Færsluflokkur: Bloggar
17.10.2007 | 18:44
Klukkan er 18:43 - um 2 tímar eftir - vertu með
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.10.2007 | 18:12
efasemdir og ýmis vafamál - Jurassic Park
Er að reyna að nota spádóms gáfuna til að finna út hvernig veturinn verður. Persónulega langar mig í mikinn snjó! Fæturnir segja að hann verði þannig, allavegana kaldur. Veit ekki alveg með löngun í kuldann, þar sem hann ýtir undir verki í ónýtum liðum.
Er að reyna að hafa mig í að klára minn part hópverkefnisins - get það bara ekki - svo mikið eirðar leysi eitthvað! Verð að fara að kaupa mér kort í ræktina, þetta gengur bara ekki, safna bara og safna ónýttri orku og verð svo bara pirruð! Gæti örugglega virkjað mig eftir tvær vikur! Svei mér þá ef ég nýti ekki bara sundkortið og fari í sund eftir mat!
Eftir mikla bið og einhverja leit horfði ég á Jurassic Park á sunnudagskvöldið! Þetta var beiðni frá kennaranum sem kennir þessa viku og næstu, kvenna- og kynjafræði. Áhugaverð umfjöllun kennarans í tímanum í dag við myndina og Fraud-isma! Jurassic Park er enn þá ágætismynd, en var mun óhuggnalegri á sínum tíma. Sennilega vegna þess að þá var ég 11 ára en í dag, já töluvert eldri! Næsta verkefni er svo og hef ég valið mér myndina Long Kiss Good Night til að fjalla um stöðu, hlutverk og samskipti kynjanna. Nóg að horfa þessa dagana ásamt því að taka Breathless í kvikmyndagreiningu!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.10.2007 | 14:10
Persona
Leigði mér Persona eftir Bermaná bókasafni Norrænahússins í gær. Það sem ég vissi ekki fyrr en heim var komið var að spólan var ekki með texta. En ég lét það ekki hafa áhrif á mig og horfði á hana og skildi þrítugasta hvert orð, jafn vel minna, stundum meira. Það var alveg sérstök upplifun að horfa á myndina og skilja hana aðeins í gegnum myndmálið. Án efa allt önnur tilfinning sem liggur að þessari mynd enn ef ég hefði skilið hvað fór fram (tungumálslega séð). Mér fannst myndin alveg frábær! Það er einhver ólýsanleg tilfinning til þessara myndar og hún opnaði mér heim inn til Bergmans, en ég hef ekki verið neitt sérlega spennt fyrir honum hingað til. Það voru afskaplega falleg og vel leikin móment ... nú er bara að stúdera manninn aðeins betur, þ.e. Bergman og sjá hvar hann á heima í fyrirlestrinum Evrópsk áhrif ásamt Fellini í La Dolce Vita og Godard í Á bout de souffle.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 16:25
Mjög athygglisvert
![]() |
Foreldrarnir völdu fatlaða barnið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.10.2007 | 13:29
Í tilefni dagsins - Björn Ingi og Glanniglæpur
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.10.2007 | 20:54
Stella í dag
Rakst á þessa mynd þegar ég googlaði orðinu klikk Og varð þá strax hugsað til þess að ef Stella í Orlofi hefði verið gerð í dag efði laxasvæðið og Salomon ef til vill litið svona út;
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2007 | 15:40
Nýr heimur



Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.10.2007 | 02:53
Þórsmörk
Sælu reitur vinahópsins var heimsóttur síðast liðna helgi. Eftir marga tölvupósta og óforsjálar spáir stefndi í óefni. En merkur andinn var með okkur og inn í Langadal héldum við á rigninga sömum föstudegi. Vatns miklar ár biðu okkar sem mis auðveldlega reyndist að kljúfa. Það munaði þó litlu að Dósi (Dósóteus, Patrol, farartækið sem ég var í) færist með straum þungri á, en svo kom fyrir ekki. Á bökkum Krossár var svo vandinn á ferð. Myrkur hafði skollið á (um leið og ekið var inn Þórsmerkur afleggjarann) og höfðum við kallað skálavörðinn til, til halds og traust. Hún fann fyrir okkur vað og eftir miklar spugulerar sjónir var fallist á það að breytti jeppinn (Dósi) færi yfir með allt hafur taks og mannskapinn.
Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Dýrindis haust litir skinu hvert sem augum leiti. Morguninn byrjaði á því að koma skálavarðar "trukknum" á laggirnar, en dekkið var sprungið. Og þar sem von var á hóp af fólki, þurfti að koma honum í gang sem fyrst. Undir lokin reyndist þessi þriggja manna vinna ekki þurfa færri en fimm. En á meðan þessum dekkja skiptum stóð var göngubrúin líka skoðuð, en hún lá á þurru en endaði út í miðjum ál Krossár. Og WD40 var fengið að láni frá Básum. Seinni parturinn var svo nýttur í göngutúr sem hófst á ferð í Snorraríki og endaði á því að taka á móti Slökkviliðsmönnum sem voru að ganga Laugarveginn á um og undir 12 tímum. Áður nefndur hópur lét svo aldrei sjá sig, svo vinahópurinn endaði, eins og venja er, ein í skálanum ásamt skálaverði, við alt svo mjög góðar undir tektir, ásamt brjálæðislega góðum mat. En við Þóra höfðum byrjað að elda kjötið okkar í elsku Sóló olíu eldavélinni seinni partinn þar sem kjötið mallaði á "melló" hiti þangað til það endaði á grillinu. Og steikin var dýrindisleg.
