Fyrirmyndirnar úr TV-inu

Lítill strákur segir við kennarann sinn í dag ,,enn Friðrik og Regína voru í svo miklum fötum" þegar verið var að ræða helgina og Evróvisíon.
Angans börnin vita ekki hvað á sig stendur þegar þau sitja kvöld eftir kvöld fyrir framan sjónvarpið í góðri trú um að söngvakeppni fari fram. Enn í raun er þetta kroppa sýning af hæðstu gerð.
Held t.d. að Rússinn hafi ekkert þurft að hneppa frá, enn gríska gellan jós inn stigum vegna eggjandi hreyfinga og fatnaðar.
Það er miður hversu mörg lönd byggja framkomu sína á ungum konum, í snýpsíðum kjól er hafa hálsmál niður á maga. Myndatakan er svo stíluð inn á rassa og barma skot.
Mér liggur við að segja að með þátttöku í þessari keppni, og þá meina ég þátttöku sem áhorfandi, sé tekið þátt í evrópsku mannsali.
Annar finnst mér þessi keppni reglulega skemmtileg - enn af er það sem áður var og keppnin er ekki söm við sig. Eitthvað þarf að breytast og fólk í raun að kjósa það sem þeim fannst besta lagið, enn ekki vegna þess að þetta er nágranna þjóðin eða gellan með flottu brjóstin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband