11.12.2007 | 17:06
Rauð eða hvít jól?
...ein sem ætlaði að vera rosalega dugleg að læra, jú búin að vera það aðeins
Það er margt sem ber á góma við undirbúning helstu hátíð okkar landsmanna, jólin. En hvort verða jólin rauð eða hvít? Ég held að það skipti ekki máli. Snjórinn er orðinn að hlut markaðssetningar jólanna og öll jólalögin óma af snjór þetta snjór hitt og auglýsingar undirstrika sama tóninn. Ef fólk gæti fjárfest í snjó eins og það gerir með allar aðrar hugmyndir um gleðileg jól eins og tré, skraut, ljós o.fl. þá mindi það kaupa hann. Þegar hægt verður að kaupa snjó fyrir heimilið myndu auglýsingar e.t.v. á borð við þessar hljóma; ,,meiri snjó, meiri snjó, meiri snjó! Vantar þig snjó í garðinn fyrir jólin? Komdu til okkar og kauptu snjó, Snjóhúsið." eða ,,Snjógerðarvélar í miklu úrvali, allar stærðir og gerðir, mikið magn, keyptu núna. Snjógerðahúsið" Og svo þegar allt selst upp eins og jólatrén gerðu um árið gætu auglýsingarnar hljómað svona ,,Rauð jól! Rauð jól! Allur snjó uppseldur!" Enn jólin koma hvort sem er og kaupum við bara fleiri seríur til að lýsa upp skammdegið og gera jólalegt.
Athugasemdir
Ég elska hvít jól! En ég held ég myndi ekki kaupa mér gervisnjó í garðinn ef hann fengist!
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 12.12.2007 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.