Þórsmörk

Sælu reitur vinahópsins var heimsóttur síðast liðna helgi. Eftir marga tölvupósta og óforsjálar spáir stefndi í óefni. En merkur andinn var með okkur og inn í Langadal héldum við á rigninga sömum föstudegi. Vatns miklar ár biðu okkar sem mis auðveldlega reyndist að kljúfa. Það munaði þó litlu að Dósi (Dósóteus, Patrol, farartækið sem ég var í) færist með straum þungri á, en svo kom fyrir ekki. Á bökkum Krossár var svo vandinn á ferð. Myrkur hafði skollið á (um leið og ekið var inn Þórsmerkur img_0855afleggjarann) og höfðum við kallað skálavörðinn til, til halds og traust. Hún fann fyrir okkur vað og eftir miklar spugulerar sjónir var fallist á það að breytti jeppinn (Dósi) færi yfir með allt hafur taks og mannskapinn.
Laugardagurinn rann upp bjartur og fagur. Dýrindis haust litir skinu hvert sem augum leiti. Morguninn byrjaði á því að koma skálavarðar "trukknum" á laggirnar, en dekkið var sprungið. Og þar sem von var á hóp af fólki, þurfti að koma honum í gang sem fyrst. Undir lokin reyndist þessi þriggja manna vinna ekki þurfa færri en fimm. En á meðan þessum dekkja skiptum stóð var göngubrúin líka skoðuð, en hún lá á þurru en endaði út í miðjum ál Krossár. Og WD40 var fengið að láni frá Básum. Seinni parturinn var svo nýttur í göngutúr sem hófst á ferð í Snorraríki og endaði á því að taka á móti Slökkviliðsmönnum sem voru að ganga Laugarveginn á um og undir 12 tímum. Áður nefndur hópur lét svo aldrei sjá sig, svo vinahópurinn endaði, eins og venja er, ein í skálanum ásamt skálaverði, við alt svo mjög góðar undir tektir, ásamt brjálæðislega góðum mat. En við Þóra höfðum byrjað að elda kjötið okkar í elsku Sóló olíu eldavélinni seinni partinn þar sem kjötið mallaði á "melló" hiti þangað til það endaði á grillinu. Og steikin var dýrindisleg.
Til heimferðar kom á sunnudegi og lítill tilhlökkun hvíldi yfir því. Lagt var á ráðin hvernig við gætum veður tefst í hálendis sælunni, en raunveruleikinn knúði knýjandi á dyr og undir seinni partinn var ekki við ráðið. Í birtu skildum við halda yfir árnar og komast þá í sund. Heimferðin gekk vel þangað til að Selfossi, er vetrar tíminn var kominn á laugina og hún aðeins opin til 18:00. Yngsta meðlimnum til mikillar óánægju. Það var orgað fram að Ölfusárbrú, er ég sagði honum að ég yrði að hringja í pabba og tilkynna honum um komum mína í mat. Það leit út fyrir að hann tæki ósk mína gilda, að minnsta kosti hætti hann mótmælunum stuttu eftir það.
Héðan er heldur lítið og harla ómerkilegt að segja frá því komið var að bæjar dyrum. Öllum til lítillar gleði. Helgin leið allt of hratt (frá mínum dyrum séð) og hlakka ég til að komast upp á hálendið hið snarasta.
Meðfylgjandi, í myndaalbúmi, eru nokkrar myndir er ég fékk af bloggum samferðarkvenna minna! Njótið vel! Smile 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Garún

Já það er sko gaman að ferðast......sko ef maður kemst á leiðarenda það er að segja 

Garún, 6.10.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband