Færsluflokkur: Bloggar
19.12.2007 | 14:19
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó
Bara ef öll þessi rignin væri snjór!
Pósturinn var að koma og Hrappur-inn fékk sinn daglega urr skammt. Annars er hann nú hræddur við greyið við póstlúguna, og pósturinn er hræddur við hann, þ.e. sá sem ber út. Vorum úti í garði um daginn er póstinn bar að og ég vissi ekkert hvert greyið pósturinn ætlaði að fara. Hann óð bara út af lóðinni, jafn óður og viltur og Hrappur. Ég reyndi að kalla á eftir honum, og hann hefði gengið óafvitandi fyrir bíl ef þannig hefði staðið á. Málið er nefnilega líka að það er eins og fólkið í botlanganum geri sér ekki grein fyrir því að það er komið inn í íbúðahverfi og ekur jafn hratt og það sé enþá á Miklubrautinni.
Upp með ermar - áframhaldandi prófalestur til föstudagsins. Mikið hlakka ég til þegar klukkan slær tólf, sérstaklega ef ég verð búin með prófið þá! :) Þá er bara að gera allt klárt fyrir jólin. Óskandi þó að hafa aðeins meiri tíma því ógurleg tiltekt bíður mín. En sem betur fer eru örfáar jólagjafir til kaups og eins og staðan er í dag, veit ég næstum því hvað ég ætla að gefa öllum. Vandamálið er bara jólakortin. Sé ekki hvernig ég kem þeim inn í tímaramman. Þau verða bara að mæta afgangi, nema kannski þau sem eiga að fara til útlanda, þau koma í forgang. Þetta reddast segi ég bara og tek undir þema landsmanna. ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.12.2007 | 14:29
Ekkert fikt
,,Ekkert fikt" er myndband um skaðsemi flugelda og fikt við þá ... hvet alla, óviðkvæma, til að skoða og miðla þessu til krakkanna sinna.
Var að setja inn nýja skoðana könnunn. Spurning um nýtt orð í daglegan orðaforða í staðinn fyrir e-mail, sem er útlenska og hallærislegt, en aðeins of tampt í málfarinu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 16:41
Trúi þessu ekki
Neyðarbíll verði án læknis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.12.2007 | 13:21
Aðlögun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.12.2007 | 17:06
Rauð eða hvít jól?
...ein sem ætlaði að vera rosalega dugleg að læra, jú búin að vera það aðeins
Það er margt sem ber á góma við undirbúning helstu hátíð okkar landsmanna, jólin. En hvort verða jólin rauð eða hvít? Ég held að það skipti ekki máli. Snjórinn er orðinn að hlut markaðssetningar jólanna og öll jólalögin óma af snjór þetta snjór hitt og auglýsingar undirstrika sama tóninn. Ef fólk gæti fjárfest í snjó eins og það gerir með allar aðrar hugmyndir um gleðileg jól eins og tré, skraut, ljós o.fl. þá mindi það kaupa hann. Þegar hægt verður að kaupa snjó fyrir heimilið myndu auglýsingar e.t.v. á borð við þessar hljóma; ,,meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó! Vantar þig snjó í garðinn fyrir jólin? Komdu til okkar og kauptu snjó, Snjóhúsið." eða ,,Snjógerðarvélar í miklu úrvali, allar stærðir og gerðir, mikið magn, keyptu núna. Snjógerðahúsið" Og svo þegar allt selst upp eins og jólatrén gerðu um árið gætu auglýsingarnar hljómað svona ,,Rauð jól! Rauð jól! Allur snjó uppseldur!" Enn jólin koma hvort sem er og kaupum við bara fleiri seríur til að lýsa upp skammdegið og gera jólalegt.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.12.2007 | 11:21
Hugarleikni
Þá eru öll ritgerðar skil að baki ... gekk svo lítið á forðann minn svo ég er orðin hálf lasinn og uppfull af kvefi. Keypti mér í lok nóvember svona auka vítamín eitthvað fyrir þá sem taka lýsi, það var bara ekki nóg ... nú svo sló tjúttið, á föstudaginn, þetta allt saman út ábyggilega.
Enn þá eru það prófin, kvikmyndafræðin á föstudaginn og menningarheimar viku seinna. Svo nú verður bara lært þessa vikuna, og lítið sem ekkert bloggað, nema eitthvað súper áhugavert komi upp :p
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.12.2007 | 18:52
Spes
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)