Leti

Mikið langar mig að setjast upp í sófa og glápa bara á videó. Detta inn í tilbúin heim ... fá smá afþreyingu og losna undan streitu á þess að þurfa að lesa. Ekki það að námsefnið sé ekki skemmtilegt, ég er bara allt í einu ekki stemd í það ákkúrat núna. En ætli ég verði ekki bara að byrja og þá verður þetta OK! Svo er ég líka núna fyrst að komast inn í þetta allt saman, lestrar rútínuna og svona, því það er svo íheyrilega mikið að lesa og regluleg verkefna skil!
Annars hef ég verið heldur upptekin af ,,nýju" frænku minni sem er hérna á landinu í heimsókn. Hún er svona ný af því leitinu að ég hef bara ekkert kynnst henni fyrr en núna. Enda býr hún í Hollywood og aldrei komið til Íslands. Það er svolítið spennandi að eiga frænku sem býr í Hollywood og er make-up artist! Tounge Ég á þá eitthvað sameiginlegt með öðrum í fjölskyldunni ... djók... Já svo við frænkurnar erum bara búnar að vera að kynna henni fyrir land og þjóð!
En ... nú er lesturinn málið! Adios-amigos


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband