29.11.2007 | 13:53
núna bara
Á stundum sem þessari er kaffinu þakkarvert!
Nú er bara að setja í hæðsta gír og ná öllu fyrir síðasta skila dag.
Að lokum langar mig að deila með ykkur fyrstu drögum að skáldsögunni minn sem kemur einhvertíman út.
Skáldsaga fyrir byrjendur
Loftur Teitsson féll venjulega um 30 metra á hverjum degi. Alveg sama hvar hann var. Einhvernveginn komst hann alltaf í hæstu hæðir og féll svo. Besta vinkona hans var Bíbí. Hún komst hvorki lönd né strönd. Á hverjum degi hjakkaði hún í sama farinu. Hún rúllaði um götur bæjarins og þá sjaldan sem hún stóð upp var það til að greiða hárið.
Athugasemdir
Góð byrjun! Hlakka til að heyra framhaldið :)
Annars vildi ég að ég kynni að búa til svona hjarta úr freyddri mjólk!
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 30.11.2007 kl. 11:43
Sammála, Góð byrjun. Fyndið að byrja þessa stuttmynd með þessu voice overi.....hugsaðu málið...Þú ert alla veganna með 1st AD ready
Garún, 30.11.2007 kl. 14:41
...jú ég ætla að hugsa málið með þetta sem byrjun ... takk, hef þig ávalt á bak við eyrað Garún :)
María, 30.11.2007 kl. 20:27
Bíð spent eftir framhaldi. Þarf nú að fara að rifja upp góða skáldsögu um hana Geirþrúði ;)
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 3.12.2007 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.