19.12.2007 | 14:19
Meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó
Bara ef öll þessi rignin væri snjór!
Pósturinn var að koma og Hrappur-inn fékk sinn daglega urr skammt. Annars er hann nú hræddur við greyið við póstlúguna, og pósturinn er hræddur við hann, þ.e. sá sem ber út. Vorum úti í garði um daginn er póstinn bar að og ég vissi ekkert hvert greyið pósturinn ætlaði að fara. Hann óð bara út af lóðinni, jafn óður og viltur og Hrappur. Ég reyndi að kalla á eftir honum, og hann hefði gengið óafvitandi fyrir bíl ef þannig hefði staðið á. Málið er nefnilega líka að það er eins og fólkið í botlanganum geri sér ekki grein fyrir því að það er komið inn í íbúðahverfi og ekur jafn hratt og það sé enþá á Miklubrautinni.
Upp með ermar - áframhaldandi prófalestur til föstudagsins. Mikið hlakka ég til þegar klukkan slær tólf, sérstaklega ef ég verð búin með prófið þá! :) Þá er bara að gera allt klárt fyrir jólin. Óskandi þó að hafa aðeins meiri tíma því ógurleg tiltekt bíður mín. En sem betur fer eru örfáar jólagjafir til kaups og eins og staðan er í dag, veit ég næstum því hvað ég ætla að gefa öllum. Vandamálið er bara jólakortin. Sé ekki hvernig ég kem þeim inn í tímaramman. Þau verða bara að mæta afgangi, nema kannski þau sem eiga að fara til útlanda, þau koma í forgang. Þetta reddast segi ég bara og tek undir þema landsmanna. ;)
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.