Endalokin nálgast

Alveg er ég að gefast upp á þessum endalausa lærdómi - þett´er orðið gott - en síðasta prófið er ekki búið, neibb, tveir dagar í það.
Eftir morgunlesturinn er eins og andinn hafi verið rifinn úr mér - ég sit og tel blaðsíðurnar sem eftir eru í staðinn fyrir að lesa þær. Mér líður eins og ég geti ekki meir.
Blendnar tilfinningar yfir að takast þetta, ná prófinu og komast í frí. Mikið hlakka ég til eftir helgina. Þá er hægt að undirbúa sumarið sem ég þrái svo heitt. Komast til fjölskyldunnar í Chicago og takast á við ævintýrin sem bíða í Landmannahelli. Óskin um að sumarið verði bjart og gott er svo yfirþyrmandi heit og eftirvæntingarmikil að þetta er orðið áskapað, þunglyndi og þrá.
Enn, það þýðir víst lítið að kvarta. Dembi þessari þunglyndislegu og yfirbuguðu tilfinningu yfir á "ekkert svæðið, netheiminn" og held svo áfram ögn léttara yfir hjartanu.
Það er nú bara svo ... LoL


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband