Íslenskt í bíó

-Já takk!-

Ég gerði enga stórleit af sjálfri mér svo ég held ekki áfram með færsluna hér að neðan. En í staðin fór ég að sjá Astrópíu í gær.
Við í kvikmyndaklúbbnum Bíódagar höfum verið ótrúlega dugleg að fara á íslenskar myndir í bíó. Og erum við mjög ánægð með það úrval mynda astopiasem hefur verið og hversu góðar þær eru. Íslendingar eru greinilega í útrás þar.
Astrópía er svolítið öðruvísi mynd. Svona fullorðins ævintýra mynd, en samt ekki, því það er allur aldurshópur sem hefur áhuga á hlutverkjaleikjum í formi borðspils. Svo myndin nær til breiðs áhorfendahóps, og er örugglega súper skemmtun fyrir þá sem þekkja til. En ég þekki ekki til þessara leikja en fannst ég alls ekki út úr. Ég gat þá skemmt mér að öðru.
Húmorinn var skemmtilegur í myndinni og það tók suma í hópnum að átta sig á honum alveg út á bílastæði Háskólabíós. Þar var aðallega fattarinn í Playmolas vs. Legolas - en það var algjör snilld. Svo hafa örugglega verið fl. svona djókar, en aðeins ,,innanbúðar maður" hefði fattað það.
Fyrir mig var myndin svolítil háðs deila á ævintýra myndir og karlmennsku. Konurnar voru bestu bardagamennirnir, og flottastar.
Mesta effortið fór þó í búninga og förðun, enda stórskemmtilegt og vel gert.
Kvikmyndatakan var frekar einföld, svona eftir á að hugsa, og persónulega hefði ég viljað sjá gert meira út á tignarlegt landslagið, þar sem það væri ýkt og stækkað á bak við persónurnar. Til að undir strika háðið á aðrar ævintýra myndir --- en hey, kannski er ég bara komin út fyrir efnið.
Myndin datt líka stundum út úr takti, eða hökti aðeins, það vantaði pínulítið upp á snerpu leikara og klippingar, eða myndatöku. Aðallega til að hjálpa leikara í aðalhlutverki að skila sínu betur. Þó hún hafi staðið sig ágætlega. Ég upplifið ekkert vandræðalegt móment, en það hefði stundum mátt vera meir innri tilfinning. En það er eitthvað sem lærist bara. Annars voru vel flest aðrir leikara stór góðir og skemmtileg persónusköpun hjá mörgum.
Stór góð skemmtun fyrir alla. Þá sem hafa áhuga á íslenskum myndum - hlutverkaleikjum eða bara langar í góða "entartainment" mynd til að horfa á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband