26.11.2007 | 18:58
Ferðasaga - Pólland - Fyrsti hluti
Það var í morgunsárið þann 12. nóvember sem við Eyrún héldum afstað til Póllands með nokkura tíma millilendingu í Osló. Ferðinn gekk vel og lentum við í Póllandi á réttum tíma. Fengum okkur leigu bíl sem ók okkur á lestarstöðina. Þar tókst okkur að kaupa lestarmiða af konu sem við skildum ekki neitt, og hún ekki okkur. Ungur strákur aðstoðaði okkur svo að finna brautarpallinn okkar svo við færum nú með réttri lest til Bochnia. Það leið ekki á löngu uns lestin kom og settumst við upp í elstu gerð af rafmagnslest, fysta árgerð eftir að gufuvélinn var lögð niður. Nú eftir um hálftíma í lestinni vissum við hvorki upp né niður í einu né neinu en vissum að við ættum að fara að nálagst leiðarenda. Eyrún fann lestarvörðinn sem sagði að Bochnia væri næsti áfangastaður. Við vorum ekki vissar hvort hann skildi okkur en fórum út í milli rýmið og voru tilbúnar að stökka frá ef hann hefði rétt fyrir sér. Ung stúlka kom til okkar og til að vera alveg vissar spurðum við hana líka og jú, Bochnia var næst. Þegar þangað var komið fórum við að svipast um eftir Mögdu sem ætlaði að sækja okkur. Ekkert bólaði á henni svo við hringdum og sagðist hún koma eftir ca. 10 mín. Það var heldur kalt úti svo við ákváðum að kíkja inn á lestarstöðina sem var frá seinni heimstyrjöldinni. Við okkur blasti búttaðar dúfur og illa lyktandi rónar. Við létum þetta þó á okkur fá enda betra að húka inni í hlýjunni og fýlunni en að krókna úti. Ania lét sjá sig, seint og síðar meir og var það mikill gleði fundur að hitta hana eftir allan þennan tíma. Fram undan var svo að koma sér fyrir á hótelinu, borða kvöldmat og fara á háttinn enda klukkan orðin margt. Að sjálfsögðu skelltum við okkur í búðin að kaupa pólskan bjór (í Póllandi) og skoðuðum helsta nágrennið. Mikið var um sérvöruverslanir, til dæmis seldi ein búð bara peysur, önnur bara barnamat og enn önnur bara barnaföt.
Athugasemdir
Ohhh pólland.... ég sakna þess! Hvað voruð þið annars að reykja þarna úti?
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 30.11.2007 kl. 11:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.