Kvikmyndagagnrýni

Sem nemanda í kvikmyndafræði þykir mér ákaflega áhugavert að lesa kvikmyndadóma og skemmtilegt. Ég geri þó ekki mikið af því að lesa þá og helst verður  Fréttablaðið og 24 stundir fyrir valinu. Í 24 stundum í dag birtist að mínu mati einkennilegur kvikmyndadómur sem hefst svo (bls. 34)  ,,Og væmnisverðlaunin í ár hlýtur ... Rómantíska gamanmyndin Made of honor er aðeins gerð fyrir eina tegund fólks. Konur. ..." Mér finnst þetta frekar mikil stimplun á kvikmynd og ýtir ennþá meir undir þá fordæmisgefandi staðhæfingu að svona mynd sé fyrir konur og hinssegin mynd sé fyrir karlmenn. Hvað þá um þá karlmenn sem finnst gaman af rómantískum gamanmyndum? Eru þeir þá konur? Er þetta ekki enn ein lítillækkunin á tegund fólks sem heitir konur? Og myndin fékk 1 og 1/2 stjörnu. Af því hún er fyrir konur?
Þó gagnrýnandanum finnist litið til um rómantískar gamanmyndir ætti hann ekki í skrifum sínum að vera fordómagefandi. Kannski segir þetta bara meir um hann en myndina?

...enn áfram að læra - ritgerð um þýska nýbíóið er komið á fullt skrið...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég myndi ekki láta draga mig nauðuga á "Made of Honor" og er almennt lítið fyrir rómantískar gamanmyndir (*hrollur*). En samt er ég kona (síðast þegar ég vissi allavega).

En sem samkvikmyndafræðinemi þá væri hægt að fara út í nánari umræður um kvennamyndir/"kvennamyndir en nenni því ekki hérna.

Bára (IP-tala skráð) 7.5.2008 kl. 18:09

2 identicon

Ég færi ekki á þessa mynd þótt mér væri borgað fyrir það, en samt hef ég almennt gaman af svona væmnum rómantískum gamanmyndum. Ég held bara að þessi tiltekna mynd sé algjör hörmung. Fyrir utan það hvað Patrick Dempsey fer í taugarnar á mér. Ég er samt sammála með að þessi gagnrýnandi ætti bara að finna sér nýtt starf. Þetta er meira samfélagsrýni heldur en kvikmyndarýni fyrst hann er farinn að ákveða fyrir kynin hvaða myndir þau eiga að horfa á.

Kristín (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 09:22

3 identicon

Ég hjó einmitt líka eftir þessu. Án efa hörmungarmynd en að vera að blanda konum inn í þennan dóm sem einhverju sem á að gefa orðum þínum aukna vídd er auðvitað bara cop-out og vandræðalegt.

Birkir Viðarsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 17:06

4 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Ég veit nú ekki allveg hvað er að þessum gagnrýnanda. Algjörlega sammála síðustu ræðumönnum. Hann ætti bara að fá sér nýtt starf.

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 9.5.2008 kl. 07:40

5 identicon

Ég las þetta og fannst greinin svo full af undarlegum athugasemdum um konur og þeirra kvikmyndasmekk að ég var að því komin að skrifa í blaðið. Það er nefnilega svo að það er ekki hægt að alhæfa um kvikmyndasmekk. Konur hafa ekki bara gaman af einni tegund mynda, ekki frekar en karlar eða unglingar. Ég hef ekki gaman að af rómantískum gamanmyndum og er farin að vera frekar pirruð þegar þær eru í sjónvarpinu. Myndi aldrei borga 1100kr fyrir að sjá svona í bíó

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.5.2008 kl. 20:53

6 identicon

hver skrifaði? 

Helga Þórey (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 07:45

7 identicon

ég gat ekki beðið og fór og fletti þessu upp. þessi dómur segir náttúrulega alltof lítið um myndina sjálfa en í samfélaginu er til hópur fólks sem lítur á þetta sem fagleg vinnubrögð.

ég vil benda ykkur á tímamótadóm atla fannars (nýráðins ritstjóra mónítors) um tilgerðarskólpið knocked up: 

http://atlifannar.blog.is/blog/rigning/entry/309914/ 

svo eru velflestir kvikmyndadómar í mónítór (fyrir hans tíð þó) dæmalaust lélegir, illa unnir og ekki síst ófaglegir.

það skiptir engu máli hvað fólk kann, það virðist sem fólk sé ráðið inn á miðla útaf einhverju allt öðru en þekkingu og getu.

Helga Þórey (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 08:10

8 Smámynd: María

kíkti á dóminn hans - þetta kalla ég skref í rétta átt - þetta er eitthvað sem allir, er skrifa um kvikmyndir og e.t.v. fl., ættu að taka sér til fyrirmyndar. Stuttur og nokkuð rökstuddur dómur.

María, 13.5.2008 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband