2.4.2008 | 14:19
1. apríl
Langt síðan ég hef verið mér meðvituð um 1. apríl. Þó sjálfur dagurinn hafi farið fram hjá mér reyndi ég að fylgjast með göbbum dagsins. Þóra vinkona fær 10 í einkun fyrir sitt apríl gabb enda hlupu ansi margir fyrsta apríl sökum þess.
Fyrsti apríl er einn af mínum uppáhaldsdögum því þá líðst ekki að vera fýlupúki. Sjálf er ég ferleg í að finna upp apríl gabb og finnst skemmtilegt að komast að hinum og þessum. Besta apríl gabb fyrr og síðar er þó þegar McDonalds átti að vera í Kópavogskirkju vegna þess að hún leit eins út og McDonaldsmerkið.
Lentir þú í einhverju skemmtilegu gabbi í gær eða gabbaðir einhvern?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.