og ... íslensk þáttagerð

Undanfarið, í ljósi gríðarlega mikils efnis í leikinni íslenskri þáttagerð, hefur sá iðnaður oft borist til tals upp á síðkastið. Aðsjálfsögðu er það gleði efni hversu sterkt þessi gerð hefur verið að koma inn og vonandi aðeins upphafið að farsælli framtíð. Ég geri mitt besta í að fylgjast með þó ég komist ekki yfir allt, aðalega sökum þess að ég hef ekki Stöð 2. Enn þá er bara að býða þess að þetta komi út á DVD og taka þá góða rispu.
Flestir eru þættirnir vel skrifaðir, vel leikstýrðir og koma efninu vel til skila. Pressan er mér sérstaklega hugleikin þar sem mér þótti handritið þétt og undantekningarlaust með óþarfa útúr dúra. Allt kom til skila og öll bönd hnítt í lokinn svo ekkert stóð eftir laust. Sama má segja með Svarta Engla. Eitt sem ég skil þó ekki sem kom fram í loka þættinum var, hvers vegna voru raunverulegar persónur látnar koma fram í þætti/efni sem er tilbúningur? Átti það að vera partur af raunsæinu og "hjálpa" áhorfendum í að setja sig í spor raunverulegs áhrofanda í tilbúningnum? Á ekki að skilja af raunveruleika og óraunveruleika - ég gef mér að sjónvarpsþáttur og kvikmyndir séu óraunverulegar enn aðstæður mínar í sófanum að horfa á skjáinn séu raunverulegar.
Ég hefði haldið að til að aðgreina íslenskan raunveruleik og óraunveruleikann ætti að halda sér 100% í skálskap persóna og hafa þær allar tilbúnar.
Fylgir einhverskonar réttlæting og staðfæring í því að hafa raunverulegar persónur með í skáldskapnum, að áhorfandi samlagi sig honum þá frekar og hugsi ,,já, þetta er íslenskt, svona gæti gerst á Íslandi" þegar við sjáum Jón Baldvin og Steingrím J í kunnulegum aðstæðum?
Kannski er ég bara að bulla og svona er bara allt í lagi. Enn samt situr alltaf bak við eyrað á mér gagnrýnis raddir á sjónvarps og kvikmyndaefni framleitt hér á landi - ,,nei þetta er óraunverulegt, þetta getur ekki gengið, svona hlutir gerast ekki á Íslandi".
Gæti ég réttlætt endur gerð á CSI: New York eða Las Vegas ef ég læt t.d. fréttaskýringarmynd koma fram með Jóhönnu Sigurðardóttur?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband