3.12.2007 | 20:36
Pólland - seinnihluti
jæja ég held ég bíði ekkert meira með þessa ferðasögu .. þó hálf kláruð sé ... langar ekkert að bíða með hana alveg fram til 21. des þegar ég klára prófin og svona Svo hér kemur það.
Alvara Póllandsferðarinnar hófst snemma næsta dag og stóð fram yfir helgina. Við lærðum alveg heilan helling um hvernig við getum bætt verkefnið ,,Á Flótta" og bjuggum til nýjan hlutverkaleik "Wheelers´World" sem er alveg snilldar leikur og verður hann vonandi tilbúinn og kominn í gang eftir 2 ár. En við vorum ekki bara á námskeiðinu. Fyrsta kvöldið fórum við öll á nálægan bar þar sem við sátum troðinn en sátt í einu horninu. Barin var nokkuð "típískur" fyrir húsakynnin þarna, langur og mjór. Við þetta þjappaðst hópurinn vel saman. Við fórum til dæmis í saltnámu frá 1248, en hótelið var byggt í kringum hana. Fórum rúmlega 200 metra niður og vorum þar í 5 tíma. Fengum leiðsögumann sem sýndi okkur allt það helsta og sagði okkur frá lífi og störfum námuverkamanna. Við spiluðum fótbolta þarna niðri og sumir fengu sér salíbunu í risa rennibraut. Einnig geta 200 manns gist þarna, haldið veislu/partý og tjúttað fram á nótt. Við spiluðum svo hlutverkaleik þarna niðri og áttum frábæran tíma. Komum svo til baka rétt fyrir kvöldmat, sem var alla helgina, u.þ.b. klukkutíma prósess með forrétt, aðalrétt og eftirrétt. Þetta var hægasta borðhaldi sem nokkur hefur vitað um og skrítnustu leggja á borð áherslum að við Eyrún vorum yfir okkur glaðar fyrir hönd Unnar að hún væri ekki þarna því þá hefði hún fengið taugaáfall. Á fjórða kvöldi var alþjóðakvöld, þar sem allir kynntu sína þjóð. Að sjálfsögðu vorum við Eyrún vel undirbúnar, með fána, nammi, tópas og ópal, brennivín, myndasýningu og margt fleira. Mikil stemmning hafði mindast fyrir þessu kvöldi og hvort Íslendingarnir hefðu komið með harðfisk og hákarl. Við teygðum lopan eins lengi og hægt var og enduðum kynninguna okkar á því að draga upp harðfiskinn og hákarlsstikkið. Ísland var svo vinsælt að við Eyrún komumst varla frá til þess að skoða önnur lönd. Skemmtilegast er frá því að segja að allt kláraðist, hákarlinn sem allir borðuðu, brennivínið, ópal og tópas skotin, harðfiskurinn sem endaði ofan í ferðatösku annars Finna-Rússans sem kunni vel að meta það lostgæti. Að sjálfsögðu var okkur svo troðið fyrir framan míkrafóninni því Pólverjunum finnst ekkert alþjóðakvöld með Íslandi vera samt nema við syngjum. Tókum við þá uppáhaldslögin þeirra Sprengisand og Vísur vatnsenda Rósu. Aðrir léku þetta eftir og tóku Pólverjarnir alveg yndislegt lag. Ania var svo yndisleg að gefa mér diskinn með laginu. Dagarnir liðu og liðu og eins og áður var sagt pg margt að læra. Krakow var heimsótt og hófst mikil skoðunnarferð. Við Eyrún fengum að stinga af þegar farið var í kastalann því við höfðum séð það áður og fórum í Gyðingahverfið í staðinn. Ásamt því að versla, borða sérstakar pólskar pylsur og fegnar að fá að stjórna eigin kvöldmati varð lax fyrir valinu enda alveg nauðsynlegt eftir allar þungu máltíðirnar undanfarna daga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.