Til heimferðar kom á sunnudegi og lítill tilhlökkun hvíldi yfir því. Lagt var á ráðin hvernig við gætum veður tefst í hálendis sælunni, en raunveruleikinn knúði knýjandi á dyr og undir seinni partinn var ekki við ráðið. Í birtu skildum við halda yfir árnar og komast þá í sund. Heimferðin gekk vel þangað til að Selfossi, er vetrar tíminn var kominn á laugina og hún aðeins opin til 18:00. Yngsta meðlimnum til mikillar óánægju. Það var orgað fram að Ölfusárbrú, er ég sagði honum að ég yrði að hringja í pabba og tilkynna honum um komum mína í mat. Það leit út fyrir að hann tæki ósk mína gilda, að minnsta kosti hætti hann mótmælunum stuttu eftir það.
Héðan er heldur lítið og harla ómerkilegt að segja frá því komið var að bæjar dyrum. Öllum til lítillar gleði. Helgin leið allt of hratt (frá mínum dyrum séð) og hlakka ég til að komast upp á hálendið hið snarasta.
Meðfylgjandi, í myndaalbúmi, eru nokkrar myndir er ég fékk af bloggum samferðarkvenna minna! Njótið vel!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 15:41
til umhugsunnar yfir helgina
Íslendingar í hnotskurn
Lítil dæmisaga.
Íslenskt og japanskt fyrirtæki ákváðu að keppa í róðri á áttæringi.
Liðsmenn frá báðum fyrirtækjum æfðu stíft og voru í toppformi þegar að sjálfri keppninni kom. Japanirnir urðu 1 km á undan íslenska liðinu.
Eftir útreiðina var mórallinn að sjálfsögðu heldur slæmur í íslenska fyrirtækinu og yfirstjórnin ákvað að fyrirtækið yrði að vinna keppnina að ári. Var settur á fót vinnuhópur til að skoða vandamálið.
Eftir heilmiklar pælingar komst vinnuhópurinn að því að Japanirnir létu
7 menn róa en einn stýra. Í íslenska liðinu var það einn sem réri og sjö sem stjórnuðu. Vegna þessarar miklu krísu afréð yfirstjórn íslenska fyrirtækisins að fá ráðgjafarfyrirtæki til að kanna strúktur íslenska liðsins og gera nýtt skipurit ef á þyrfti að halda.
Eftir margra mánaða vinnu komust stjónunarfræðingarnir að því að í íslenska bátnum væru það of margir sem stjórnuðu en of fáir sem réru.
Með hliðsjón af skýrslu sérfræðinganna var strax ráðist í skipulagsbreytingar. Í stað þess að hafa sjö stýrimenn, einn áramann voru nú hafði fjórir stýrimenn, tveir yfirstýrimenn, einn leiðtogi stýrimanna og einn áramaður. Að auki var áramaðurinn "motiveraður"
samkvæmt meginreglunni: "Að breikka starfssvið starfsmanna og veita þeim meiri ábyrgð".
Næstu keppni unnu Japanirnir með 2 km forskoti.
Íslenska fyrirtækið rak að sjálfsögðu áramanninn með tilliti til lélegrar frammistöðu, en greiddi bónus til stjórnarinnar vegna þeirrar miklu vinnu sem hún hafði innt af hendi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.9.2007 | 13:13
komið gott
Nú er ég alveg komin með nóg af því að lesa eitthvað sem ég veit ekki hvað er! Eða jú jú, svona frekar veit og veit ekki. Held ég fari bara að pakka og geri svo skila verkefnið tengt þessu veit og veit ekki verkefninu mínu
Hef aðeins verið að skoða málfar mitt undan farið og komist að nokkrum niðurstöðum.
Ég verð að hætta þessum hallærislegu ensku slettum.
Ég hef hugsað mér að nota orðið fólk í staðinn fyrir orðið maður. Því þá er ég að tala bæði um konur og menn.
Ég ætla að taka lýsingar orða notkun mína í gegn. Ég er á móti því að lýsa hugsunum mínu eða skapi á kostnað einstaka þjóðfélags hópa. T.d. eins og að segja að eitthvað sé geðveikt, eða segja að einhver sé þroskaheftur, bara til þess að undir strika eitthvað fáránlegt athæfi (að mér finnst) heilbrigðar manneskju á kostnað ástands einhvers annars.
Með þessu ætla ég mér að skapa betri heim. Því hvert og eitt orð hefur merkingu, og eigum því að spá í það hvað við segjum, og hvernig við segjum hlutina.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)