16.10.2007 | 14:10
Persona
Leigði mér Persona eftir Bermaná bókasafni Norrænahússins í gær. Það sem ég vissi ekki fyrr en heim var komið var að spólan var ekki með texta. En ég lét það ekki hafa áhrif á mig og horfði á hana og skildi þrítugasta hvert orð, jafn vel minna, stundum meira. Það var alveg sérstök upplifun að horfa á myndina og skilja hana aðeins í gegnum myndmálið. Án efa allt önnur tilfinning sem liggur að þessari mynd enn ef ég hefði skilið hvað fór fram (tungumálslega séð). Mér fannst myndin alveg frábær! Það er einhver ólýsanleg tilfinning til þessara myndar og hún opnaði mér heim inn til Bergmans, en ég hef ekki verið neitt sérlega spennt fyrir honum hingað til. Það voru afskaplega falleg og vel leikin móment ... nú er bara að stúdera manninn aðeins betur, þ.e. Bergman og sjá hvar hann á heima í fyrirlestrinum Evrópsk áhrif ásamt Fellini í La Dolce Vita og Godard í Á bout de souffle.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.