29.1.2008 | 19:27
Hverskonar kvikmynda umsögn er þetta?
,,Myndin er byggð á bók eftir George Crile og segir frá sannsögulegum atburðum sem eru svo krassandi að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar." (birtist hér)
,,...að það þurfti ekki að breyta frásögninni mikið við gerð myndarinnar." Þarf iðulega að breyta frásögninni mikið þegar bókmenntaverk/skáldsaga verður að kvikmynd? Á þetta að vera meðmæli með myndinni? Kvikmyndin er næstum eins og bókin, punktur. Það er frábært. Eða hvað? Þetta ýtir aðeins undir það "snobb" sem bókmenntir hafa fram yfir kvikmyndir. Er staðan þannig að kvikmynd er góð sé hún sem líkust bókinn sem hún er gerð eftir, eður ei?
Athugasemdir
Enn og aftur viðhorfið að ef myndin er alveg eins og bókin þá er hún góð!!!! Alveg hreint ótrúlegt að átta sig ekki á því að bókmenntir og kvikmyndin eru sitthvor listgreinin. Og líka jafn óþolandi þegar fólk gagnrýnir kvikmyndir, byggaðar á bókum, að þær hafi ekki verið neitt eins og bókin.
Getum við nemarnir ekki bara pirrast fullar vandlætingar á þessu
Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 20:25
við eigum að sjálfsögðu að pirrast yfir þessu
þetta er svona eins og ef fólk ætlaði að fara að metast yfir mandarínu og klementínum ... kvikmyndafræði og bókmenntafræði eru nokkuð lík, samt ólík því þetta er sitthvor miðillinn ...
María, 30.1.2008 kl. 11:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.