19.10.2007 | 13:44
Long Kiss Goodnight
Var annars í morgun að endurvekja kynni mín að Long Kiss Goodnight. Hörku mynd um kvenhetju karlaveldisins. Fylgjumst með því hvernig hún sem kennari (típísk kvennastaða) brýtur upp fjölskylduna sína til að finna sjálfa sig (var minnis laus). Gerist ,,karlmaður", en í fyrra starfi var hún morðingi (assassin) á vegum ríkisins. Lendir í að klára gamalt verkefni og bjarga bæ í New Jersey, sættist við dóttur sína á ný. Endar sem kennari upp í sveit, fjölskyldan sameinuð. Konan á sem sagt heim ,,bak við eldavélina" eins og einhver sagði, og halda utan um fjölskylduna. Ekki hlaupa um með byssur og tól, það er fyrir karlmenn.
Er sem sagt í kvenna- og kynjafræðum þessa vikuna. Greinum kvikmyndir út frá stöðu, hlutverki og samskipti kynjanna. Tókum Jurassic Park fyrir í vikunni og vá hvað það er áhugavert að lesa greinin Adam og Eva í Júragaðrinum eftir Torfa H. Tulinius.
Langar bara að benda lesendum á smá skoðana könnun sem er hér til vinstri. Smá svona kvikmyndaleg ... bara af því ég var svo ótrúlega hrifin af þessari mynd!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.