...og hvað eiga börnin að heita?

Tvíburi A og tvíburi B. Allt frá fæðingu hef ég verið stimpluð B í kerfinu, annars flokks. Þetta hefur án efa mótað líf mitt frá upphafi og mun gera til loka dags. Ég skildi snemma hlutverk mitt. Ein fyrsta minning mín af okkur A og B er um fjögurra ára aldurinn þar sem ég hef hækkað tónlistina í botn, A situr í einum sófanum og ég hoppa og skoppa út um allt, upp um sófa og stóla, allt til þess að skemmta A og koma henni til að hlægja. Svona er þetta enn þann dag í dag, nema hvað ég er hætt að hoppa á stólum og í sófum. Ég man líka þegar það kom reglulega stór stelpa í heimsókn og fór út með A að leika. Mamma borgaði henni, að mér fannst, allt of mikið fyrir þetta. Ég skildi aldrei hvers vegna ég fékk ekki að vera með. Hvers vegna A fékk að leika sér við framandi stóra stelpu og skilja mig aleina eftir heima. Ég vildi koma líka, mitt hlutverk var að leika og skemmta tvíbura A, ekki hennar. Enn í staðin tók ég allt dótið úr dótakassa litlu systur, smellti henni ofan í hann (sem var auðvelt, hún var bara um eins árs) og hljóp með hana fram og til baka um alla efri hæðina allt til að skemmta henni. Ég gleymdi ekki hlutverki mínu þótt A yfirgæfi mig reglulega. Til að kóróna allt, og kannski sem gjöf fyrir erfiðið þá fékk ég loksins, eftir öll þessi ár - búning frá tvíbura A í jólagjöf - búninginn sem ég hef beðið eftir, búninginn sem segir hver ég er - hirðfíbbls húfan mín stórkostlega. Takk fyrir! W00t

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð S. Sigurðsson

Einlæg og æðisleg færsla, takk fyrir mig :D

Davíð S. Sigurðsson, 27.2.2008 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband