31.3.2008 | 20:31
fellega menningarleg
Mæli með Stóra Planinu - sá hana á föstudaginn. Ferlega skemmtileg og hlægileg gangstermynd.
Fór loksins með Bíódögum að sjá Brúðguman á laugardaginn. Sá Ivanov um daginn og skemmtilegt að sjá sömu leikarana leika allt að því sömu persónurnar í svipuðu verki, annað í leikhúsi og hitt í kvikmyndahúsi.
Svo er alltaf gaman að skella sér í fermingarboð og hitta fjölskylduna. Í gær var það sérlega skemmtilegt því veislan var með japönsku yfirbragði þar sem fjölskyldan er hálf japönsk. Stór gott og nauðsynlegt "kridd" í íslenskar hefðir :p
Sá skemmtilega mynd í tíma dag eftir þýska nýbíóleikstjórann Fassbinder The Bitter Tears of Petra von Kant. Leikstjóri sem vinnur bæði í leikhúsi og kvikmyndum með sama leikhópinn og fjallar mikið um samkynhneigð í verkum sínum. Hann nýtir miðillinn vel en þó er einnig hægt að sjá einskonar leikhús áhrif í verkum hans sem spilla als ekki fyrir.
Athugasemdir
Já, takk aftur fyrir mig og falleg færsla um hann Óskar hérna fyrir neðan. Þú ferð alveg hamförum í blogginu manneskja :)!
Kristín (IP-tala skráð) 1.4.2008 kl. 19:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.