Færsluflokkur: Bloggar

Agnes Varda

Stórskemmtilegt myndbrot eftir Agnes Varda sem byrtir í Cléo 5 til 7

Æði - gæði

Vá hvað bankinn minn er yndislegur, eða þjónustufulltrúinn minn í bankanum, eða réttast sagt sölustjórinn Tounge  Ákvað að senda litla fyrirspurn til hans í dag svona vegna þess að ég mundi eftir henni en lá ekkert á að vita svarið fyrr en bara á mánudaginn. Tveim mínútum seinna sé ég að hann hefur svarað mér og það er laugardagskvöld og klukkan er 18:45

"I never wanted to be anybody else"

Easy Rider - fundur þeir Ameríku í Ameríku? Nei ... Ný sín á land tækifæranna ... Skiptir ekki máli hvað borgin sem ég er frá heitir, allar borgir eru eins.

Hiroshima, Mon Amore- Að lokinni mynd vaknaði spurningin ,,Og hvað er í Hiroshima í dag"? Í hiroshima2Fréttablaðinu í dag, síðu 32, er fjallað um örlagaríkan dag í sögu heimsbyggðarinnar. Þegar heimurinn var í hættu gagnvart einum rauð logandi hnappi. Ef á hann hefði verið ýtt hefði ef til vill ekki verið aftur snúið frá því sem var. Maðurinn Stanislavs Petrov bar alla ábyrgð á hvort ýtt yrði á hnappinn eða ekki og þá hvort kjarnorku sprengjum yrði varpað á Bandaríkin með voveiflegum atburðum fyrir alla. Hann ýtti ekki og fyrir vikið litu stjórnvöld hann skammar augum og svikum við skildu sína. Hann var lækkaður í tign og fleira. Fleiri atburðir fylgdu í kjölfarið sem hefði getað sett afstað þriðju heimstyrjöldina, allt vegna "paranoju" fallandi ríkis Sovjetríkjanna. (En nú er ég voða mikið að hafa eftir þessari grein, svo ég bendi ykkur bara á að lesa hana) - Mæli jafnframt með því að þið horfið á þessa mynd Hiroshima, Mon Amore. - Hversu auðvelt er að gleyma? - ,,Hiroshima, ég hef gleymt þér"

Allt er þá þrennt er og lauk kvöldið í gær á mynd sem sýnd var á rúv The Insider - Ferlega lögn mynd - minnti mann á skaðsemi reykinga og málið um tóbaksfínkina í Bandaríkjunum 1994 - vald 7 ráðamanna yfir lífi fólks - myndin hefði átt að byrja öðruvísi og þá hefði hún verið styttri, en hélt manni þó þegar á hana leið


Í tækinu

Það sem sjónvarpstækið mitt bíður upp á í kvöld er Easy Rider og Hiroshima, Mon Amore

Gleðilegt nýtt ár! :)

Nýtt ár, ný fyrirheit, nýjar vonir, nýjárs heit og hvað eina sem okkur dettur í hug að óska okkur á nýju ári. Allt gott bara að passa að fara sér ekki of-farir og láta nýju heitin ekki yfirbuga sig því málið gekk ekki upp. Svona eins og að ákveða að grenna sig, hætta að reykja, hugsa betur um mataræðið, hitta gömlu vinina, læra að syngja, fara í skóla og fleira. Einhver sagði mér að nýjárs heit væru ekki svo sniðug vegna þess að þau legðust að jafnaði þungt á fólk og yrði þeim byrgði og óyfirstíganleg að því leiti og enduðu í hringa vitleysu og nýjum fyrirheitum og loforðum á næsta ári. En það er þó allt í lagi að stefna að einhverju, sérstaklega ef fólk er tilbúið til þess.

,,Hvernig fannst þér áramótaskaupið"?
Spurning sem er jafn gróin í þjóðina og "how do you like Iceland"
Fyrir mitt leiti var það gott og skemmtilegt.
Held að það sé ákveðin míta í þjóðfélaginu að dissa skaupið og tala svo um hversu gott það var hérna á árum áður. Umrætt tímabil er 1980 - 1999 sem er alveg ótrúlegt, þar sem flestir sem ég þekki fæðast á þessum tíma eða eru bara börn. 
Ég get ekki betur séð samkvæmt mínu minni að flest öll skaupin hafa verið fín, fyndin og lunkin á skemmtilegt grín, bara mis mikið. Alveg frá því ég man eftir mér hefur þetta verið nokkuð svipað, og skemmtilegasta við árið í ár, og fyrra var hversu margir leikarar komu að.


Frítt

Byr býður upp á stöð 2 núna, en ég held mig við góða gamla rúv því dagskráin þar er mun betri. Pétur Pan, Syndir feðranna, dönsk gaman mynd sem ég er vissum að sé góð og fleira. Mæli með rúv í kvöld Wizard


Allsherjar útkall um allt land

mynd

Jón Kaldal.

Klukkan þrjú í fyrrinótt var Samhæfingarmiðstöð Almannavarna í Skógarhlíð virkjuð til að samræma störf lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita. Þegar leið að morgni var búið að kalla út allar björgunarsveitir höfuðborgarsvæðisins.

Þetta var þriðja stóra útkall vikunnar vegna aftakaveðurs. Þriðju nóttina í vikunni stóðu sjálfboðaliðar í björgunarsveitum landsins í stórræðum við hliðina á atvinnumönnunum í lögreglunni og slökkviliðinu. Flugvélar voru bundar niður á Reykjavíkurflugvelli, krossviðarplötur negldar fyrir brotna glugga í heimahúsum og skriðið upp á þök í miðju veðravítinu til að festa niður flaktandi bárujárnsplötur. Á Vestfjörðum fóru björgunar­sveitarmenn í þreifandi byl upp á Steingrímsfjarðarheiði til hjálpar fólki sem sat fast í bílum sínum.

Svona er hægt að halda lengi áfram. Í hverjum landshluta voru unnin álíka hetjuverk í vikunni. Björgunarsveitarfólk um allt land hefur enn einu sinni sýnt að starf þess er algjörlega ómetanlegt fyrir samfélagið hér á hjara veraldar.

Nú vill svo til að fram undan er lykiltími í starfi björgunarsveita landsins. Þrátt fyrir að starfi þeirra sé fyrst og fremst haldið uppi með ótrúlega óeigingjörnu og fórnfúsu sjálfboðaliðastarfi þurfa björgunarsveitirnar líka beinharða peninga til ýmissa tækjakaupa. Þetta er ekki ódýr útgerð.
Flugeldasala fyrir áramót er mikilvægur tekjupóstur í fjáröfluninni. Ýmis félög og samtök hafa undanfarin ár teygt sig inn á þann markað og þar með þrengt að svigrúmi björgunarsveitanna til að útvega sér rekstrarfé. Meðal keppinauta björgunarsveitanna eru íþróttafélögin. Þar er líka á ferðinni gott málefni og að sjálfsögðu er ekkert við það að athuga þótt einhverjir vilji styðja sitt félag. Um leið má þó stinga upp á að viðkomandi deili viðskiptum sínum og láti björgunarsveitirnar líka njóta yfir­vofandi skotgleði.

Slysavarnafélagið Landsbjörg er landssamtök björgunarsveita og slysavarnadeilda. Innan félagsins starfa um átján þúsund manns í björgunarsveitum, slysavarnadeildum og unglingadeildum. Allt það fólk á inni hjá okkur hinum að við leggjum okkar af mörkum til þess að það hafi til umráða besta mögulega búnað við aðstæður sem geta verið lífshættulegar þegar verst lætur.

Við Íslendingar búum á mörkum hins byggilega heims. Náttúru­öflin eiga það til að hnykla vöðvana með meiri krafti hér en víða annars staðar. Háskinn getur komið upp úr jörðinni, ofan úr fjalli, af hafi eða himnum. Við þær aðstæður er gott að geta treyst á samtakamátt fjöldans sem starfar undir merkjum Landsbjargar.

Ef veðurspárnar ganga eftir mun fólk úr þeim hópi verða næst í eldlínunni strax á morgun þegar spáð er að fjórða óveðurs­lægðin á einni viku gangi yfir landið.

Allsherjar útkall okkar hinna er á flugeldasölustaði björgunar­sveitanna fyrir áramót.


Gleðilegt nýtt ár

Þakka liðið ár

Bestu þakkir

Mikið er gaman að vera í skóla og vera ekki í vinnunni í dag :) en í staðinn vinn ég um helgina. DSC07572
Jólahátíðin er að verða hálfnuð og það hefur verið gott að njóta hennar með ættingjum og vinum, en það er þó ekki allra.

Jólakortin fóru ekki til allra þetta árið, því miður. Reyni bara næst :p En til þeirra vina og lesenda hér óska ég ykkur Gleðilegra jóla og vonandi að allir hafi haft það gott.

Skelli hérna með mynd af Hrapp sem var tekin á jóladagskvöld í göngutúr í snjónum, mikið var hann glaður að fá snjóinn :)


Búin!!!

Prófin eru búin, búin, búin, búin, búin, BÚ-IN!!! W00t

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband