Minningar

Það er yndislegt að líta um farinn veg. Ýmiskonar minningar skjóta upp kollinum, hvort sem það eru hypnodreams-spiral-200myndir, hljóð, hlutur, lykt eða bara eitthvað "móment" sem minnir okkur á. Hvort sem minningarnar eru slæmar eða góðar, þá eru þær góðu iðulega ofar. Hjartað tekur auka kipp og hlýr straumur rennur um líkamann. Sælu staður hugans. Sumir segja að maður eigi ekki grúska í því sem er liðið því það er búið. En óhjákvæmilega er það hluti af okkur, og því ekki að horfa stundum til baka. Rifja upp gömlu góðu tímana, eins og það kallast. Ég alla vegana lít einstaka sinnum til baka og það hjálpar mér stundum að ,,að botna" í sjálfri mér. T.d. hvers vegna hitt er og annað og svona ýmislegt. Stundum kemst ég ekki að neinni niðurstöðu, því vandinn, eða ekki því vandinn liggur dýpra en ég sjálf næ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband