28.2.2008 | 17:17
lausnin?
Hvernig er hægt að skýra nikótínfíknina?
Nikótín er eitt sterkasta taugaeitur sem vitað er um. Hin sterka eiturverkun stafar af því, að nikótín líkist mikilvægu boðefni í taugakerfinu \u0013 asetýlkólíni. Búnaðurinn á taugaendunum, sem tekur við boðunum, nefnist nemi. Í heilanum og annars staðar í taugakerfinu eru margir asetýlkólín-nemar. Þeir eru sérlega margir í grennd við vellíðunarstöð heilans. Nikótín og asetýlkólín keppa um nemana.
Byrjandareykingamanninum líður ekki vel og hann fær ýmis önnur einkenni nikótíneitrunar en þau líða fljótt hjá. Óþægindin af reykingunum koma aftur við næstu sígarettur. Það er vanalega ekki fyrr en eftir 40-60 sígarettur að öll merki um nikótíneitrun eru horfin. Þá fyrst er reykingamaðurinn búinn að öðlast þol fyrir nikótíninu.
Hér stíflar nikótínið jafnmarga nema og á fyrri myndinni en skilur eftir 13 \u001elausa\u001c nema sem t.d. asetýlkólín getur verkað á. Talið er að þessi mynd eigi við flesta nikótínfíkla og að nemafjöldinn minnki ekki aftur þótt hætt sé að reykja. Það getur skýrt að hluta til hvers vegna margir, sem hafa hætt, geta kolfallið eftir eina einustu sígarettu.
Athugasemdir
Já þetta er algjört helvíti
Garún, 29.2.2008 kl. 11:51
humm... strax eftir fyrstu sígarettuna mína þá langaði mig að prufa aftur... hvernig var þetta hjá ykkur þegar þið byrjuðuð að fikta? var það bara níkótín rúsið sem þið sóttust eftir eða spilaði eitthvað annað inní?
Davíð S. Sigurðsson, 29.2.2008 kl. 14:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.