Færsluflokkur: Bloggar
15.5.2007 | 11:57
nokkrar
þá eru nokkrar myndir komnar frá því um helgina! :)
Takk enn og aftur fyrir mig! :)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2007 | 14:31
Fallegt afmælis veður
Mikið er þetta góður dagur í dag ... frábært að eiga afmæli á svona fallegum degi. Afmælis veislurnar hjá okkur tvíburunum gengu vel um helgina og hef ég skemmt mér konunglega. Í kvöld ætlum við svo fjölskyldan að borða saman. Ég verð nú líka að óska forseta landsins til hamingju með daginn. :)
Og svo þökkum við systurnar fyrir okkur! :) Frábært að fá svona margt fólk til sín. Höfum skemmt okkur alveg konunglega með ykkur! Skelli nokkrum myndum inn við tækifæri, en ætla að ganga frá bökkum síðan í gær og halda áfram að lesa ,,Á ég að gæta systur minnar"! :)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2007 | 00:15
Stutt partý í kvöld
Var að koma heim úr Poppoli partý á Óliver. Ekki alveg til í að fara í háttinn svo ég ákvað að skella inn smá færslu :p ... Þetta var mega stuð, og fjörið rétt að byrja núna örugglega. Óli sýndi brot úr myndinni, sem er enn í tökum. Og þetta leit mjög vel út! Hlakka til að sjá "the" myndina! :)
Annars er nú lítið í gangi. Drekkti sorgum mínum eftir Eurovision í gær :p
Undirbúningur afmælisins hefur tekið sinn tíma líka ... hlakka til að fá allt liðið í partý. Og þemað er rautt ;) Svo verður kosningakvöldið mjög spennandi, og hlakka ég til að fylgjast með því. Fyrir löngu búin að ákveða hvað ég ætla að kjósa.
En þreytan er farin að segja til sín. Svo ég bíð bara góða nótt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 15:33
Svöngvakeppni flokkanna?
Kosning og Eurovision á laugardaginn. Og margir eru að velta því fyrir sér hvað eigi að kjósa.
Ýmisr flokkar hafa verið að senda frá sér lög.Ætli maður fari að kjósa flokkana út á lögin þeirra?Samfylkingin og ungir Samfylkingarmenn hafa gert myndband ...ég verð að segja að mér finnst meira til Eurovision lagana koma en þessara. Held að formenn og framboðsmenn ættu bara að halda sig við pontuna og auglýsingaskiltin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2007 | 15:13
Áfram Eiríkur
Erum við komin með nýjan Eirík Rauða -landnámsmann með meiru? Ætli hann leggi undir sig Evrópu í kvöld? Ég sendi allavegana alla mína bestu strauma um velgengi yfir til Finnlands. Ég held að við eigum góða möguleika á að komast í úrslit. En það eru 47 lönd sem dæma lagið ... já eða svona allt að því allavegna 28 í kvöld. Þetta verður spennandi og er ég að koma mér í fílinginn, tók vel á því í gær (eins og sjá má á bloggfærslu hér að neðan). ÁFRAM EIRÍKUR - ÁFRAM ÍSLAND!
Er að hlusta á Volta með Björk. Stór skemmtilegur diskur. Á flest alla diskana hennar, en datt út í tveim albúmum svo þau vannta upp á. En þau koma. ...einstakur tónlistarmaður...
Svei mér þá! Ég er orðin eirðarlaus og get bara ekki beðið að klukkan slái 19:00 Sjá upphafsatriðið og Eirík. :) Ætla að mæta fyrr í partýið - einfaldlega vegna þess að það liggur ferð þangað. Og fyrir vikið fæ ég að kíkja á þáttinn hennar Eyrúnar. Er mjög spennt, enda frábært efni sem hún er með! :) ...vona að tökurnar mínar hafi heppnast - og svo fékk ég líka óvænt hlutverk í þættinum og ég hlakka til að sá það! :) Við Ingi urðum víst alveg stór miklir færeyskir spegulantar! :p hehe... En segjum það ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.5.2007 | 15:05
djókur
Sá góðan brandara hérna á blog.is áðan og langaði að deila honum með ykkur!
Þessi brandari gengur um í USA
Three men were sitting together bragging about how they had given their new wives duties.
The first man had married a Woman from Colorado and had told her that she was going to do the dishes and house cleaning. It took a couple days, but on the third day he came home to a clean house and dishes washed and put away.
The second man had married a woman from Nebraska He had given his wife orders that she was to do all the cleaning, dishes, and the cooking. The first day he didn't see any results, but the next day he saw it was better. By the third day, he saw his house was clean, the dishes were done, and there was a huge dinner on the table.
The third man had married a girl from Iceland . He told her that her duties were to keep the house cleaned, dishes washed, lawn mowed, laundry washed and hot meals on the table for every meal. He said the first day he didn't see anything, the second day he didn't see anything, but by the third day some of the swelling had gone down and he could see a little out of his left eye, enough to fix himself a bite to eat... and load the dishwasher.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 13:58
keppnin á morgun
Var búin að skrifa fullt um öll lögin en svo gerðist eitthvað óskiljanlegt og ég missti út fyrstu 3 löndin sem ég ætlaði að setja inn ... núna fái þið þetta svona, án þeirrar uppröðunar sem ég var búin að ætla mér.
Innst inni er ég aðdáandi Eurovision, fyrir kannski svona tveim árum bloggaði ég um hvert einasta lag, og þar sem ég er að bíða eftir þvottinum ætla ég að hafa stutt yfirlit yfir lögin í keppninni. Albania; ég trúi ekki að þetta lagi komist eitthvað áfram alveg drepleiðinlegt í byrjun. Konan fornaldarleg og maðurinn minnir mig á einhverja teiknimyndapersónu. Sungu þau á ensku? Get ég fengið lagið textað?Andorra; Framhaldsskóla rokk. Lagið verður betra og betra, mjög kúl. Ég spái því góðu gengi.
Armenia; Er verið að tæla fram draug, long lost lover? Eða eitthvað? Ég er ekki alveg að meika að gaurinn skuli ekki vera að segja það sem söngvarinn er að segja. Þetta var ekkert skemmtilegt.
Austria; Sherril Crow ... Er verið að syngja um alnæmi? Þetta hrífur kannski einhverja, gítar dæmi þarna og eitthvað. Ekki the lagið samt...
Belgium; diskó - friskó ... John Travolta er mættur á svæðið, kemur hann með dansinn líka? ... en það er bara ekkert grípandi þarna...
Bosnia og Herzegovina; alveg viss um að hún sé að segja mér eitthvað merkilegt ... en ekkert brjálæðislega flott lag ... veit ekki...
Croatia; æi nei ... það verður að senda fólk sem getur sungið ...
Czech Republic; neibb þetta er ekkert að gera sig .... skil þetta ekki og gellurnar þarna
Denmark; hann minnir mig á Louise vinkonu mína í DK. Mig langar að sjá hann/hana dansa meira. Myndbandið er flott. Og verður spennandi að sjá þau á sviði. Ágætt lag ...
Estonia; nei nei ... nei takk, hérna verður klósett pása...
Finland; ágætislag, hlakka til að sjá hana á sviðinu! '
France; Það vanntar eitthvað hérna ... eitthvað til að ná þessum "kreisý" hæðum í lagið ... en er fólk tilbúið í Frakkland mix´60 og ´00?
Fyr Macedonia; þetta er möguleiki ... leggjalöng skvísa í réttu fötunum, ágætis lag, góður kraftur í því, það klífur eitthvað.
Georgia; jájá, þetta gæti alveg gengið. Minnir mig á tölvuleik - enda heitir lagið Visionary Dream
Germany; Jass fílingur - gamal dags - söngleikja - en hvernvegna þetta tungumál?
Mið Evrópa er öll í "back to the past"
Greece; og fyrst dettur mér í "þjóðlegur "Greese"" ...
Hungary; Tilfinningar bluse ... en aðeins of blue ...annars ágætislag
Iceland; óska Eiríki og félögum alls hins besta á morgun! :) Ég trúi ekki öðru en við komumst langt á þessu lagi.
Ireland; Get ekki annað sagt að þetta er mjög írskt og flott. Fíla alltaf Íra!
Latvia; aftur, þá á að velja fólk sem getur sungið ...
Lithuania; ekki að gera sig...
Malta; veit ekki ...
Moldova; tvö hlaupa lönd í röð ... þetta er ágætis lag ... fiðlur og rokk er ákvaflega skemmtilegt
Montenegro; þetta var að gera sig alveg í byrjun, en ... viðlagið gæti gripið ...
Netherlands; ó ég hélt að þetta yrði mega stuðlag, miða við kynninguna ... ekki alveg að fíla þetta
Norway; ástsælasta leik og söng kona norðmanna - hefði viljað sjá hana í öðru en þessu ...
Poland; MTV ? langar til?
Portugal; æi já þetta er slæmt lag ...
Romania; kunnuleg byrjun ... neibb ... ekkert
Russia; slaft! slapt! ....og bara ódýr sala að sýna þær klæða sig í
Serbia; ég fíla þetta lag ... hlakka til að sjá þau á sviði og hvort þau verði með svona gjörninga. Góð stig hækkandi kraftur í því. Held ég haldi með Serbiu.
Slovenia; elskar mig - elskar mig ekki ? skemmtilegur ástar leikur ... já eða nei ?
Spain; glætan!
Sweden; byrjunin er í mjög miklum abba stil ... eða kannski vegna þess að ég veit að þetta eru svíar .. en svo hafa þeir bara tekið fullt af öðrum takt föstum lögum og sett saman í stór skemmtilegt lag! Þeir hljóta að ná langt.
Switzerland; warner brother - movie byrjun/treiler ... ágætislag en ekki alveg að fíla söng um vampírur.
Turkey; æi veit ekki ...
Ukraine; klikkað lið - en ekkert meira en það - kæmist eitthvað bara fyrir það!
UK; veit ekki ...
Ég hlakka allavegana til á morgun! Og sennilega flestir!
Góða skemmtun! :D
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.5.2007 | 19:14
Sérþarfir

Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.5.2007 | 23:46
Hver verður ákvörðun þín á laugardaginn?
Er það X-DBSVÍF? ...eða hvað sem þetta nú allt heitir. Ja, veit nú alveg hvað þeir heita, man bara ekki alltaf bókstafinn sko :p En það er allt annað mál. Ég veit hvaða bókstaf ég haka við, en það eru ekki allir búnir að gera upp hug sinn. Því hefur Bifröst gert gagnvirka stjórnmálakönnun! Með því að taka þátt í henni er hægt að sjá hvaða skoðun fólk hefur á málunum og hvernig það samræmist stjórnmálaflokkunum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
5.5.2007 | 13:15
tilbreyting
Hef aðeins verið að fikta við að blogga hérna á blog.is fyrir urkir og hef bara hrifist hreint og beint af þessu blogg umhverfi. Hef verið á blogspot.com og langar satt best að segja ... úff... það er svo mikið verið að tala í kringum mig að ég ruglast alveg og veit ekkert hvað ég ætlaði að segja! En örugglega eitthvað í þá vegu að ég ætla að breyta til! :)
...málið er nefnilega svo skrítið að á vissum tíma punkti dagsins þá bara er eins og allar tengingar hverfi við heila stöðvarnar og minnsta truflun raskar öllum mínum huga burði og ég stend í ringul reið hugsana flæðisins og veit ekkert hvar ég var að segja...
...ég vildi óska þess að ég gæti slakað svo vel á að tíminn standi í stað...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)