Gleðilegt nýtt ár! :)

Nýtt ár, ný fyrirheit, nýjar vonir, nýjárs heit og hvað eina sem okkur dettur í hug að óska okkur á nýju ári. Allt gott bara að passa að fara sér ekki of-farir og láta nýju heitin ekki yfirbuga sig því málið gekk ekki upp. Svona eins og að ákveða að grenna sig, hætta að reykja, hugsa betur um mataræðið, hitta gömlu vinina, læra að syngja, fara í skóla og fleira. Einhver sagði mér að nýjárs heit væru ekki svo sniðug vegna þess að þau legðust að jafnaði þungt á fólk og yrði þeim byrgði og óyfirstíganleg að því leiti og enduðu í hringa vitleysu og nýjum fyrirheitum og loforðum á næsta ári. En það er þó allt í lagi að stefna að einhverju, sérstaklega ef fólk er tilbúið til þess.

,,Hvernig fannst þér áramótaskaupið"?
Spurning sem er jafn gróin í þjóðina og "how do you like Iceland"
Fyrir mitt leiti var það gott og skemmtilegt.
Held að það sé ákveðin míta í þjóðfélaginu að dissa skaupið og tala svo um hversu gott það var hérna á árum áður. Umrætt tímabil er 1980 - 1999 sem er alveg ótrúlegt, þar sem flestir sem ég þekki fæðast á þessum tíma eða eru bara börn. 
Ég get ekki betur séð samkvæmt mínu minni að flest öll skaupin hafa verið fín, fyndin og lunkin á skemmtilegt grín, bara mis mikið. Alveg frá því ég man eftir mér hefur þetta verið nokkuð svipað, og skemmtilegasta við árið í ár, og fyrra var hversu margir leikarar komu að.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Mér fannst skaupið snilld í ár líkt og í fyrra. Ragnar Bragason er greinilega að gera góða hluti! Háðið var svo skemmtilegt og loksins lokisins var gert alvöru grín að Íslendingum og hvernig þeir fara með útlendinga sem flytja hingað!

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 4.1.2008 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband