sveitasæla

Þegar ég var 12 ára spurði ég mömmu að því hversvegna hún hafi aldrei sent mig í sveit. Foreldrar mínir, systkini þeirra, frændsystkini og vinir voru send í sveit þegar þau voru yngri. Ég sá sveitina í dýrðar ljóma og rómantískri sælu. Heyannir, dýrin og náttúran var e8itthvað sem mig dreymdi um. Mamma var frekar hiss yfir því að ég hafði áhuga á að fara í sveit. sjálf var hún send í sveit 5 ára og allan sinn sumar barns aldur sleit hún þar. Það var nú aðeins öðru vísi þá en nú þegar börn fóru í sveit á sumrin. Lýtið var um sumarnámskeið og alltaf voru einhverjir ættingjar bændur sem tóku fegins hendi við börnum til aðstpðar við búskapinn. En þegar ég var tólf ára höfðu flestir ætingjar lagt niður bústörf og komnir í borgina. Svo við mæðgurnar skunduðum niður í bændasamtökin eða eitthvað þannig og mamma borgaði fólki fyrir að taka mig í viku í sveit. Ég gleymi seint þessari viku sem var yndisleg og enn dreymir mig um að fara í sveit og fá að vera lengur. Amma sendi mig með kveðju gjöf, prjónavettlinga og sitt hvorn hundrað karlinn sem var lagður inn í vettlingana (þá var hundrað kallinn bréf peningur). Ég fór út (hér klikkaði netið áðan þannig að ég man ekki hvað var hér).... morgni til kvöld (reyndar eins og venjulega), komsta að því að ég væri með heyofnæmi eftir allt heyið, sofnaði á kvöldin við traktorinn og vaknaði við gaggið í hænunum og margt fleira. Já, einn stór draumur sem einhver tíman verður að veruleika þegar ég gerist skóarbóndi! :)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ dúlls! Heyrðu það er partý 17. nóv nk. heima hjá mér! Á ekki að mæta?! Væri súper dúper æðislegt!

Karen (IP-tala skráð) 4.11.2007 kl. 12:38

2 Smámynd: Hildur Tryggvadóttir Flóvenz

Það er gott að heyra einhver kann að meta sveitina! Í fyrsta skipti sem ég kom í sveit sem barn faldi ég mig inn í bíl og fór að gráta svo hræðilegur fannst mér staðurinn!

Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, 5.11.2007 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband