Vorboðinn

Ég get ekki beðið eftir að heyra í vorboðanum okkar sem kemur vonandi fljótlega. Veðrið hefur, eins vinberog landsmenn kannast við, kallað fram óskir um vor og yl. Flestir eru orðnir þreyttir á miklum umhleypingum síðustu mánuði. Mér varð skyndilega hugsað til gróðurhússins hér í Grafarvoginum. Ég varð þess heiður aðnjótandi að bjóða mér þangað inn í fyrra í byrjun apríl og þá var stutt í að allt byrjaði að blómstra. Það var stórkostlegt að fá að sjá þennan stað, ábyggilega sælustaður fjölskyldunnar. Það léttir án efa lundina að hafa eitt stykki gróðurhús í garðinum sínum, vera mánuð á undan gróðrinum utandyra og lengja þannig vorið og sumarið. Kannski bíð ég mér aftur í þetta gróðurhús eftir nokkrar vikur - svo heilluð var ég að því. Enn þá í öðrum erindagjörðum enn í fyrra, nú til þess að njóta gróðursins.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Já mar, þokkalega komin vorhugur í mann.  Keypti mér sumarbuxur í dag. vúhú.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 19.3.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband