Komin heim

Jæja þá er maður komin heim eftir útlegðina á fjallabaki í sumar, stutt stopp heima fyrir, og nú komin heim frá Póllandi. Þangað er nú alltaf gaman að fara. :)
Það er nú kannski svo sem ekkert mikið fréttum sem er áhugavert, nema þá að ég deili bara aðeins með ykkur nokkrum myndum frá Póllandi...


hundurinn minn

ég veit að hundurinn minn er mega töffari - eða mér finnst það, enn ég er bara ekki alveg viss hvernig hann er að fýla sjálfan sig með bleik-gimsteyna-sólgleraugu?
landmannahellir_juli_052

Myndir

Þá eru myndir komnar frá Chicago og Philly för minni hér og svo eru nokkrar myndir frá Landmannahelli í myndaalbúminu á þessari síður.

langt helgar frí

Sit h24062008(002)érna heima hjá mér í sumar sparikjólnum, eftir 3 vikna fjarveru, þar sem öll fötin eru í þvottavélinni. Nýt þess að vera upp í rúminu mínu, hafa mikið pláss og vera komin í netsamband og rafmagn. Ég fagna því samt temmilega, finnst þó mun meira rómantískara og fallegra að vera í fjallakofanum, við kertaljós þegar sólbirtan nær ekki í gegnum skýin, litlar áhyggjur af samskiptum við umheiminn, hafa rétt svo 24062008(005)rafmagn af sólarsellunni til að ná nýjustu bókununum í tölvupóstinum og hlaða gemmsan sem heldur inni tveimur strikum í sambandi vegna forláts loftnets sem reynir að násambandi við Búrfell í gegnum þykkann fjallamassann.
Já það er gott að vera komin í bæinn. Menning miðbæjarins verður teyguð næstu kvöld í góðra vina hóp. Það fera að líða að því að maður taki upp símann og finni vini sína. Það er ef mosavaxnir takkarnir, vegna lítillar notkunnar, virki og aðrir séu innan þjónustusvæðis.


Hvar eru teir?

Nu tegar vid vitum hvert se haegt ad fara til ad finna fallegustu konurnar ta langar mig ad vita hvar eg get fundid fallegustu karlmennina?


mbl.is Fegurstu konurnar ekki á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Chicago

The windy city! :) and thats so true...
Hef verulega verid ad treina tad ad skrifa herna tar sem eg hef annad hvort ammeriskt lyklabord eda thyskt til umrada. Vildi bara lata vita af mer ad eg er enn a sama stad og tvi midur fer ad syttast i brottfor, enn ta hefst bara annad aevintyri.
Gad hvad mer finnst leidinlegt ad skrifa a svona lykla bord svo eg aetla bara ad haetta.
Vissu tid to ad thyskt lyklabord hefur y tar sem z er? ... svo ekki ad gera sig!


"heim"

Er á leiðinni "heim" á morgun. Eftir langa fjarveru, 2 ár, hitti ég loksins aftur au pair fjölskylduna mína í Chicago á morgun. Ég hlakka svo til að ég get ábyggilega ekki sofið. Svo margt á dagsskrá að ég get ekki beðið. Enn ætli ég byrji ekki bara að þvo þar sem dagurinn í dag fór í búðir og svo aðstoð í fjöldahjálparstöð Rauða krossins á Selfossi. Sem betur fer fer ég seinni partinn á morgun svo þá verður tími til að pakka í fyrramálið.
Set vonandi inn myndir reglulega til að deila með ykkur ferðalaginu mínu og svo komandi brúðkaupi í Philly! ;)

 


Fyrirmyndirnar úr TV-inu

Lítill strákur segir við kennarann sinn í dag ,,enn Friðrik og Regína voru í svo miklum fötum" þegar verið var að ræða helgina og Evróvisíon.
Angans börnin vita ekki hvað á sig stendur þegar þau sitja kvöld eftir kvöld fyrir framan sjónvarpið í góðri trú um að söngvakeppni fari fram. Enn í raun er þetta kroppa sýning af hæðstu gerð.
Held t.d. að Rússinn hafi ekkert þurft að hneppa frá, enn gríska gellan jós inn stigum vegna eggjandi hreyfinga og fatnaðar.
Það er miður hversu mörg lönd byggja framkomu sína á ungum konum, í snýpsíðum kjól er hafa hálsmál niður á maga. Myndatakan er svo stíluð inn á rassa og barma skot.
Mér liggur við að segja að með þátttöku í þessari keppni, og þá meina ég þátttöku sem áhorfandi, sé tekið þátt í evrópsku mannsali.
Annar finnst mér þessi keppni reglulega skemmtileg - enn af er það sem áður var og keppnin er ekki söm við sig. Eitthvað þarf að breytast og fólk í raun að kjósa það sem þeim fannst besta lagið, enn ekki vegna þess að þetta er nágranna þjóðin eða gellan með flottu brjóstin.


Velkomin

Langaði að deila með ykkur grein sem ég skrifaði á www.urkir.blog.is (hvet ykkur jafn framt að kanna þá síðu)

Fyrir fólk sem býr í friðsælasta landi heims getur verið erfitt að átta sig á þeim aðstæðum sem flóttafólk lifir við á hverjum degi. Að ímynda sér það að rífa sig upp frá heimilinu sínu, æskuslóðum, fjölskyldu, vinum, eignum sínum og lífinu sem það hefur skapað sér. Kasta því frá sér til þess að halda í sér og fjölskyldu lífinu. Að skilja allt eftir, nema helstu föt og jafn vel ekki, er næstum ógerlegt að gera sér grein fyrir.
Að kom til lands sem útlendingur og flóttamaður er ekki það sama. Flóttamennirnir búa fjarri heimili sínu oft í langan tíma, mörg ár, jafnvel ára tugi og oftast við ömurlegar aðstæður í flóttamanna búðum. Þeir eru án hita, vatns, rafmagns, læknis aðstoðar og fleira sem lýsir mörgum flóttamannabúðum. Þeir hópar sem koma til landsins eru valdir eftir sérstöku verkferli og hafa oft ekki hugmynd um hvar Ísland er og kjósa jafnvel ekki að koma hingað. Flytja til lands sem er mjög ólíkt þeirra í siðum, menningu, veður fari og fleira. Enn þegar flóttamaður kemur til landsins tekur við árs aðlögunar ferli. Þau kynnast landinu, menningunni og læra tungumálið. All flestir sem hafa komið hingað hafa lært íslensku á innan við ári og er nokkuð vel í stakk búið til að takast á við samfélagið.
Enn að vera óvelkominn í samfélaginu er slæmt. Slæm þróun á umtali fólks um "útlendinga". "Útlendingar" er hópur sem velur sér að koma til landsins og vinna hér, setjast hér að því þau eiga jafnvel unnasta/unnustu, eða fá betri tækifæri enn í heimalandinu sínu. Eins er það sama með Íslendinga sem flytja sem dæmi til Danmerkur eða Noregs. Þeir eru oft í leit að betra tækifæri t.d. vegna vinnu.
Það er nauðsynlegt að flóttamaður finnist hann vera velkomin þar sem hann sest að. Eftir langt ferðalag, óra fjarri sínu heimalandi, kominn í mjög ólíka menningu. Til að hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu þarf að taka vel á móti þeim. Aðstoða við t.d. hvernig eigi að fara út í búð og kaupa mjólk. Hvernig eigi að segja "takk". Hvernig eigi að komast í skólann, fara í bankann, í sund, hvar sé best að fara út að borða, hvar sé gaman að fara í ferðalag og svo fram eftir götunum. Að hjálpa þeim að skilja menningar munin og vera opin er vænlegast.
Segjum "Velkomin" og skellum klassísku lumminni okkar framan í þau og spyrjum stolt "how do you like Iceland?"


Ég á líf

Þar sem ég sat með kaffibollann minn, að koma mér á fætur, hugsaði ég með mér að það væri komið að blogg færslu. Eftir að hafa yfirkeyrti mig af stressi og lærdómi síðustu vikurnar vegna prófa og ritgerðarskila og sem lauk svo um helgina með prófloka djammi. Þá ætti ég mér loksins líf og þótti við hæfi að koma því til ykkar lesendur góðir. (sérstaklega þar sem síðustu færslur hafa verið heldur niðurdreignar) Ég á mér svo mikið líf að ég ætla mér út úr bænum í sveitina í dag og draga að mér ferska loftinu þar til ég kafna af of miklu súrefni.
Ég átti afmæli í síðustu viku. Mæli með ef fólk kemst hjá því að eiga ekki afmæli daginn fyrir próf. Enn svona var þetta í ár, lítið við því að gera. (flögguðu ekki allir fyrir mér? það er í lögum sko) Í tilefni þess var farið út að borða. Lítið var um hugmyndir en ágætis staður varð fyrir valinu. Alltaf er maður að komast að einhverju nýju, og mig langar að koma því á framfæri, sennilega er það bara neitendastofnun (Helga pikk me ef ég á að leita eitthvert annað). Mér finnst að það ætti að vera skilda að allir veitingastaðir sem halda úti heimasíðu ættu að taka fram hversu gott aðgengi þeir hafa fyrir hjólastóla. Við vorum nefnilega að skoða staði á netinu, og við erum ekki mikið að fara út að borða og eigum engann uppáhaldsstað svo við vorum ekki viss hvernig aðgengið væri fyrir hjólastóla. Við vorum ekkert að hringja og spyrja, það er eins og að hringja og spyrja hvort veitingastaðurinn væri ekki með barnamatseðil eða örugglega klósett. Svo við ákváðum að ef fyrsti staðurinn biði ekki upp á aðgengi fyrir okkur, þá værum við með tvo auka staði, sem ætti að "redd að okkur" Svo, við lögðum bara upp í óvissuna og okkur til mikilla lukku, þá komumst við öll klakklaust inn vegna allt í lagi aðgengis. Gaman að nefna að við gátum öll, farið inn á sama stað. Það er nefnilega svo að sumstaðar er hjólastóla aðgengi, enn gallinn er sá að einstaklingurinn þar að fara inn allt annarsstaðar en allir hinir og oft inn á sama stað og vörumóttakan er, eða eitthvað allveg fáránlegt og afsíðis. Það er nefnilega svo gaman að fá að upplifa að vera virkilega auka dæmi í samfélaginu, eða þannig. Því ætti bara veitingahúsa eigendur almennt að taka þetta upp hjá sér og sína að fólk í hjólastól er virkilega velkomið til þeirra. Að það sé ekki auka vesen að fá þau í mat til sín. Einnig mættu veitingahúsa eigendur raða borðum hjá sér betur. T.d. taka út eitt sett af borði og stólum, enn í staðinn, er auðvelt að ferðast um í hjólastól hjá þeim, og bara ganga á milli borða almennt.
Aðrar gleði fréttir eru þær að nú er allur ferðamáti fyrir ammeríkuförina kominn. Flugið og lestamiðarnir, allt klárt! Það er svo sjúklega asnalegt samt að vera á Íslandi, panta lestarmið í útlandi eins og ammeríku. Það á að segja heimilsfang og svona og það er boðið upp á að segjast vera frá Íslandi (ásamt öðrum löndum) Enn það er ekki hægt að stafesta pöntunina á íslenskri borg og póstnúmeri. Svo ég bý í Reykjavík og reddaði þessu með að setja inn póstnúmerið mitt í Chicago. Svo ég á heima á tveim stöðum! ;)
Enn nú ætla ég út í rigninguna, upp í sveit að skipuleggja með Kristínu frænku hvað skal gera í Philly!!!! :D
Eigið góðan dag, og gleðilegt sumar! Bæ ðe vei, búin að ná einum áfanga af fjórum!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband