Færsluflokkur: Bloggar

gömul kynni

í vikunni ákvað ég að færa mig yfir á gamla bloggið mitt - superdarling.blogspot.com vegna netörðug leika sem hrjá tölvuna mína og af þeim sökum komst ég aldrei inn á innra svæðið hér, enn gat það á blogspot - nú, þó ég sé komin hingað núna ætla ég samt að halda mig við gamla bloggið mitt!
Hlakka svakalega til þar sem það eru svo miklu meiri möguleikar í boði og gömul kynni mín af html kóðum verður tekin upp að nýju í jólafríinu og þá verður aðeins lappað upp á síðuna. ...svo gaman að grúska svona...

Tálkvendið ógurlega

Fann skemmtilegt brot úr allmörgum bíómyndum sem sýnir hversu vel kynsystrum mínum er gert skil í kvikmyndum, jafnt nú til dags og í þá. Hið illrannsakanlega kveneðli er í forgrunni með öllum sínum tálbeitum og líkingarmyndum ;) "have fun"


og ... íslensk þáttagerð

Undanfarið, í ljósi gríðarlega mikils efnis í leikinni íslenskri þáttagerð, hefur sá iðnaður oft borist til tals upp á síðkastið. Aðsjálfsögðu er það gleði efni hversu sterkt þessi gerð hefur verið að koma inn og vonandi aðeins upphafið að farsælli framtíð. Ég geri mitt besta í að fylgjast með þó ég komist ekki yfir allt, aðalega sökum þess að ég hef ekki Stöð 2. Enn þá er bara að býða þess að þetta komi út á DVD og taka þá góða rispu.
Flestir eru þættirnir vel skrifaðir, vel leikstýrðir og koma efninu vel til skila. Pressan er mér sérstaklega hugleikin þar sem mér þótti handritið þétt og undantekningarlaust með óþarfa útúr dúra. Allt kom til skila og öll bönd hnítt í lokinn svo ekkert stóð eftir laust. Sama má segja með Svarta Engla. Eitt sem ég skil þó ekki sem kom fram í loka þættinum var, hvers vegna voru raunverulegar persónur látnar koma fram í þætti/efni sem er tilbúningur? Átti það að vera partur af raunsæinu og "hjálpa" áhorfendum í að setja sig í spor raunverulegs áhrofanda í tilbúningnum? Á ekki að skilja af raunveruleika og óraunveruleika - ég gef mér að sjónvarpsþáttur og kvikmyndir séu óraunverulegar enn aðstæður mínar í sófanum að horfa á skjáinn séu raunverulegar.
Ég hefði haldið að til að aðgreina íslenskan raunveruleik og óraunveruleikann ætti að halda sér 100% í skálskap persóna og hafa þær allar tilbúnar.
Fylgir einhverskonar réttlæting og staðfæring í því að hafa raunverulegar persónur með í skáldskapnum, að áhorfandi samlagi sig honum þá frekar og hugsi ,,já, þetta er íslenskt, svona gæti gerst á Íslandi" þegar við sjáum Jón Baldvin og Steingrím J í kunnulegum aðstæðum?
Kannski er ég bara að bulla og svona er bara allt í lagi. Enn samt situr alltaf bak við eyrað á mér gagnrýnis raddir á sjónvarps og kvikmyndaefni framleitt hér á landi - ,,nei þetta er óraunverulegt, þetta getur ekki gengið, svona hlutir gerast ekki á Íslandi".
Gæti ég réttlætt endur gerð á CSI: New York eða Las Vegas ef ég læt t.d. fréttaskýringarmynd koma fram með Jóhönnu Sigurðardóttur?

hér og nú

Snævaþakin jörðin, snjóflyksur í loftinu, stíg út úr bílnum og eldsupptök fylla vit mín.
Ég horfi í kringum mig en sé ekkert sem gæti verið logandi eldur.
Hugur minn þýtur til Póllands
og þess tíma sem ég var þar í nóvember í fyrra, þegar snjóaði full snemma
loftið ilmaði af kolareyk og eldivið.
Ég átta mig á því að það sem brennur er arinn eldur einhvers. Mikið hefur einhver það rómantískt.


Ísland í ár; unnum silfur á ólympíuleikunum, krónan hrundi, urðum vinalaus, stjórnmálamenn í knöppum dansi við almúgan, í dag skín sólin enn 2 október kom fyrsti snjórinn í Reykjavík.
Í dag kemur upp í huga mér atriði úr Shadow of a Doubt (1943) eftir Hitchcock - þar sem löggan sannfærir Charlie um að það sé gott að vera meðalljón ... í dag er bara gott að vera meðalljónið, vinna hjá ríkinu og skulda ekki of mikið, hafa setið á sér í útrásinni.

Á Flótta afmæli - 10 ára

Í gær hélt Á flótta verkefnið (URKÍ-R) upp á 10 ára starfsafmælið sitt - að því tilefni var sett saman nokkur brot frá síðastliðnum árum.

Kompás í kvöld kl.19:20

Í tilefni af landssöfnuninni Göngum til góðs, viljum við vekja athygli ykkar á því að umfjöllun um leitarþjónustu Rauða krossins og sameiningar fjölskyldna í Kongó verður sýnd í næsta Kompáss þætti á Stöð 2, mánudaginn 29. september.

Helga Þórólfsdóttir, sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins, fór utan í vettvangsferð ásamt Sigmundi Erni Rúnarssyni, ritstjóra, og myndatökumanni.

Þátturinn hefst strax eftir fréttir, kl. 19.20, og er sýndur í opinni dagskrá.

við lýði

Þessar niðurstöður er án efa stór merkilegar og ekki alveg í takt við nútímann. Þekkir þá meiri hluti BNa manna ekki blökkumenn, eða metur þá kannski út frá bíómyndum?
Hver svo sem niðurstöður kosninganna verða, ætti þessi niður staða um kynþáttafordóma gagnvart blökkumönnum að hrista vel upp í samfélaginu og samfélagið ætti að berjast gegn svo aftur haldssömum skoðunum.
Vegna þessa að x margir telja að blökkumenn séu svona og hinsegin er slæmt þegar kemur að vali á leiðtoga þjóðar og sér í lagi í ljósi þessu hversu mikil áhrif hann hefur alheimslega.
Þetta er kannski allt í takt við repúblikana aftur halds stefnu sem hefur verið við lýði svo lengi, of lengi í usa?


mbl.is Kynþáttafordómar gætu kostað Obama sigurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

21. sept. er Peace Day

Á morgun er "Peace Day" - dagur friðar um allan heim. Á þessum degi eiga allir að leggja hvaða ágreining sem er á hilluna og leita lausna. Í stríðs hrjáðu landi á ekki að vera barist svo hægt sé að koma t.d. nauðsynjum til fólksins. Tékkið á þessu myndbandi...


It's a Wonderful Life

It's a Wonderful Life er mynd frá 1946 með James Stewart og Donna Reed í aðalhlutverkum, leikstjóri Frank Capra. Sá þessa mynd í tíma í gær, rökkurmyndum/film noir, og féll alveg fyrir henni og sérstaklega uppbyggingunni að atriðinu og því sjálfu sem kemur hér á eftir. Atriðið sem heldur manni alveg á nálum fram í lokinn.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband