðum alveg heilan helling um hvernig við getum bætt verkefnið ,,Á Flótta" og bjuggum til nýjan hlutverkaleik "Wheelers´World" sem er alveg snilldar leikur og verður hann vonandi tilbúinn og kominn í gang eftir 2 ár. En við vorum ekki bara á námskeiðinu. Fyrsta kvöldið fórum við öll á nálægan bar þar sem við sátum troðinn en sátt í einu horninu. Barin var nokkuð "típískur" fyrir húsakynnin þarna, langur og mjór. Við þetta þjappaðst hópurinn vel saman. Við fórum til dæmis í saltnámu frá 1248, en hótelið var byggt í kringum hana. Fórum rúmlega 200 metra niður og vorum þar í 5 tíma. Fengum leiðsögumann sem sýndi okkur allt það helsta og sagði okkur frá lífi og störfum námuverkamanna. Við spiluðum fótbolta þarna niðri og sumir fengu sér salíbunu í risa rennibraut. Einnig geta 200 manns gist þarna, haldið veislu/partý og tjúttað fram á nótt. Við spiluðum svo hlutverkaleik þarna niðri og áttum frábæran tíma. Komum svo til baka rétt fyrir kvöldmat, sem var alla helgina, u.þ.b. klukkutíma prósess með forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Þetta var hægasta borðhaldi sem nokkur hefur vitað um og skrítnustu leggja á borð áherslum að við Eyrún vorum yfir okkur glaðar fyrir hönd Unnar að hún væri ekki þarna því þá hefði hún fengið taugaáfall. Á fjórða kvöldi var alþjóða143kvöld, þar sem allir kynntu sína þjóð. Að sjálfsögðu vorum við Eyrún vel undirbúnar, með fána, nammi, tópas og ópal, brennivín, myndasýningu og margt fleira. Mikil stemmning hafði mindast fyrir þessu kvöldi og hvort Íslendingarnir hefðu komið með harðfisk og hákarl. Við teygðum lopan eins lengi og hægt var og enduðum kynninguna okkar á því að draga upp harðfiskinn og hákarlsstikkið. Ísland var svo vinsælt að við Eyrún komumst varla frá til þess að skoða önnur lönd. Skemmtilegast er frá því að segja að allt kláraðist, hákarlinn sem allir borðuðu, brennivínið, ópal og tópas skotin, harðfiskurinn sem endaði ofan í ferðatösku annars Finna-Rússans sem kunni vel að meta það lostgæti. Að sjálfsögðu var okkur svo troðið fyrir framan míkrafóninni því Pólverjunum finnst ekkert alþjóðakvöld með Íslandi vera samt nema við syngjum. Tókum við þá uppáhaldslögin þeirra Sprengisand og Vísur vatnsenda Rósu. Aðrir léku þetta eftir og tóku Pólverjarnir alveg yndislegt lag. Ania var svo yndisleg að gefa mér diskinn með laginu. Dagarnir liðu og liðu og eins og áður var sagt pg margt að læra. Krakow var heimsótt og hófst mikil skoðunnarferð. Við Eyrún fengum að stinga af þegar farið var í kastalann því við höfðum séð það áður og fórum í Gyðingahverfið í staðinn. Ásamt því að versla, borða sérstakar pólskar pylsur og fegnar að fá að stjórna eigin kvöldmati varð lax fyrir valinu enda alveg nauðsynlegt eftir allar þungu máltíðirnar undanfarna daga.


kall og kona - maður og ?

Eitt skaust eldsnöggt upp í huga mér rétt í þessu. Ef fólk gerði mikið veður af neyðarkalli björgunnarsveitanna og óskuðu eftir konu er þá ekki eins farið með orð Rauða krossins um skyndihjálparmann ársins? Athugið þetta aðeins nánar hér Er þetta ekki bara sama umræðan og um ráðherra og ráðfrú?


Íslenska og ,,ný orð"

Alltaf lærir fólk eitthvað nýtt.
Er mikil áhugamanneskja um íslensku og því fannst mér frábært er ég lærði gamalt og gott orð í vinnunni í dag ,,værðarvoð" - Gulltryggt, eðal orð er lýsir sér afbragðs vel.
Vill einhver giska á hvað það þýðir?

 


Skáldsaga fyrir byrjendur - meira

Á meðan vísindin börðust fyrir lífi Bíbí góndi Loftur út í loftið og lét vindinn fleyta sér áfram í sínu daglega falli. Þar hitti hann fyrir skýin sem tóku á sig ýmiskonar mynd, honum til skemmtunar fyrir tilstuðla vindsins.

núna bara

Á stundum sem þessari er kaffinu þakkarvert! Coffee%20Lover

Nú er bara að setja í hæðsta gír og ná öllu fyrir síðasta skila dag.
Að lokum langar mig að deila með ykkur fyrstu drögum að skáldsögunni minn sem kemur einhvertíman út.

Skáldsaga fyrir byrjendur
Loftur Teitsson féll venjulega um 30 metra á hverjum degi. Alveg sama hvar hann var. Einhvernveginn komst hann alltaf í hæstu hæðir og féll svo. Besta vinkona hans var Bíbí. Hún komst hvorki lönd né strönd. Á hverjum degi hjakkaði hún í sama farinu. Hún rúllaði um götur bæjarins og þá sjaldan sem hún stóð upp var það til að greiða hárið.


Leitarstöð krabbameinsfélagsins: Sýnum samstöðu

ÁSKORUN FRÁ LEITARSTÖÐ KRABBAMEINSFÉLAGSINS
190 undirskrift frá Íslandi 26.11.2007  kl. 10:00
"Betur má ef duga skal"

Leghálskrabbamein er næst algengasta krabbamein meðal kvenna ef litið er
til heimsins alls. Á hverju ári greinast í Evrópu 50.000 konur og 25.000
deyja af völdum þessa sjúkdóms. Við Íslendingar eigum því láni að fagna að
á Íslandi er dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hvað lægst á
heimsvísu vegna vel skipulagðrar leitar. Aðra þjóðir, jafnvel innan
Evrópu, geta ekki státað af slíkum árangri.

Evrópusamtökin ECCA (European Cervical Cancer Association:
< http://www.ecca.info/> http://www.ecca.info) berjast fyrir því að allar
evrópskar konur hafi sama rétt til bestu fáanlegra forvarna gegn þessum
sjúkdómi.
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur borist beiðni frá ECCA um aðstoð við
að safna undirskriftum á Íslandi fyrir "STOP Cervical Cancer Petition" sem
hvetur Evrópuþingið, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ríkisstjórnir
allra landa í Evrópu til að veita öllum evrópsum konum þennan rétt.

Vinsamlegast skráðu þig á ÁSKORUNINA STÖÐVIÐ LEGHÁLSKRABBAMEIN ("STOP
Cervical Cancer Petition") og hvettu einnig samstarfsfélaga þína og aðra
til að skrifa undir.

Á neðanskráðri vefsíðu smellir þú á "Íslenska" og skráir þig inn sem
stuðningsaðila. Tölur undir þjóðfánum sýna fjölda undirsrifta frá hverju
landi

________________________________________________________
Skrifið undir ÁSKORUN ECCA:  <http://www.cervicalcancerpetition.eu/>
www.CervicalCancerPetition.eu


Gleraugnalaus

Gleraugnalaus og hélt ég hefði séð draug. Það var þá bara jólarósinn í umbúðapappír á borðinu.

Ferðasaga - Pólland - Fyrsti hluti

Það var í morgunsárið þann 12. nóvember sem við Eyrún héldum afstað til Póllands með nokkura tíma millileDSC07208ndingu í Osló. Ferðinn gekk vel og lentum við í Póllandi á réttum tíma. Fengum okkur leigu bíl sem ók okkur á lestarstöðina. Þar tókst okkur að kaupa lestarmiða af konu sem við skildum ekki neitt, og hún ekki okkur. Ungur strákur aðstoðaði okkur svo að finna brautarpallinn okkar svo við færum nú með réttri lest til Bochnia. Það leið ekki á löngu uns lestin kom og settumst við upp í elstu gerð af rafmagnslest, fysta árgerð eftir að gufuvélinn var lögð niður. Nú eftir um hálftíma í lestinni vissum við hvorki upp né niður í einu né neinu en vissum að við ættum að fara að nálagst leiðarenda. Eyrún fann lestarvörðinn sem sagði að Bochnia væri næsti áfangastaður. Við vorum ekki vissar hvort hann skildi okkur en fórum út í milli rýmið og voru tilbúnar að stökka frá ef hann hefði rétt fyrir sér. Ung stúlka kom til okkar og til að vera alveg vissar spurðum við hana líka og jú, Bochnia var næst. Þegar DSC07218þangað var komið fórum við að svipast um eftir Mögdu sem ætlaði að sækja okkur. Ekkert bólaði á henni svo við hringdum og sagðist hún koma eftir ca. 10 mín. Það var heldur kalt úti svo við ákváðum að kíkja inn á lestarstöðina sem var frá seinni heimstyrjöldinni. Við okkur blasti búttaðar dúfur og illa lyktandi rónar. Við létum þetta þó á okkur fá enda betra að húka inni í hlýjunni og fýlunni en að krókna úti. Ania lét sjá sig, seint og síðar meir og var það mikill gleði fundur að hitta hana eftir allan þennan tíma. Fram undan var svo að koma sér fyrir á hótelinu, borða kvöldmat og fara á háttinn enda klukkan orðin margt. Að sjálfsögðu skelltum við okkur í búðin að kaupa pólskan bjór (í Póllandi) og skoðuðum helsta nágrennið. Mikið var um sérvöruverslanir, til dæmis seldi ein búð bara peysur, önnur bara barnamat og enn önnur bara barnaföt.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband