Sannarlega stórbrotið

Það gerist undantekningar laust að ég upphugsa frábært blogg - geggjaða sögu - tónverk - bíómynd eða sjónvarpsþætti þegar ég fer að sofa.
Í gær fann ég pottþétta fyrirsög og grípandi inngangs orð að bloggi yfir ferðalagið mitt síðustu daga. En svo sofnaði ég, sem gerist jafnan, og allt farið fyrir bí ... eins og svo margar snilldar hugmyndir ;)
Í staðin geri ég mitt besta í þriðjudags hádeginu, enþá í sumarfríi sem ég er að teyga síðustu sopana, hægt en örugglega fram á mánudag.
Nú ferðalagið byrjaði í Þakgili á miðvikudeginum. Bíllinn var aðeins að stríða okkur svo við lögðu afstað tveim tímum á eftir áætlun. Aksturinn inn gilið var stórbrotinn og ekki spilti fyrir rigningin fyrr um daginn. Litirnir voru djúpir, skuggalegir en jafn fram bjartir. Við vorum fljót að finna okkur stað fyrir tjaldið. En þegar hælarnir voru rekknir niður runnu á okkur Sverri tvær grímur. -Erum við að tjala á réttum stað eða ekki?- Það var óhugsandi að setja niður þessa hæla nema með hjálp hamarsins. Stuttu eftir byrjaði svo að rigna og hætti ekki fyrr en við hugðum okkur, næsta dag, til flutnings. Og jafn óðum og við rendum úr hlaði í Þakgili tóku skýin sig saman á ný og úr varð úrhelli. En við alsæl, eftir góða dvöld og lofuðum að koma aftur.
Við stefndum nú í Hólaskjól. Þar voru móttökurnar með hinu besta móti, sól, þurrt og yndislegt veður. Heldur betur gekk að tjalda í þetta skiptið enda undirlendið með besta móti. Við fengum okkur fínan göngu túr upp og meðfram ánni. Átum dýrindis borgara og nutum veðursins til hins ítrasta. Litli grallarinn var ótrúlega hress og ófeiminn að fara sjálfur í könnunnar leiðangur. Mér var pínu eftir sjá í að halda afstað undir hádegissólinni næsta dag. Komin í stuttbuxur, alveg að kafna úr hita undan ullarbolnum. En leiðin lá inn í Eldgjá að Ófærufossi, þaðann inn í ofaerufossLandmannalaugar í sturtu og svo loks á áfangastað, Landmannahelli. Ófærufossinn er kominn eftst á blað hjá mér yfir fallegustu fossa sem ég hef séð. Baðaður í einu sólarglætunni sem umlék gjána varð litadýrð hans svo magnþrungin að auðvelt var að huga sér til sunds. Eftir sturtuna í Landmannalaugum héldum við endurnærð inn í Landmannahelli þar sem Þóra skvís tók vel á móti okkur. Fram á sunnudag vorum við í hellinum eða nágreni hans. Á föstudeginum bættist vel í hópinn og uppúr hádegi laugardags þegar við vorum orðin fullskipuð héldum við afstað í lítiðferðalag. Fórum góðan hring, upp hjá Krakatindum og komum niður Pokahrygginn. Þaðan var stefnan tekin í Landmannalaugar til sýningar fyrir Eyrúnu sem aldrei hafði komið þangað. Ferðin reyndist vera dýrkeypt þar sem bíll í hópinum tók svo mikið vatn inn á sig að hann komast aldrei í gang. Upp úr því hófust miklar ,,drukkningar" inn í Landmannahelli þar sem tveir bílar eyðilögðust við að fara yfir ána þar. En við komumst þó höll heil og höldnu í bæinn. Mis seint þó.
Ánægjuleg ferð --- jarðsamband komið á --- get ekki beðið eftir Þórsmörk síðustu helgina í september! :D


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband