Nýr heimur

Þegar ég var í Chicago heillaðist ég að nýjum heimi. Ég fór að fara í dýragarðinn og sædýragarðinn með krakdolphin10kana, eitthvað sem ég þekkti ekki áður. Ég varð yfir mig spent að fylgjast með höfrungunum gera listir sínar og fólkinu sem vann með þá. Dýragarðurinn var líka heillandi, þó tilhugsunin um dýr læst inn í búri til sýningar sé ekki áhugaverð. Mig fór að dreyma um að vera zoologist eða dýrafræðingur (hljómar bara miklu áhugaverðarman_2a á ensku). Sá sjálfa mig vinnandi í safarí búning í dýragarðinum, á sléttum afríku, heimskauta förum eða flotbúning svamlandi í vatninu með höfrungunum og læra það í skóla á Hawaii. En ég áttaði mig ekki á þessum áhuga hjá sjálfri mér fyrir þessu starfi fyrr en í las viðtal við stelpu í Fréttablaðinu í dag sem lærði dýrafræði í Bretlandi. Og ég hef ekki hugsað um neitt annað en hvað það væri gaman að vinna með dýrum. Svamla í vatninu og halda sýningar. Búa á Hawaii er mjög svo fjarlægur draumur. Þá færu allar frístundir í að æfa sig á sjóskíðum og brettast (ekki nema ég læri það líka)! LoL  Kannski læt ég verða af þessu um fimmtugt þegar ég gerist skógarbóndi. Eða bara þegar ég klára kvikmyndafræðina. Fer bara til LA í skóla og læri dýrafræði í leiðinni, ætli það sé ekki hægt?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Gæti ekki verið meira sammála, langar ekkert smá til þess að vinna í stóru friðlöndunum í Afríku.  Gerum þetta bara saman þegar við verðum 5tugar.

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, 8.10.2007 kl. 15:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband