Vestrarnir

Ég hélt því lengi fram að faðir minn væri áhugamaður um vestra. Svo mikill að ég hó4958-largef að kaupa handa honum myndir með gömlum hetjum eins og Roy Rogers og classa myndir á borð við How the West Was Won.
Það er ekki svo langt síðan að ég uppgötvaði að hann hefur bara ósköp venjulegan áhuga á þessum myndum - svona hvorki né.
Ég held að ég hafi þá bara farið að rugla saman því sem hann horfði á sem strákur og mínum undirliggjandi á huga fyrir vestrum. Faðir minn hefur í rauninni áhuga á ævintýramyndum --- svona almennt.
En ég afhjúpaði sjálfa mig og finnst vestrar hreint æðislegir. Sérstaklega þá myndin How the West Was Won.
Í kvöld leigði ég mér myndina Butch Cassidy and the Sundance Kid.
Ég hlakka ótrúlega að sjá hana. Sá um daginn þátt á Stöð2 um Paul Newman. Og nú er bara að bíða og sjá!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband