,,Vor gráðuga þjóð - vor nýríka þjóð

Hvar endar þetta? Á að brjóta allt og bramla?
Það hressti mig ekki í morgun að lesa í Fréttablaðinu um enn eitt niðurrifið í miðborg Reykjavíkur og nú er það Nasa. Ég tel að ekki sé uppbyggingarstarfssemi sem stendur að baki þeirri gýfurlegu nýbyggingaöldu sem ríður yfir menn þessa lands. Það er svo mikil peningalykt af þessu að hún tekur yfir þá sem lagði um hafnir bæjarins hér árum áður. Einnig á að breyta skipulagi Ingólfstorgs, því það hefur ekki sannað notagildi sitt. Ég veit ekki betur en það þjóni góðum tilgangi, það er e.t.v. ekki á hverjum degi sem troðið er upp á því, en þetta er staður þar sem fólk mælir sér mót.
Er stefnan að fylla miðbæinn af hótelum? Ég veit ekki betur en þetta svæði sé fullt af hótelum!
Ég skora á fólk að setja sína peninga í eitthvað ,,uppbyggilegra" en nýbyggingar.
Ættum kannski að taka upp nafnið ólígarkar yfir nýríka fólkið eins og nýríka fólkið í rússlandi heitir?

Skemmtiefni dagsins --- frábær fílingur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Villi og co á móti því að Reykvíkingar lyfti sér aðeins upp. Lokaði hann ekki bjórkælinum í Austurstrætinu, vill láta rífa Sirkus húsið og núna Nasa!!!! Manninum er auðvitað bara illa við Reykvíkinga og ætlar að láta þá finna fyrir því áður en hann fær úthlutaða lóð í Garðabæ og fer í pólitíkina þar. Væri það ekki bara æði fyrir okkur.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 12.2.2008 kl. 14:06

2 Smámynd: Garún

Já það er eitthvað skrítið við þetta allt saman.  Ég er sammála því sem Páll Óskar sagði.  Túristar koma ekki bara hingað til að skoða Gullfoss og Geysi, og hver er þörfin á hóteli við Austurvöll.....Er ekki nóg pláss annarsstaðar.....?

Garún, 12.2.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband