Færsluflokkur: Bloggar
30.1.2008 | 11:48
berrössuð á tánum
...eitthvað sem ég mundi ekki gera í dag og næstu daga...
Í nístings kulda og trekk (mjög dramatískt orðalag, og heldur til ýkt akkúrat núna) en þá er heldur kaldhæðnislegt að vera að hlusta á gítarsnillinginn Chet Atkinsspila suðrænar, heitar og mjúkar ballöður af plötunni sinni "From Nashville with Love"
Man eftir því þegar ég var yngri og fór upp á loft til að hlusta á plöturnar hans pabba, því þær voru þar og plötuspilarinn. Enn og aftur, nokkrum árum seinna, hafa plöturnar hans náð valdi á mér aftur og því lík tónlist. Margar þeirra eru gítarplötur og það er eitthvað rómantískt og kroní við þær. Ljúflings lög af bestu gerð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.1.2008 | 19:27
Hverskonar kvikmynda umsögn er þetta?
,,Myndin er byggð á bók eftir George Crile og segir frá sannsögulegum atburðum sem eru svo krassandi að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar." (birtist hér)
,,...að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar." Þarf iðulega að breyta frásögninni mikið þegar bókmenntaverk/skáldsaga verður að kvikmynd? Á þetta að vera meðmæli með myndinni? Kvikmyndin er næstum eins og bókin, punktur. Það er frábært. Eða hvað? Þetta ýtir aðeins undir það "snobb" sem bókmenntir hafa fram yfir kvikmyndir. Er staðan þannig að kvikmynd er góð sé hún sem líkust bókinn sem hún er gerð eftir, eður ei?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.1.2008 | 11:33
Dalún slagari
Svei mér þá ef Hilla hefur ekki bara rétt fyrir sér, Dalún er vorrúllur.
Slagari á þýskur er Schlager. Orðið slagari kemur reyndar frá tveimur stöðum, fyrst úr dönsku sem slager en danir tóku það frá þýska orðinu Schlager. Orðið byrtist fyrst í íslenskri orðabók árið 1944, en ábyggilega verið á vörum manna eitthvað fyrr. Mæli bara með því að þið lesið meira hér, á vísindavef Háskólans. Færslan er ekki löng.
...ferlega er ég eitthvað ekki að nenna þessu, vakna á morgnana og svo þegar ég snúsa í tvo tíma þá verð ég alveg ferlega fúl yfir að hafa ekki nennt að vakna... verð að herða mig upp, nóg er að lesa fyrir föstudaginn!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.1.2008 | 20:18
Slagari
Orðið slagari kemur úr þýsku, vissu þið það? Allavegana ekki hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.1.2008 | 14:40
Það er Dalún dagur í dag
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.1.2008 | 15:02
Söknuður
Reglulega grípur mig söknuður og langar mig þá beina leið upp í flugvél til fjölskyldunnar í úgglöndum. Mest langar mig þó í svona búnað úr Star wars þáttunum þar sem maður smellir á nælu eða eitthvað á bringunni og færist yfir á annan stað. Þá losnar maður við allan þann tíma sem ferðlög taka og útheimtir mikinn spenning.
Óskin er að komast þangað í sumar og hitta krakkana sem ég hef ekki séð allt of lengi. Erin ný orðin þrettán ára og Jack að verða sjö ára, litli krakkinn sem ég kom af pela og bleyju notkun :p
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2008 | 20:48
Suma dagana...
...er bara ekkert hægt að segja.
Google dagsins var leitin að mynd undir orðinu summ. Árangurinn var áhugavert þýskt lag sem er hér fyrir neðan.
Og hér er höfundur texta við iðju sína
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.1.2008 | 20:52
"Say Fire truck"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.1.2008 | 00:14
Pólland 2007
Einhver ekki náð því sem við gerðum í Póllandi í fyrra?
Einhver forvitin um að vita, eða sjá nánar?
Bíóbrot frá tyrkneska kvikmyndagúrúinu Oytun - gjörið svo vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)