Leitarstöð krabbameinsfélagsins: Sýnum samstöðu

ÁSKORUN FRÁ LEITARSTÖÐ KRABBAMEINSFÉLAGSINS
190 undirskrift frá Íslandi 26.11.2007  kl. 10:00
"Betur má ef duga skal"

Leghálskrabbamein er næst algengasta krabbamein meðal kvenna ef litið er
til heimsins alls. Á hverju ári greinast í Evrópu 50.000 konur og 25.000
deyja af völdum þessa sjúkdóms. Við Íslendingar eigum því láni að fagna að
á Íslandi er dánartíðni af völdum leghálskrabbameins hvað lægst á
heimsvísu vegna vel skipulagðrar leitar. Aðra þjóðir, jafnvel innan
Evrópu, geta ekki státað af slíkum árangri.

Evrópusamtökin ECCA (European Cervical Cancer Association:
< http://www.ecca.info/> http://www.ecca.info) berjast fyrir því að allar
evrópskar konur hafi sama rétt til bestu fáanlegra forvarna gegn þessum
sjúkdómi.
Leitarstöð Krabbameinsfélagsins hefur borist beiðni frá ECCA um aðstoð við
að safna undirskriftum á Íslandi fyrir "STOP Cervical Cancer Petition" sem
hvetur Evrópuþingið, framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ríkisstjórnir
allra landa í Evrópu til að veita öllum evrópsum konum þennan rétt.

Vinsamlegast skráðu þig á ÁSKORUNINA STÖÐVIÐ LEGHÁLSKRABBAMEIN ("STOP
Cervical Cancer Petition") og hvettu einnig samstarfsfélaga þína og aðra
til að skrifa undir.

Á neðanskráðri vefsíðu smellir þú á "Íslenska" og skráir þig inn sem
stuðningsaðila. Tölur undir þjóðfánum sýna fjölda undirsrifta frá hverju
landi

________________________________________________________
Skrifið undir ÁSKORUN ECCA:  <http://www.cervicalcancerpetition.eu/>
www.CervicalCancerPetition.eu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband