30.1.2008 | 11:48
berrössuð á tánum
...eitthvað sem ég mundi ekki gera í dag og næstu daga...
Í nístings kulda og trekk (mjög dramatískt orðalag, og heldur til ýkt akkúrat núna) en þá er heldur kaldhæðnislegt að vera að hlusta á gítarsnillinginn Chet Atkinsspila suðrænar, heitar og mjúkar ballöður af plötunni sinni "From Nashville with Love"
Man eftir því þegar ég var yngri og fór upp á loft til að hlusta á plöturnar hans pabba, því þær voru þar og plötuspilarinn. Enn og aftur, nokkrum árum seinna, hafa plöturnar hans náð valdi á mér aftur og því lík tónlist. Margar þeirra eru gítarplötur og það er eitthvað rómantískt og kroní við þær. Ljúflings lög af bestu gerð.
Athugasemdir
Þú verður að leifa okkur að hlusta.
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 30.1.2008 kl. 22:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.