Velkomin

Langaði að deila með ykkur grein sem ég skrifaði á www.urkir.blog.is (hvet ykkur jafn framt að kanna þá síðu)

Fyrir fólk sem býr í friðsælasta landi heims getur verið erfitt að átta sig á þeim aðstæðum sem flóttafólk lifir við á hverjum degi. Að ímynda sér það að rífa sig upp frá heimilinu sínu, æskuslóðum, fjölskyldu, vinum, eignum sínum og lífinu sem það hefur skapað sér. Kasta því frá sér til þess að halda í sér og fjölskyldu lífinu. Að skilja allt eftir, nema helstu föt og jafn vel ekki, er næstum ógerlegt að gera sér grein fyrir.
Að kom til lands sem útlendingur og flóttamaður er ekki það sama. Flóttamennirnir búa fjarri heimili sínu oft í langan tíma, mörg ár, jafnvel ára tugi og oftast við ömurlegar aðstæður í flóttamanna búðum. Þeir eru án hita, vatns, rafmagns, læknis aðstoðar og fleira sem lýsir mörgum flóttamannabúðum. Þeir hópar sem koma til landsins eru valdir eftir sérstöku verkferli og hafa oft ekki hugmynd um hvar Ísland er og kjósa jafnvel ekki að koma hingað. Flytja til lands sem er mjög ólíkt þeirra í siðum, menningu, veður fari og fleira. Enn þegar flóttamaður kemur til landsins tekur við árs aðlögunar ferli. Þau kynnast landinu, menningunni og læra tungumálið. All flestir sem hafa komið hingað hafa lært íslensku á innan við ári og er nokkuð vel í stakk búið til að takast á við samfélagið.
Enn að vera óvelkominn í samfélaginu er slæmt. Slæm þróun á umtali fólks um "útlendinga". "Útlendingar" er hópur sem velur sér að koma til landsins og vinna hér, setjast hér að því þau eiga jafnvel unnasta/unnustu, eða fá betri tækifæri enn í heimalandinu sínu. Eins er það sama með Íslendinga sem flytja sem dæmi til Danmerkur eða Noregs. Þeir eru oft í leit að betra tækifæri t.d. vegna vinnu.
Það er nauðsynlegt að flóttamaður finnist hann vera velkomin þar sem hann sest að. Eftir langt ferðalag, óra fjarri sínu heimalandi, kominn í mjög ólíka menningu. Til að hjálpa þeim að aðlagast samfélaginu þarf að taka vel á móti þeim. Aðstoða við t.d. hvernig eigi að fara út í búð og kaupa mjólk. Hvernig eigi að segja "takk". Hvernig eigi að komast í skólann, fara í bankann, í sund, hvar sé best að fara út að borða, hvar sé gaman að fara í ferðalag og svo fram eftir götunum. Að hjálpa þeim að skilja menningar munin og vera opin er vænlegast.
Segjum "Velkomin" og skellum klassísku lumminni okkar framan í þau og spyrjum stolt "how do you like Iceland?"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Heyr heyr.....eins og þetta fólk sé ekki búið að ganga í gegnum nóg!

Garún, 26.5.2008 kl. 13:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband