14.5.2008 | 11:40
akkuru
það rifjaðist upp fyrir mér í gær hvers vegna ég fór ekki fyrr í háksóla - á nefnilega við svo mikinn einbeitingarskrot að stríða að ég helst ekki yfir bókum nema í nokkrar, örfáar klukkustundir - því sá ég fram á að komast ekki í gegnum langa próf og verkefnatörn við lok hverrar annar. Enn ætli ég hafi ekki gleymt þessu með áranum, hluti af einbeitingaskortnum, og fannst ótrúlega sniðugt og nauðsynlegt að fara í háskóla síðasta vor. jú, það var alveg sniðugt, en nú er ég búin að vera mánuð í ritgerðar og prófa stússi og ég get bara ekki meir, endaspretturinn er að buga mig - ætli ég verði ekki bara að ýminda mér þetta sem maraþon eða íþróttaleik - þar sem glætan að ég gefist upp fyrr en markinu er náð - en vá, hvenær tekur maraþon og íþróttaleikur mánuð? Kannski ætti ég bara að skrá mig í íþróttaháskóla og stunda kappleiki, þeir eru oftast ekki lengur en 90 mínútur, með góðum hálfleik - það er ekkert sem heitir hálfleikur í háskóla. Ég verð bara að fara til læknis og fá meðul við þessum einbeitingarskorti og eyrðarleysi sem hrjáir mig strax á fyrstu viku tarnarinnar.
Hugsunin yfirbugar mig líka, að vera búin að læra, og læra og læra og svo, hva falla? Þá er þessi önn til einskis og þessi erfiðasti mánuður lífs míns, sár og glötuð minning - Ok, er farin að læra...
Hugsunin yfirbugar mig líka, að vera búin að læra, og læra og læra og svo, hva falla? Þá er þessi önn til einskis og þessi erfiðasti mánuður lífs míns, sár og glötuð minning - Ok, er farin að læra...
Athugasemdir
hae! aettladi bara ad lata tig vita ad eg var ad blogga um france a petites.bloggar.is kiktu endilega a og lattu maog pa lika vita
Anna litla syss (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 12:58
Þetta tekur allt enda að lokum - gangi þér vel á endasprettinum og til hamingju með afmælið þann 14. :)
Erla (IP-tala skráð) 17.5.2008 kl. 11:18
Kannast við einbeitingaskrotinn, þó að hann hljómi verri hjá þér en mörgum öðrum. Það er bara að taka þetta með trukki þegar að kemur þó það sé þreytandi!
ertu búin að lesa bókina?
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 19.5.2008 kl. 17:23
var að byrja á bókinni í dag og leggst vel í mig
María, 19.5.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.