Með sól í hjarta

Vaknaði upp fyrir allar aldir í morgun, enda orðin vinnandi manneskja og skrifastofudama - bara í nokkra daga þó - og því þurfti ég að taka mig til og vera mætt klukkan 9. Allt fór rólega afstað heima fyrir og rölti ég svo í strætó í morgunsólinn og blíðunni. Yfir mig streymdi rómantísk tilhlökkunar tilfinning um sumarið og komandi dag. Allt var svo rólegt og yfirvegað, mest allt morgun stressið úr umhverfinu yfirstaðið. Ég líð einhvern vegin áfram á sólargeislunum og sest svo inn í strætó. Læt hugan reika um ósýnileg ský, liðnar stundir og komandi tækifæri. Skyndilega ranka ég svo við mér í Foldahverfinu. Á örstuttum tíma hefur huganum mínu fleygt úr ljósum og litríkum draumaheimi í martraðakenndar hugsanir og bölvanir yfir hinum og þessum hlutum. Ég var sokkin ofan í svartnættið og hugsunarlaust tóm þar sem neikvæðni ríkti.Q95CANIULC6CASJDI9WCA7YLYPDCAHKSA08CAAZ045PCA07DOZJCABN9OHXCAY38IUUCAA0WX1GCAIC50CYCAX2CQXNCA25S2UCCA2RX57NCA93K18ICALJ9051CAK53QJSCAV9IB34CAZBKUJWCA0JX79F Hvað olli þessu, hugsaði ég og leit furðu lostin upp og í kringum mig. Hvað veldur slíkum breytingum? Ég er orðin yfir mig spennt og finn pirringinn og spennuna magnast innra með mér. Þegar ég fer að hlusta betur skella bylgjur útvarpsins á eyrum mér með tilheyrandi látum. Það er auglýsingatími og allt á að seljast, allir ætla að selja. Selja mig, selja þig, seljast eða selj´an. Tónlistin á er á eiturgrænum nótum og keppist um að poppa allt upp. Pirra mig nógu mikið til þess að fara bara og kaupa þetta. Enn ég verð bara rugluð, pirrast út í bílstjórann fyrir að bjóða upp á svona læti, lofa iPodinn minn og því að koma honum í lag svo ég sitji ekki uppi með boðflennu áreiti strætó-útvarpsins. Auglýsinga gildið hafði misst mark sitt, ég keypti ekki neitt, ég vildi ekki vera með í maníunni. Ég vil geta valið hvenær ég meðtaki hlutina og hvenær ekki.
Annars er rómantíski fílingurinn sem fylgdi mér út úr dyrum í morgun að koma aftur. Ég bíð spennt eftir helgin og þeirri óvissu sem hún býður uppá. Ég óska þess heitast bara að Þóra fái startkapla svo jeppinn komst í gagnið og förum saman tvær upp í bústað. Liggjum í leti, drekkum bjór, lærum, spilum, förum í göngutúr og borðum yndislegan mat. - Góðar stundir-

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Þeir eru yndislegir morgnarnir með sól í hjarta en jafn slæmt er þegar maður er skyndilega kippt út úr fallega heiminum sínum.

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 12.4.2008 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband